Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 Fréttir DV Tuttugu kærur frá áramótum Samkvæmt RQdslögreglu- stjóra hefur verið tilkyrmt um 19 ofbeldisbrot frá ára- mótum og eina nauðgun eft- ir áramót. 13 brotanna áttu sér stað á höfuðborgarsvæð- inu og sjö annars staðar á landinu. Nær öll brotin áttu sér stað við skemmtanahöld á gamlárskvöld. Eina nauðg- unin sem kærð hefur verið átti sér stað á Broadway en dyraverðir komu þar að manni sem reyndi að koma vilja sínum fram við stúlku sem var nær meðvitundar- laus sökum ölvunar. Endalaus bíla- innflutningur Samkvæmt fréttum KB banka hefur vöruskiptahalli síðasta árs aldrei verið meiri. Hann er þrefaldur á við þau ár sem hallinn mældist mestur - 2000 og 2004. Ástæðuna er að öllu leyti að finna í gífurlegri aukningu innflutnings sem hefur aukist um 33% frá fyrra ári. Vaxandi innflutn- ingur er að mestu á fólks- bflum, en hann hefur auk- ist um 80% frá fyrra ári. Innflutningur fjárfestingar- vara útskýrir um 27% af auknum innflutningi. Já- kvæðu fréttirnar eru að út- flutningur hefur aukist lítil- lega þrátt fyrir hátt gengi krónunnar eða um 4,3%. Aflakóngarnir 2005 eru frá Bolungarvík Sex krókaaflamarksbátar fiskuðu meira en þúsund tonn á síðasta ári. Þá var fjöldi þeirra sem öfluðu meira en fimmhundruð tonn, tuttugu og einn. Tveir aflahæstu bátarnir eru úr Bolungarvík: Aflahæstur var að venju Guðmundur Einarsson ÍS með 1.360 tonn en á eftir honum kom Hrólfur Einarsson með 1.346 tonn. Næstir bræðra- bátunum í Bolungarvík voru Narfi SU, Hópsnes GK, Daðey GK og Kristinn SH. Frá þessu var greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. íslenskir ráðherrar og þingmenn eru launahærri en starfsfélagar þeirra á Norður- löndum. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður segist hafa talið að norrænir þing- menn væru með mun betri laun en þeir íslensku. Einar Már Sigurðarson alþingis- maður segir að betra væri að skara fram úr á öðrum sviðum. Kolbrún Halldórs- dóttir alþingismaður vill höft á hringekjuna sem skapað hafi margfalt launabil. Islenskir alþingismenn undrast launayfirburði íslenskir þingmenn og ráðherrar eru betur launaðir en þing- menn og ráðherrar í Skandinavíu. Þeir vilja taka launakerfi sitt til endurskoðunar. „Það er náttúrlega ánægjulegt að við skulum skara fram úr en það væri þó óskandi að það væri á einhverjum öðrum sviðum en þessum," segir Ein- ar Már Sigurðarson, alþingismaður Samfylkingar, um það að þingmenn og ráðherrar á fslandi eru launahærri en starfsfélagamir í Svíþjóð og Nor- egi. Ástæða til endurskoðunar í DV í gær kom fram að grunnlaun íslenska forsætisráðherrans em hærri en grunnlaun bæði forsætisráðherra Svía og Norðmanna. Mánaðarlaun Halldórs Ágrímssonar em 990 þús- und krónur á meðan Göran Person í Svíþjóð fær 921 þúsund krónur og Jens Stoltenberg 839 þúsund krónur. Ennfremur kom fram að grunnlaun íslenskra þingmanna em 497 þúsund á mánuði, 461 þúsund í Noregi og 381 þúsund í Svíþjóð. Við þetta má bæta að mánaðarlaun danskra þingmanna em nú um 440 þúsund krónur. „Ef þessar tölur em sambærilegar þá finnst mér þetta afskaplega athygl- isvert, sérstaklega gagnvart ráðherra- laununum. Þetta sýnir þá að það er full ástæða til að taka það kerfi sem við búum við til endurskoðunar," segir Einar Már. Taldi norræna þingmenn launahærri Ofangreindar tölur koma Einari Oddi Kristjánssyni, alþingismanni úr Sjálfstæðisflokki í opna skjöldu að því er hann segir: „Þetta kemur mér á óvart miðað við þá norrænu þingmenn sem ég þekki að við séum með svipuð laun og þeir. Ég hélt að þeir væm með mun hærri laun. En ég þekld þetta ekki því ég hef aldrei skoðað þetta sér- staklega enda hef ég aldrei litið á það að bjóða sig fram til Alþingis sem ferð til fjár," segir Einar Oddur, sem ekki telur sig vita sannleikann um það hver laun manna eigi að vera: „Ég hef sagt það eitt að þessar hækkanir Kjaradóms komu á afar óheppilegum tíma." Sumir þingmenn fá minnst „Ég hef alltaf sagt að við eigum að