Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Síða 2
2 FIMMTUDACUR 5. JANÚAR 2006 Fyrst og fremst DV | Geir H. Haarde Lét verða eitt sitt fyrsta verk að flýja frá Afganistan. Hamid Karzai forseti Ræðurr engu íAfganistan. EfGeir telcst að muldra sig út úr stríðinu um sœti í Öryggisráðinu til viðbótar við að losna úr stríðinu við Afganistan, er hann orðinn með beztu utanríkisráðherrum. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dr. Gunni heima og að heiman Þið munuð öil - á&síistl , Seint ffyrra kom ut 25 ára hátföarútgáfa af einu stúdfóbreiö- skffu Utangarös- manna, Geisla- virkir. Aö hlusta á hanaaftureftiröll þessi ár kveikti hjá mérýmsarkenndirog minningar. Þaö voru haldin diskótek f Hamraborginni f Kópa- vogi fyrir okkur unglingana. Þarna var maður strax orðinn fúll og neikvæður og stóð úti [ homi og glápti á stelpurnar dansa viö viöbjóö að manni fannst; diskó, Meatloaf og tónlistina úr Hárínu, sem strax þarna, 1980, var aö fara f gegnum kombakktfmabil. Elvar sneri plötunum og ég man ekki betur en ég hafi þurft aö lána honum Geislavirkir. Það var eitt- hvaö kikk fólgið f þvf aö finnast maöur vera hluti af heildinni þegar krakkamir öskruðu með Bubba: Þiö munuö ölf, þið mun- uö öll, þiö munuð öll - deyja! Um leið og Bubbi og Utangarðs- menn voru orðnir ofvinsælir,aö manni fannst sneri ég viö þeim baki og tóktil viö aö hampa Þeysur- um og Purrki Pillnikk, sem aldrei náöu þvf aö sprengja vinsældalistana. Pönkiö kenndi mér þetta eilífa .synda á móti straumnum-viöhorf', sem ég hef ekki læknast af sfðan. Ef ég værí ekki pönksýktur væri ég hugsanlega f dag aö fá feitan starfslokasamning einhvers staö- ar, eða orðinn ráðherra eins og Ámi Magnússon, sem haföi vit á aö snúa við pönkblaðinu. Hyarer Buhbi? Geislavirkir er full af textum sem hitta f mark og skipta máli - jafrí- vel ennþá. Bubbi, þá 24 ára, var hrár, kjaftfor, beinskeyttur upp- reisnarseggur - plötur um erfiö- an skilnað og jeppaauglýsing- areinsogfá- ránleg martröö f óhugsandi framtfö. En ég er ekkert sár út ( Bubba, hann hef- ur ekki svikiö neinn málstaö aö mfnu mati heldur bara elst - hann er búinn aö skila sfnu og vel þaö. Ég erfrekar sár út f rokkara nútfmans, en enginn þeirra hefur bein f nefinu tii aö syngja um eitthvað sem skiptir máli - og fjandinn hafiöa, það er af nógu aö taka í þessum fárán- leika sem samfélagiö er. tslenskir rokktextareru innantómt rusl, oftar en ekki á ensku, enda er draumur rokkarans aö fá aö hór- ast f auglýsingu. Ef nýr Bubbi er þama einhvers staðar þá vinsam- lega gefi hann sig fram. Leiðari Jonas Kristjánsson Að skrifa sig í fang Árvakurs ,Annars stendur Morgunblaðið líkt og af eðlisávísun vörð um stofnanir samfélagsins, vill hafa •"% reglufestu og góða siði," ritar Egill Helgason á síðu sína. Enn vekur Egill athygli á því hversu ágætur Mogginn er. Sök sér og snjallt aö stilla ■■■>'.' sér upp sem hinn ofursjálf- stæöi og óháöi fjölmiðlamaöur. En það skyldi þó aldrei vera að í honum bærist lítill Styrmir? Því engu líkara er en að hann sé aö skrifa sig upp í fangið á Arvakri. Egill Helgason Skrifhans um Mogga