Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 6
6 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006
Fréttir 3>V
Vildu ekki
seljajörð
Meirihluti bæjarstjórnar
Fljótsdalshéraðs felldi á
fundi á miðvikudag tillögu
minnihlutans um að sveit-
arfélagið myndi selja jörð-
ina Gröf í Eiðaþinghá.
„Vandséð er hvaða hag
sveitarfélagið hefur af því
að eiga jörðina og ætti því
að vera ærin ástæða til
sölu, ekki síst nú þegar
sveitarfélagið stendur
frammi fyrir miklum fjár-
festingum," sagði í tillög-
unni sem meirihlutinn
felldi en samþykkti um leið
að fresta ákvörðun um ráð-
stöfun jarðarinnar.
Grúnenfelder
í hótelrekstri
Einstaklingur að nafni
Renato Griinenfelder hyggst
taka að sér rekstur á gisti-
stað úr Fosshótelkeðjunni á
Húsavík. Bæjarráðið á
Húsavík hefúr fyrir sitt leyti
veitt jákvæða umsögn þegar
sýslumaðurinn óskaði efdr
áiiti þess á veitingu leyfis til
handa Grúnenfelder til að
reka hótelið sem stendur
við Ketiisbraut. Eins og
kunnugt er hefur verið um-
talsverð aukning í fjölda
ferðamanna á Húsavík í
tengslum við hvalaskoðun-
arferðir og fleira.
Nana réttur
sigurvegari?
Búi Bentsen
útvarpsmaður.
„Þetta lá borðliggjandi fyrir,
hún var bara langbest. Hún
valdi líka ágætislag og var
bara með góðan karakter með
þvi. Mér fannst þessar rólegu
ballöðursem hinir voru að
taka bara leiðinlegar. Hún
hafði eitthvað sem hinir höfðu
bara ekki."
Hann segir / Hún segir
„Ég horfði nú ekki á allt Idolið
en ég var bara rosalega
ánægð með stelpuna sem
komst áfram.Mér fannst hún
sæt og hún söng líka mjög vel.
Hún hafði eiginlega bara allt
meö sér fannst mér."
Sigrún Bender
feguröardrottning.
Glöggir gestir barnaleíkritsins Kalli á þakinu í gær köinu auga á að aðalstjarna
sýningarinnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi, gekk ekki heill til skógar.
Nokkrum klukkutímum áður en hann gekk á svið var ráðist á hann fyrir utan
Hverfisbarinn i miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann hafði verið að skemmta sér - fyr-
ir að vera, að sögn árásarmannsins Davíðs Smára Helenarsonar, með stjörnustæla.
Hverfisbarinn Dyraverðir
staðarins voru búnir aö loka
þegar árásin var gerð en
komu auga á að Sveppi veeri í
vanda staddur og komu hon-
um tilbjargar.
ISTRO
„Mér þykir þetta mjög leitt en hann var með þvílíka stjörnustæla
við mig. Þegar hann fór að móðga fjölskyldu mína og kærustu
var mér nóg boðið,“ segir Davíð Smári Helenarson sem kýldi
skemmtikraftinn Sverri Þór Sverrisson, eða Sveppa, í miðbæ
Reykjavíkur snemma á sunnudagsmorgun. Eftir árásina, sem
átti sér stað á Vatnsstíg, leitaði Sverrir ásjár dyravarða á Hverfis-
barnum sem hleyptu honum inn og hjálpuðu honum að þurrka
blóð úr andliti sínu.
Sverrir Þór Sverrisson hafði fyrr
um kvöldið verið að skemmta sér á
Hverfisbarnum ásamt nokkrum
vinum sínum, meðal annars Auð-
unni Blöndal, félaga Sveppa úr
sjónvarpsþáttunum Strákarnir.