taka okkur Skandínava bemr til fyrirmyndar," segir Kolbrún Halldórs- dóttir, alþingis- maður Vinstri grænna, sem telur þessar tölur athyglisverðar fyrir þær sakir að með þeim sé dregin athyglin að launamuninum innan hóps- ins: „Ég hélt að þeir væru með mun hærrilaun." „Þessir 63 þingmenn hér á fslandi em auðvitað mismunandi launaðir. Ef tekjublað Frjálsrar verslunar er skoðað þá er ég næst tekjulægsti þingmaðurinn. Eg er hvorld þing- flokksformaður né formaður í nefnd heldur er bara dæmi um hinn venju- lega þingmann sem hefur bara þing- mannslaunin," segir Kolbrún. Hringekj- unni hleypt of langt Kolbrún segist Kjaradóm hafa verið reiðarslag á þeim tíma sem hann kom, rétt eftir að náðst hafi að landa kjarasamningum á almennum markaði. Um það sé öll þjóðin sam- mála um. „Þótt það sé kannski ekki alveg sanngjamt að bera þingmenn og ráð- herra saman við launahækkanir á taxtalaunum á hinum almenna markaði þá Jiljótum við að viður- kenna það að það verði að taka á þessum hlutum heildstætt. Það er ekki langt síðan að það komu fram til- lögur á Alþingi um að það væri ástæða til þess að hleypa þessari karúsellu ekld svo langt að launabilið í landinu færi að verða tífalt eða jafn- vel tuttugufalt eins og það er orðið í dag." gar@dv.is Einar Már Sigurð- arson „Efþessar töl- ur eru sambærilegar þá fínnst mér þetta afskaplega athyglis- vert," segir þingmað- ur Samfylkingar. Kolbrún Halldórssdóttir „Ég hef alltafsagt að við eigum að taka okkur Skand- inava betur til fyrirmyndar, ‘ segir þingmaður Vinstri grænna. Einar Oddur Kristjánsson „Ég hefaldrei skoðað þetta sér- staklega enda hefég aldrei litið á það að bjóða sig fram til Al- þmgis sem ferð til fjár/segir þingmaður Sjálfstæðisflokks Jánudr Bjorn Grétar Sigurðs- son Lögreglan hefurí þrígang fundið mikið magn fíkniefna hjá Birni á skömmum tíma. reiðufé á heimili Björns, eiginkonu hans og tveggja barna. Eftir það fór boltinn að rúlla hratt í rannsókn lög- reglunnar og tveir stórir fíkniefna- fundir fylgdu í kjölfarið. Ekki hefur komið upp jafn stórt fíkniefnamál í Eyjum síðan um fimm kfló af hassi fundust í togaran- um Breka fyrir nokkrum árum. Það sem aðskilur þó þessi tvö mál er sú stað reynd að áætlað var að flytja kílóin fimm í Breka til höfuðborg- arsvæðisins og selja þar, en efnin sem fundist hafa nú hjá Birni Grétari hafa að öllum lfldndum ver- ið ætluð til dreifing- ar og sölu í Vest- mannaeyjum andri@dv.is Sigurganga lögreglunnar í Vestmannaeyjum heldur áfram Enn finnst hass hjá Birni Grétari 130 grömm af hassi fundust í húsi tengdu Birni Grétari Sigurðs- syni í húsleit lögreglunnar í Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld. Alls hefur lögreglan í Eyjum nú fundið 1.230 grömm af hassi, tuttugu grömm af amfetamíni og eina milljón króna í reiðufé, á heimili og í tveimur húsum tengdum Birni Grétari, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Eyjum vegna málsins síðan á gamlársdag. Að sögn lögreglunnar heldur rannsókn málsins áfram. Hún bein- ist að því að kortleggja sölu og dreif- ingu eiturlyfja í Vestmannaeyjum. Esms Einnig er til rannsóknar hvort efnin sem fundist hafa hafi verið flutt er- lendis frá til Eyja af Birni sjálfum eða hvort þau sé komin frá dreifingarað- ilum hér á landi - og þá helst í Reykjkavík. Mál Bjöms Grétars hefur vakið mikla athygli enda óvenjumikið magn efna á ferðinni, miðað við fyr- irfram áætlaða stærð fflcnefnamark- aðarins í Vestmannaeyjum. Lög- reglan þar hafði verið með það til rannsóknar um nokkurt skeið áður en látið var til skarar skríða rétt fyrir áramót. Þá fundust um hundrað grömm af hassi og ein milljón í Paö liggur á að kyssa konuna áður en ég held til friðargæslustarfa I Sri Lanka," segir Mar- vin Ingólfsson starfsmaður Landhelgisgæslunnar. „Þetta er spennandi verkefni sem ég mun takast á við og væntanlega gríðarlega þroskandi fyrir litla sálartetrið. Ég hlakka því mikið til en ég held út á næstu dögum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.