líkari atvinnuum- sókn en krítískri umfjöllun. Laxness herra Heimur? Jd hveiju ætti til dæmis nýkjörin ungfrú heimur að deila titlinum með stúlku númer tvö - bara af því að hún er ís- lendingur!" skrifar Jón Óttar Ragnarsson í Mogga. Hann er að fjalla um vangaveltur niðja Gunnars Gunnarssonar um að hugsanlega hafi staðið til að skipta Nóbelsverð launum 1955 milli Gunnars og Hall- dórs Laxness. Líklega gæti einhverjum dott- iö f hug aö rithöfundurinn Jón Óttar væri aö draga verölaunin sundur og saman íháöi en svo er ekki! Jón Óttar Ragnars son Bregður fyrir sig afar frumlegu likinga máli I Moggagrein. Menn bj arga sér á flótta Rétt var hjá Geir H. Haarde að láta vera eitt sitt fyrsta verk sem utanríkisráð- herra að kalla íslenzka herinn burt frá Afganistan. íslenzku hermennimir voru þar undir fölsku flaggi friðargæzlu. Sumir þeirra slösuðust meira að segja við teppakaup í miðbænum í Kabúl. Og ástandið þar versnar. Fyrir tæpum fimm árum þóttust Banda- ríkin hafa unnið sigur á Afganistan, fyrstir í langri röð heimsvelda, sem höfðu reynt það, fyrst Alexander mikli og síðast Bretland og Sovétríkin sálugu. Markmið þessa meinta sigurs var að klófesta Osama bin Laden, sem hefur gert Bandaríkjamönnum lífið leitt. Sigurinn yfir Afganistan er ekki meiri en svo, að Bandarfldn og bandamenn þeirra hafa helzt völd í höfuðborginni Kabúl, þar sem þeir hafa leppinn Hamid Karzai, sem engu ræður í landinu. Annars staðar ráða herstjórar og eiturlyfjasalar, svo og gamlir talíbanar og ýmsir sjálfsmorðssjúidingar. Á valdatíma talíbana fyrir fimm árum hafði tekizt að draga mikið úr eiturlyfja- framleiðslu í Afganistan. Nú blómstrar hún meira en nokkru sinni fyrr. Hálf þjóðar- framleiðslan er eiturlyf og nánast allur út- flutningurinn. 90% af heróíni í Bretlandi kemur frá þessu afskekkta einskismanns- landi. Nú eru Bandaríkjamenn að leggja á flótta án þess að hafa fundið Osama bin Laden. Þeir vilja skilja boltann eftir hjá Atlantshafs- bandalaginu, sem vantar hlutverk í lífinu. Spánn, Frakkland og Þýzkaland vilja þó hvergi koma nærri og Holland er að hætta. Áfram situr Bretland með heróínið í fanginu. Afganistan er land, sem flýtur á eiturlyíjum. Það er ekki eiginlegt riki, heldur flókin flétta af fjölskylduerjum og blóðhefndum, duldum bandalögum og leyni makki. Erlendum herjum hefur aldrei tekizt að ná fótfestuíþessu landi, sem lýtur engum lögmál- um, sem stýra öðrum löndum í heiminum. Geir hefur gefizt upp eins og Bandarfldn hafa gefizt upp. Það er gott og enn betra er, að lítið var tekið eftir framlagi fslands, svo að það mun ekki hafa nein eftirköst að ráði. Island á ekki að láta á sér bera í hroka heimsveldanna og allra sízt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ef Geir tekst að muldra sig út úr stríðinu um sæti í Öryggisráðinu til viðbótar við að losna úr stríðinu við Afganistan, er hann orðinn með beztu utanrfldsráðherrum. Reikningsaðferðir RUV Gulbuddin Hekmatyar Er talibani og herstjóri, dæmigerð ur valdamaður i Afganistan. Á SJÖTUGASTA og sjötta aldursári em starfsmenn Rfldsútvarpsins að komast í eðlilegt