Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006
Sport DV
Bumban með
erlendan
leikmann
Bumban, eða B-
lið KR, mun tefla
fram erlendum leik-
manni gegn
Grindavík í 16 liða úrslitum
bikarkeppni KKÍ og Lýsingar
en þetta kemur fram á
heimasíðu KR. Leikmaður-
inn heitir Melvin Scott og
varð háskólameistari með
North Carolina síðastliðið
vor. Leikurinn fer fram
klukkanl6 í DHL-höllinni á
laugardaginn. Melvin Scott
er bakvörður frá Baltímore
og lék með North Carolina
síðustu þrjú tímabil og varð
háskólameistari með liðinu
síðastliðið vor. f vetur hefur
hann leikið með Arissa í
Grikklandi og í þýsku úrvals-
deildinni en er nú með laus-
an samning.
Bekkurinn
svignaraf
reynslu
Þá er einnig
komið í ljós
hvemig þjálf-
arateymið verður
skipað hjá
Bumbunni og er
óhætt að segja að þar sé val-
inn maður í hveiju rúmi. Að-
alþjálfari er sem fyrr Hörður
Gauti Gunnarsson en hon-
um til aðstoðar verða þrír
fýrrverandi þjálfarar KR sem
eiga það allir sameiginlegt
að hafa unnið íslandsmeist-
aratítil með félaginu, þeir
Einar Bollason, Ingi Þór
Steinþórsson og dr. Lazlo
Nemeth. Spuming hvort að
bekkurinn svigni ekki undan
þessari gríðarlegu reynslu en
KR-liðið sló einmitt 1. deild-
arlið Stjömunnar út úr 32
liða úrslitunum.
Búinn að hitta
47 sinnum
Frank Lampard hefur
skorað 20 mörk fyrir Chelsea
á tímabilinu þrátt
fyrir að leika á
miðjunni. Það er
kannski ekki að
ástæðulausu að
kappinn er búinn
að skora svona
mörg mörk því hann hefur
náð 47 skotum á markið í
leikjum Chelsea en allt liðið
til samans hefur náð 173
skotum á markið. Joe Cole,
Heman Crespo og Didier
Drogba koma næstír með 19
skot á mark en okkar maður
Eiður Smári Guðjohnsen
hefur 9 sinnum hitt markið
og einu sinni hefur boltinn
farið alla leið.
iason Pryor
kominn
í Hauka
Haukar hafa
ráðið til sín
bandaríska bak-
vörðinn Jason
Pryor í Iceland
Express deild
karla en liðið er í botnsætí
deildarinnar með aðeins 1
sigur í 11 leikjum. Pryor hef-
ur tvisvar áður komið til
landsins, skoraði 32,8 stíg og
setti niður 34 þrista í 11 leikj-
um með Val í úrvalsdeild eft-
ir áramót 2002-2003 og þá
var hann með 35,1 stíg, 8,9
fráköst og 4,6 stoðsendingar
með Valsmönnum í 1. deild-
inni í fyrravetur. Ágúst Björg-
vinsson, nýráðinn þjálfari
Haukaliðsins, var þjálfari
Pryors hjá Val þegar hann
kom í fyíra skiptíð.
Enn plaga veikindi og meiðsli vinstri vængmenn íslenska landsliðsins í handbolta
en í gær bárust þær fregnir að Baldvin Þorsteinsson Valsmaður gæti ekki farið
með til Sviss vegna veikinda. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari tók þann kostinn
að velja fyrrverandi félaga Baldvins hjá Val og KA, Heimi Örn Árnason, í hans stað.
Fyrrverandi félagar Þeir
Heimir Orn Arnason og Bald■
vin Þorsteinsson spiluðu sam
an i Valsliðinu i fyrravetur.
'íiýfev ■
I .■'4 ■ :
Heimir örn Árnason var í gær valinn í íslenska landsliðið sem
tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í Sviss sem hefst í mánuðin-
um. Hann var valinn í stað Baldvins Þorsteinssonar sem þurfti
að draga sig úr landsliðinu vegna veikinda.
Baldvin er með einkirningssótt,
svokallaða kyssuveiki, og fékk að
vita í gær að hann megi ekki reyna á
sig á næsturini. „Þetta kom bara f
ljós í dag (gær),“ sagði Baldvin í
samtali við DV Sport. „Ég er búinn
að vera veikur allan desember og
fannst undarlegt að ég náði aldrei að
jafna mig á veikindunum. En ég var í
prófum og hafði ekki mikinn tíma til
að spá í slíkum hlutum. Ég spilaði
meira að segja tvo leiki með Val og
var í raun veikur í þeim.
Þegar þetta lagaðist ekki grunaði
mig að ég væri kominn með hettu-
sótt og fór í blóðprufú. Ekkert kom
út úr því og það var ekki fyrr en eftir
aðra blóðprufu að það kom í Ijós að
ég væri með einkirningssótt. Lækn-
irinn hélt samt að hún væri á niður-
leið en mér svo sló niður strax aft-
ur."
f gær fékk hann svo að vita frá
lækni sínum að hann verði að taka
þvf rólega næstu vikurnar.
„Þetta ergríðarlega
mikið áfaUfyrir mig
sem handboltamann."
Gríðarlegt áfall
„Mér líður þokkalega en um leið
og maður tekur eitthvað á því er
greinilegt að maður er algerlega
kraftlaus og endist stutt. Og það
versta við þetta er að það er ómögu-
legt að spá fyrir um hversu lengi
maður þarf að hvfla sig - einn mán-
uð, þijá eða jafnvel lengur. Þetta er
mjög pirrandi ástand."
