Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Fjöldi álfta á
Barðaströnd
Náttúruunnandinn
Tómas Sigurgeirsson á
Reykhólum segir óvenju-
mikið af álftum miðað við
árstíma á hans heimaslóð-
um. Að því er segir á reyk-
holar.is taldi Tómas álftir á
Berufirði og á Langavatni í
gær og fékk út að þar væru
samtals 97 álftir. Segist
hann ekki muna eftir öðr-
um eins álftafjölda á þess-
um árstíma. Tómas taldi
líka endur á Langavatni og
reyndust þær vera um 500,
mest stokkendur, að því er
reykholar.is greina frá.
Fá greitt í
næstu viku
Starfsmenn vamarliðs-
ins, sem eiga inni rútugjald
og ferðatíma frá því í sept-
ember 2004, munu fá það
greitt í næstu viku. Þetta
hefur DV eftir áreiðanleg-
um heimildum. Friðþór Ey-
dal, upplýsingafulltrúi
varnarliðsins, sagði í sam-
tali við DV að greitt yrði á
næstunni en lögfræðingur-
inn Lára V. Júlíusdóttir,
sem fer með mál nokkurra
starfsmanna, sagði að þetta
væri búið að dragast úr hófl
fram þar sem dómur hefði
fallið í lok október.
Vilja Eyþór í
framboð
í dag birtist í Sunn-
lenska fréttablaðinu áskor-
un á annað hundrað íbúa j'
Árborg til Eyþórs Amalds
um að leiða að leiða lista
Sjálfstæðisflokks í bæjar-
stjórnarkosningunum í vor.
í samtali við Sunnlenska í
gær sagði Eyþór að hann
hefði ekki afráðið neitt um
framboð en lofar ákvörðun
fyrr en síðar. Eyþór flutti í
sveitarfélagið fýrir
skemmstu og hefur verið
sterklega orðaður við leið-
togaframboð á Suðurlandi
síðan.
Katrín Aðalsteinsdóttir var rekin frá Dominos í Keflavík en henni hafði verið lofað
aðstoðarverslunarstjórastöðu mánuði fyrr vegna góðrar frammistöðu. Henni var
sagt upp eftir að hún fékk stálplötu í höfuðið í vinnunni. Katrin telur að Dominos
vilji frekar láglaunastefnu en fólk með reynslu. Baldur Baldursson, framkvæmda-
stjóri Dominos, segir það ekki rétt að þeir séu með láglaunastefnu.
var reKin
Katrín Aðalsteinsdóttir var rekin frá Dominos-pítsustaðnum í
Keflavík eftir rúmt ár í starfi rétt fyrir áramót vegna þess að yfir-
menn hennar töldu hana ekki sýna nógu mikinn áhuga að
hennar sögn. Þegar hún innti eftir frekari skýringum á hvað það
þýddi vildi starfsmannastjóri ekki útskýra það frekar. Katrín
hafði nokkru fyrir jól lent í vinnuslysi en níðþung málmplata
datt á höfuð hennar með þeim afleiðingum að hún fékk heila-
hristing og tognaði í baki.
Katrín Aðalsteinsdóttir
Ekkisátt við uppsögn hjá Dominos. I—
„Þau trúðu því ekki að ég hefði
slasast svona mikið," segir Katrín
sem mætti samt í vinnu daginn eftir
þvert á læknisráð en hann hafði ráð-
lagt henni að halda sig heima næstu
daga. Hún segir að eftir það hafi hún
tekið sér tveggja daga fri vegna kvala
sem fylgdu í baki og svo var hún
aftur mætt á Þorláksmessu til vinnu.
Einu sinni sein
„Þeir lofuðu mér aðstoðarversl-
unarstjórastöðu mánuði áður en svo
ráku þeir mig,“ segir Katrin undr-
andi á viðbrögðum Dominos en hún
segir að hún hafi alltaf mætt vel og
verið með hugann við vinnuna, þar
að auki hafi hún ávallt verið reiðu-
búin til þess að taka aukavaktir ef
einhvern vantaði.
„Ég hef einu sirmi verið of sein í
vinnuna og það var kortér," segir
Katrín sár en henni finnst eins og
hún hafi verið svikin illilega.
Láglaunastefna á Dominos?
