Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Qupperneq 40
V* / í t Cl^Jj C 0 £ Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
|jriafnleyndar er gætt. JjSj 0 ZJ [J (J
SKAFTAHLÍÐ 24,10S REYKJAVlK [ STOFNAÐ 1910] SÍMISSO 5000 5 690710 l"1T1T7
Eiöur fagnar
Ragga tók lagiö
Eiður Smári
var heldur betur
flottur á því þegar
hann fagnaði
öðru sinni kjöri
sínu sem íþrótta-
maður ársins. Var
þetta í 50. skipti
sem kjörið fór
fram og er hans
nafn það síðasta sem letrað verður á
glæsilegan verðlaunagripinn sem að
ári verður geymdur á Þjóðminja-
sahiinu.
Víst er að íþróttafréttamenn hafa
ekki séð eftir því að hafa kosið þessa
höfðinglegu hetju því Eiður Smári
gerði sér lítið fyrir og bauð öllum
íþróttafréttamönnunum til dýrlegs
fagnaðar á Skólabrú. Þar var vel
veitt, vín og matur eins og hver gat í
sig látið, og stóð gleðin fram á rauða
nótt. íþróttafréttamenn, með Adolf
Inga Erlingsson í broddi fyUcingar,
voru þó ekki einu boðsgestimir sem
nutu veglyndis Eiðs Smára, sem fyrr
um kvöldið hafði gefið verðlaunaféð,
hálfa mUljón, tU Einstakra bama.
Reyndar var öUum þeim sem við-
staddir vom afhendinguna á Grand
Hóteli boðið -
fjölskylda knatt-
spymuhetjunnar
að sjálfsögðu og
var tíl þess tekið
hversu glæsileg
kona Eiðs Smára,
Ragnhildur
Sveinsdóttir, var
en hún ber nú
þeirra þriðja bam undir belti.
Meðal annarra sem vom staddir
á Skólabrú var menntamálaráðherra
þjóðarinnar, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, en án síns ektamaka
Kristjáns Arasonar sem tflnefndur
var 10 sinnum á 11 ámm án þess að
hreppa titilinn. Jón Karl Ólafsson,
forstjóri Icelandair, var þar einnig
staddur en fyrir-
tæki hans er einn
helsti styrktaraðfli
kjörsins. Söng-
konan Ragnhfldur
Gísladóttir og
sambýlismaður
hennar Birkir
Kristinsson vom
þama einnig
stödd. Ragnhfldur
tók lagið ásamt Ólafi'u Hrönn Jóns-
dóttur við mikinn fögnuð gesta.
Strákamir: Sveppi, Auddi og Pétur
Jóhann létu sig að
sjálfsögðu ekki
vanta. Pémr Jó-
hann fór á kost-
um í uppistandi.
Aflir vom í sérlega
góðum gír, eink-
um þó sá sem
hélt um aUa
tauma: Eggert
Skúlason, fjölmiðlafulltrúi Eiðs
Smára, var eins konar veislustjóri og
lék á als oddi.
Var það
búksláttur?
• Hannes Smárason,
stærsti hluthafi og núver-
andi forstjóri FL Group,
var maðurinn sem gerði
ráðningarsamning þann
sem færði Ragnhfldi Geirs-
dóttur 130 milljónir í
starfslokasamning
snemma á síðasta ári. Þá
var Hannes stjórnarfor-
maður í FL Group en
hann tók síðan við af
Ragnhildi. Gráglettni ör-
laganna að það skyldi
kosta stærsta hluthafa fé-
lagsins svona mikið að
setjast í forstjórastólinn...
• Það vakti athygli nokk-
urra kvenna sem horfðu á
áramótaskaupið í leik-
stjórn Eddu Björgvinsdótt-
ur að þær höfðu séð atrið-
ið með Björgvin Frans,
syni Eddu, þar sem hann
hermir eftir þekktu tón-
listarfólki, áður. Björgvin
hefur verið vinsæíl á
kvennakvöldum undan-
farið og þar hefur hann
hermt eftir Birgittu og
fleimm. Þótti mörgum
það skrýtið að gamalt at-
riði skyldi vera dregið á
flot í skaupinu og það
sem verra var að það
hafði ekkert með árið
2005 að gera. Svona getur
nú verið gott að þekkja þá
sem stjórna...
PGV ehf. i Bæjarhrauni 6 i 220 Hafnafjörður i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is