Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Blaðsíða 19
DV Sport FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 19 Moyefékk Íriggja leikja ann Körfuknattleiks- maðurinn banda- ríski AJ Moye í liði Keflavíkur var í fyrradag dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Njarðvík ákvað að leggja fram kæru eftir að Moye veitti Jeb Ivey, leikmanni Úðsins, þungt og mikið olnbogaskot í leik liðanna. Bannið tekur gildi á morgun og getur því Moye leikið með Keflavík gegn ÍR í kvöld. Harm missir af leikj- um gegn Hetti, Hamar/Sel- fossi og Skailagrími. Essien fer ekki til Eg- yptalands Michael Essien, mið vallarleikmað - urinn frá Gana sem leikur með Chelsea, mun að öllum líkindum ekki fara til Eg- yptalands til að keppa á Afríku- mótinu sem hefst í mánuð- inum. Essien hlaut meiðsli í leik gegn West Ham fyrr í vikunni og verður frá í þó nokkrar vikur. Jose Mour- inho segir að það komi hvorki Essien né landsliði Gana til gagns að leikmað- urinn fari til Egyptalands og hann sé betur settur hjá læknum Chelsea-liðsins. AF ÞESSU y 19.15 Heil umferð í O Iceland Express deild * karla: Skallagrím- ur-Njarðvík, Ham- ar/Selfoss-Snæfell, Haukar-Grindavík, Þór-Höttur, Kefla- 20.00 Þáttur um banda- rísku mótaröðina í golfi á Sýn. 20.00 Að leikslokum með sparkspekingum Enska boltans. ssn k 21.00 NFL-tilþrif á Sýn. Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hafa báðir gefist upp í eltingaleiknum við Chelsea. Það þykir bera merkilegan vitnisburð um ástand deildarinnar að þeir tveir menn sem samanlagt unnu síðustu níu meistaratitla ensku úrvalsdeildarinn- ar áður en Chelsea vann deildina í fyrra gefast upp svo snemma. Víð gefumst upp! Bæði Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa gefið upp alla von um að gera atlögu að Englandsmeisturum Chelsea á tíma- bilinu. Lið þeirra, Manchester United og Arsenal, gerðu marka- laust jafntefli í fyrrakvöld og er forysta Chelsea nú komin í þrett- án stig að loknum 21 leik. Liverpool er sautján stigum á eft- ir Chelsea en á tvo leiki til góða. Jafn- teflið gegn Bolton 24 stigum á eftir Chel- sea Arsene Wengerer ekki einu sinni að hugsa um að ná Chelsea. voru ákveðin vonbrigði fyrir Liver- pool þrátt fyrir mikla stigasöfnun í síðustu leikjum og gott gengi. Ætli liðið sér að eiga einhvern séns í Chelsea má ekkert út af bregða. Jose Mourinho og hans menn hafa nú efni á að missa stöku leik í jafntefli og jafnvel tap án þess að einhver al- varlegur skaði hljótist af. Þeir eru fáir sem trúa því að Chelsea verji ekki Englands- meistaratitilinn í ár og þetta vita Ferguson og Wenger sem eru einmitt þeir knatt- spyrnustjórar sem nánast einokuðu ensku deildina með sín- um liðum áður en Roman Abra- movich kom til skjalanna. Leikmenn- irnir rólegir Þetta vita leikmenn Manchester United og Arsenal sömuleið- ís en þrátt fyrir að leiknum í fyrrakvöld hafi lyktað með markalausu jafntefli var hann merki- lega opinn og skemmti- legur. „Leikmennirnir voru ekki jafn stressaðir og oft áður í leikjum þessara liða því við erum ekki á eftir titlin- kemur „Sá stöðugleiki sem Chelsea sýnir er eitt- hvað sem við eigum ekkert i" um - við getum ekki veitt .Chelsea neina samkeppni um hann,“ sagði Arsene Wenger en Arsenal er í fimmta sæti deildarinar, heilum 24 stigum á eftir Chelsea. „Sá stöðugleiki sem Chelsea sýn- ir er eitthvað sem við eigum ekkert í,“ sagði Ferguson og hitti naglann á höfuðið. Skúta Romans Abramovich sighr heldur lygnan sjó þó svo að stöku bára skelli á _ hliðinni. því ljósi ekki óvart þessir tveir knattspyrnustjórar gefi titilinn eftir svo snemma á tíma- bilinu. Chelsea er í sérklassa og í tilfelh Wengers er hann alger lega hættur að reyna að elta forystusauðina. Þroskaðir leik- menn í Chelsea „Úrslitin í kvöld voru jákvæð fyrir okk- ur,“ sagði hann og var hinn rólegasti en leikurinn fór fram á Highbury, heima- velli Arsenal. „Ef við skoðum Chelsea sjáum við að þeir eru með þroskaða leikmenn sem eru allir 25-30 ára gamlir. Þeir eru mjög öflugir og fullir sjálf- trausts. Við erum með ungt lið og það er okkur mikil- 13 stigum á eftir Chelsea Ferguson stefnir á að halda sem mestri nálægð við Chelsea efeitthvað skyldi klikka. vægt að tapa ekki stóru leikjunum." Ferguson tók í svipaðan streng og sagði ástæðuna einnig vera að hann væri með ungt lið. „Við vonumst til að komast í sama flokk og Chelsea er í nú. Við erum með ungt lið sem á aðeins eftir að batna. Það sjá allir hvað mun eiga sér stað hjá okkur næstu tvö til þrjú árin en við verðum að halda okkar striki. Við viljum vera eins nálægt Chelsea og mögulegt er ef svo vill til að liðið hrynji saman. Það er aldrei að vita hvað gerist." eirikurst@dv.is FRJALS IBUÐALAiSI Frjáls íbúðalán eru verötryggö tasteignalán með föstum 4.35% vöxtum sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti Þú hagar öðrum bankaviðskiptum eins og þérsýnist og kaupir nýtt húsnæði eða endurskipufeggur fjár- haginn. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í síma 540 5000 eða sendu okkur póst á frj3lsi@trjaisi.is. ENGIN SKILYRÐI DÆMI UM MANADARLEGA GREIÐSLUBVRÐI AF 1.000 000 kr. KAUPAEÐA ENDURBÓTA Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár 4,35% vextir 18.575 kr. 5.474 kr. 4.400 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.