Vonbrigðin leyndu sér ekki í máli
Baldvins enda búinn að vinna lengi að
því takmarki að komast í íslenska
landsliðið. „Þetta er gríðarlega mikið
áfall fyrir mig sem handboltamann.
Þetta var það sem ég lagði upp með
fyrir tímabilið - að vinna mér inn
landsliðssæti. En það þýðir ekkert að
gefast upp og maður verður að nýta
þennan tíma til annarra hluta. Ég sé til
dæmis fyrir mér að ég getí teygt mikið
og tekið öxlina almennilega í gegn.
Það mun svo taka tíma að koma mér
aftur í gott stand. Og eins og ég sagði
er það versta við þetta að ég veit ekki
hvenær ég fæ tækifæri til þess."
Baldvin sagði að Viggó hefði tekið
tíðindunum með ró og spekt og sýndi
hann honum samúð vegna þessa.
„Hann vonaðist til að ég yrði orðinn
klár fyrir næsta verkefrtí og ég ætla
mér að komast aftur í landsliðið."
Heimir Örn ánægður
Heimir örn Árnason sagðist í
samtali við DV Sport vera ánægður
með landsliðssætið sitt en tók fram
að vitanlega væru forsendumar fyrir
því leiðinlegar. Hann og Baldvin
vom samheijar bæði hjá KA og Val
og þekkjast því vel. Heimir öm gekk
til liðs við Fylki fyrir tímabilið en lið-
ið hefur staðið sig framar björtustu
vonum með Heimi sem besta mann.
„Þetta er punkturinn yfir i-ið eftir
gott gengi hjá Fylki í deild og bikar."
Heimir Örn á að baki átta lands-
leiki og skoraði hann í þeim fjögur
mörk. Hann var í liðinu sem mættí
Noregi hér á landi í nóvember síð-
astliðnum en hans fyrsti leikur var
gegn Túnis á æfingamóti í Belgíu. Þá
var Viggó orðinn þjálfari landsliðs-
Mikil vonbrigði Baldvin Þorsteinsson hefur
spilaö vel meö Valsmönnum I DHL-deildinni I
vetur og hefur skoraö 95 mörk 114 leikjum
eöa 6,8 aö meöaltali I leik.
Fyrsti Fylkismaðurinn Heimir örn Árna-
son er fyrsti Fylkismaöurinn sem kemst með
Islenska landsliöinu á stórmót I handbolta.
ins. Hann hins vegar neitaði að tjá
sig við DV Sport í gær.
eirikurst@dv.is
Einstök kosning Eiðs Smára Guðjohnsen sem íþróttamanns ársins 2005
Allir íþróttafráttamennirnir 23 settu Eið Smára í fyrsta sætið
Eiður Smári Guðjohnsen fékk
sögulega kosningu í fyn-akvöld þegar
hann var valinn íþróttamaður ársins
með fullu húsi stiga. Eiður Smári var
bæði fyrsti knattspyrnumaðurinn í
sögunni til þess að verða íþrótta-
maður ársins tvö ár í röð og enginn
annar íþróttamaður hefur fengið
fullt hús í kjörinu síðan hver og einn
meðlimur Samtaka íþróttafrétta-
manna fór að skila sínu eigin at-
kvæði. Þegar Amór Guðjohnsen,
faðir Eiðs Smára, var kosinn fyrir 18
árum voru stig íþróttamanna ekki
gefin upp, í fyrsta og eina skiptið, og
því mun það aldrei koma í ljós hvort
Amór hafi einnig fengið fullt hús í
þeirri kosningu.
Fyrstu þrjá áratugina í kjöri
samtakanna skilaði hver og einn fjöl-
miðill inn einum atkvæðaseðli og þá
náðu átta íþróttamenn að hljóta fullt
hús. Feðgamir Vilhjálmur Einarsson
og Einar Vilhjálmsson hafa báðir
tvisvar sinnum verið kosnir íþrótta-
menn ársins með fullu húsi stiga en
handboltakonan Sigríður Sigurðar-
dóttir var fyrir kosningu Eiðs eini
hópíþróttamaðurinn sem hafði unn-
ið styttuna með fullu húsi stíga.
Það er gaman að skoða það að
Eiður Smári hefur hækkað sig bæði
stigalega og sætalega í kjörinu und-
anfarin sex ár en hann komst fyrst á
lista yfir tíu efstu fyrir árið 2000. Eið-
ur Smári fékk þá 71 stíg í 6. sæti, árið
eftir komst hann á topp fimm og síð-
ustu þrjú árin hefur hann verið með-
al þriggja efstu í kjörinu.
Eiður Smári í kjöri íþróttamanns
ársins:
1999 10 stig 20. sæti
2000 71 stíg 6. sætí
2001 113 stig 5. sæti
2002 151 stíg 4. sætí
2003 274 stíg 2. sætí
2004 329 stíg 1. sæti
2005 460 stíg 1. sætí
Fullt hús í kjöri á íþróttamanni ársins:
# 1956 Vilhjálmur Einarsson, frjáls-
ar, 110 af 110 mögulegum
# 1960 Vilhjálmur Einarsson, frjáls-
ar, 88 af 88 mögulegum
# 1964 Sigríður Sigurðardóttir,
handbolti, 66 af 66 mögulegum
0 1967 Guðmundur Hermannsson,
frjálsar, 77 af 77 mögulegum
# 1970 Erlendur Valdimarsson,
frjálsar, 77 af 77 mögulegum
# 1978 Hreinn Halldórsson, frjáls-
ar, 70 af 70 mögulegum
0 1983 EinarVilhjálmsson, frjálsar,
60 af 60 mögulegum
# 1985 EinarVilhjálmsson, frjálsar,
70 af 70 mögulegum
# 2005 Eiður Smári Guðjohnsen,
knattspyrna, 460 af 460 mögulegum.