Katrín segir að hún hafi aldrei
„Ég hefeinu sinni
verið ofsein í vinnuna
og það var korter."
fengið neinar áminningar í starfi
sínu og að reynsla hennar ætti að
vera ómetanleg en greinilega finnist
Dominos það ekki. Hún segir að
henni þyki þessi ákvörðun gríðar-
lega ósanngjörn og bætir við að hún
telji að Dominos vilji frekar halda í
ungt fólk sem hægt er að borga lág
laun en fólk sem hefur öðlast
reynslu.
„Við virðumst bara vera peð í
þessu spili," segir Katrín vonsvikin.
Uppsögn ekki ástæðulaus
„Ég get ekki tjáð mig um mál ein-
staklinga hjá Dominos," segir Bald-
ur Baldursson, framkvæmdastjóri
Dominos, en áréttar að engar
ákvarðanir séu teknar af geðþótta
hjá þeim, allar ákvarðanir eru teknar
að vel íhuguðu máli og enginn sé
rekinn að ástæðulausu.
„Það er bara ekki rétt," segir
Baldur spurður um ásakanir Katrín-
ar um láglaunastefnu Dominos og
bendir á að það vinni 350 manns hjá
fyrirtækinu og það sé Dominos í hag
að hafa starfsmenn sína ánægða,
það sé engin glóra í því að reka lág-
launastefnu í fyrirtækinu.
valur&dv.is
Reynlð nú að sýna dálítinn skilninq
Það er ekki tekið út með sældinni
að vera íslenskur ráðherra. Þetta
skilur Garðar Kjaran betur en aðrir
menn og hefur því af þrautseigju
hækkað launin hjá þessum vesaling-
um svo um munar. Reyndar upp úr
öllu valdi segja sumir við Svarthöfða
en það er bara píp.
Forsætistáðherrann okkar hefur
bara milljón í laun. Og fær ekki út-
borgað nema einu sinni í mánuði.
I Noregi er líka forsætisráðherra.
Fær sá góði maður rúman 800 þús-
und kall fyrir sitt framlag. Það segir
sig kannski sjálft að það er ekki erfitt
að stýra ríki þar sem olían streymir
V-1 Svarthöföi
___________
stanslaust upp úr sjónum og annar
hver maður er ólympíumeistari í
fjórum sinnum tíu kílómetra skíða-
göngu. Slíku fólki þarf ekki að stýra.
Það þarf bara einhvern góðan mann
sem passar upp á að ekki flæði upp
úr ríkiskassanum svo að vandræði
hljótist af.
Og í Svíþjóð er líka forsætisráð-
herra sem venjulegast er svona ein-
hver gúddí Sjövahl og Wahlöö-týpa
með magasár og vonlausan vina-
kreðs. Viðkomandi fær að vísu næst-
um jafnmikið í laun og íslenski
starfsbróðurirm en má þakka fýrir
að vera ekki skotinn eða stunginn tii
bana í kaupbæti á leiðinni á hand-
boltaæfingu.
Hér á Islandi stríðir forsætisráð-
herrann við mörg flókin vandamál
sem bæði þarf að skoða og endur-
skoða áður en botn fæst. Til dæmis
þarf að ákveða hvort það eigi að
stífla eða ekki stífla. Hvort að eigi að
bora göt í gegn um fjöll eða ekki
bora göt í gegn um fjöll. Þá þarf að
flytja ávarp til þjóðarinnar á
gamlárskvöld og sautjánda júní og
velja í þau skikkanleg kvæði eftir
viðurkennda höfunda sem heita
Hafstein og svoleiðis. Þetta er ekki
létt.
Það er því ekki að ófyrirsynju að
forsætisráðherrann okkar er hæst
launaði ráðherra í Norður-Atlants-
hafi. Hann er kletturinn sem allt
steytir á. Stöndum vörð um forystu
þjóðarinnar á alþjóðavettvangi
íslandi allt!
Svarthöfði
Hvernig hefur þú það?
„Nú er ég að undirbúa tónleika lífsins sem verða haldnir í Laugardalshöll á laugar-
daginn,"segir Margrét Vilhjálmsdóttir leikona.„Tónleikunum erætlað að stöðva
virkjanaframkvæmdir stjórnvalda á miðhálendinu. Þarna koma fram helstu stjór-
stjörnur íslenskrar dægurtónlistar eins og Björk, Sigur Rós og múm auk fjölda ann-
arra listamanna sem allir gefa vinnu sína íþágu málstaðarins."