rekstrarumhverfi. Samkvæmt viðtali við Rúnar Gunnarsson, yfir- mann innlendrar dagskrárgerðar, í DV í gær stendur nú til að taka upp nýja reikningshætti við rekstur á ijárþung- um liðum eins og áramótaskaupi. í viðtalinu reiknar Rúnar kosmað við ffamleiðslu skaupsins aðkeypta vinnu stjómenda, leikara og stoðþjónustu, auk yfirvinnu fastráðinna. Fyrst og fremst ANNAR kostnaður er ekki reiknaður við framleiðslu þessa klukkutíma dag- skrárliðar: ekki laun töku- manna og annarra í rán- - Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri Reikn- ar kostnað á hefð- bundinn hátt Rikisút- varpsins - bara önnur hverkróna talin. Hjá RÚV vita menn ekki hvort þeir eru gyrtir eða með allt niður um sig. dýrum stúdíóum, ekki leiga af stúdíó- inu sjálfu sem myndi kosta milljónir utan Efstaleitis, ekki leiga af klippisvít- um og þeim sem þar sitja daglangt við vinnu, ekki hljóðsetning, upptökur á tónlist, ekki vinna við frágang á titlum, gerð kynningarefnis. Þeirra vinna telst ekki kostoaður. ALLT ÞETTA starf er ekki til sem stærð í bókum ríkisstofnunar sem vinnur í samkeppmsumhverfi og hefur um langt árabil verið rekin með árvissu tapi. Sem er von. Þar á bæ vita menn ekki hvort þeir em gyrtir eða með allt niður um sig. Enda notar Rúnar þá að- ferð í viðtalinu að skjóta á hvað dag- skrárliðurinn hafi kostað vegna þess að hann veit það ekki. ENNÚ á að breyta þessu. Raunar er furðulegt að ffamkvæmdastjóri Sjón- varps, Bjami Guðmundsson, semkom til starfsins eftir vinnu sem rekstrar- ráðunautur, skuli ekki hafa beitt sér fyrir að þeir í Efstaleitinu tækju upp sama reikning og aðrir í atvinnu- --------------- rekstri þurfa að viðhafa. Nógan tíma hefur hann hafttilþess. RÚNAR segir ekki ástæður til að endursýna skaupið. Hann skýtur sér á bak- við hefð og þá ætíun rfldsstarfsmanna að kostendur þeirra, al- menningur, skuli sitja og standa þegar stofn- uninni finnst. Væri skaupið framleitt úti í bæ fyrir fasta greiðslu féllu samn- ingar leikara undir samninga fram- leiðenda og þá mætti sýna skaupið eins oft og vildi. Gæti verið að stór hluti kostenda skaupsins vildi sjá það á ný- ársdag? Eða seinna? Ef til vill tvisvar? : t . V . >x. • í -*» . - rH •' Y i í l-■ 0*??: Halldór Ásgrímsson er með hærri laun en Jens Stolten- berg, forsætisráðherra Noregs sem eru líka með hærrí laun en Stoltenberg 1. Egill Helgason sjónvarpsmaður Hörkupuð í Silfrinu. *. 2. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Aldraðirog öryrkjar skilja það varla. Eftir sjö- tíu og fimm ára starf er hin gamla einok- unarstofiiun búin að gleyma megin- hlutverki sínu: þjónusto við al- mennihg. pbb@dv.is 'Vt'.yAOv..,. „ k'- ’«•><„, .■>M:<s‘ f v>.l(;>n ',- -í-: 3. Magnús Péturs- son forstjóri Erfitt djobb að segja öllum upp á Landspít- ala. Edda Björg- vinsdóttir leikstýra Reiknarhún eins i heimilis- bókhaldi raun- veruleikans? 4. Árni ÞórVigfús- son athafnamaður Hvaðan komu þessi laun? w-.-i •tí'* i.r- -J rí'i/f, S. Jónas Garðars- son, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur Og er þó ekki afla- kóngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.