Sveppi blóðugur
Sverrir yfirgaf Hverfisbarinn
skömmu eftir klukkan sex um
morguninn þegar staðnum var
lokað og stóð þar fyrir utan ásamt
nokkrum öðrum, þar á meðal Dav-
íð Smára Helenarsyni. Davíð Smári
er stjarna áskorandahorns heim-
síðunnar Tveir.is sem þeir félagar
Hallgrímur Andri Ingvarsson og
Ingvar Þór Gylfson sjá um. Davíð
Smári og Sverrir byrjuðu að rífast
fyrir utan Hverfisbarinn og ekki
leið á löngu þar til Sverrir lá blóð-
ugur í valnum eftir hnefahögg frá
ingvar Þór og Hallli Maðurinn sem réðst
á Sveppa er stjarna áskorandahorns sem
strákarnir halda úti á heimasiðu sinni
Tveir.is
„Ég vil ekki tala um
þetta."
Davíð Smára, sem á árum áður var
annálaður slagsmálahundur og
hefur margoft verið kærður fyrir
líkamsárásir.
Þrátt fyrir atburði helgarinnar
segist Davíð hins vegar búinn að
snúa baki við öfbeldinu, líkt og fé-
lagar hans Hallgrímur og Ingvar
Þór. Þeir þrír voru allir orðaðir við
Hverfisbarsárásirnar sem gerðu
Fazmo-klíkuna alræmda síðasta
sumar. Davíð segist sjá eftir
árásinni en hann hafi einfaldlega
misst þolinmæðina þegar Sverrir
fór, að hans sögn, að úthúða fjöl-
skyldu hans og kærustu.
Fékk stærðarinnar gióðar-
auga
„Við hleyptum Sverri hingað inn
og leyfðum honum að þrífa sig,“
segir Henning Þór Hauksson, yfir-
dyravörður á Hverfisbarnum, um
málið, en starfsmenn hans aðstoð-
uðu Sverri eftir árásina. Hann mun
hafa borið sig vel eftir atvikið en
nokkuð blæddi úr andliti hans, auk
þess sem stærðarinnar glóðarauga
var farið að gera vart við sig. Dyra-
verðirinir voru búnir að loka staðn-
um þegar árásin var gerð en komu
auga á að Sveppi væri í vanda
staddur og komu honum til bjarg-
ar.
Sýningunni breytt vegna
áverkanna
Glóðaraugað hafði síður en svo
minnkað þegar Sverrir vaknaði í gær-
dag. Klukkan tvö lék hann í bamaleik-
ritinu Kalli á þakinu og þurfti starfs-
fólk förðunardeildar Borgarleikhús-
ins að hafa sig allt við til að hylja um-
merki árásarinnar fyrir bamungum
leikhúsgestunum. Glöggir gestir
komu þó auga á að ekki var allt með
felldu. Þar að auld var einu atriði sýn-
ingarinnar, þar sem Sverrir fer hvað
næst áhorfendum, breytt vegna at-
burða næturinnar.
Sveppi segir ekkert
DV hitti Sverri Þór Sverrisson
baksviðs í Borgarleikhúsinu í gær
eftir að hann hafði hlotið
dúndrandi lófatak að laun-
um frá aðdáendum
sínum. Hann bar /
sig vel þrátt fyrir / ^
að hafa leikið /
aðalhlutverkið í Jk
fjörmikilli
barnasýningu
minna en tíu
klukkutímum
eftir að hafa
orðið fyrir l£k-
amsárás í I Davíð Smári Helenar
miðbæ J son Sér eftir að hafa
Reykj avflc- . | lamið Sveppa en segir
UT, en sagð- I j ^ann hafa verið með
ist engu að J stjörnustæla.
síður ekki
viljaræðaum
málið. „Ég vil
ekki tala um
þetta," sagði
Sveppi, þurrkaði
svitann úr andliti sínu
og gekk inn í búnings-
herbergi sitt.
andri@tdv.is
.
Sverýr„Þór Sverrisson Sveppi fár á kostum
sem Kalli a þakinu i gærþrátt fyrir að bera
áverka eftir árásina sem átti sér stað nokkrum
klukkutimum áður.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra tekur sér frí frá störfum
Eiginkonan rúmföst í mánuð á fljótandi fæði
Ámi Magnússon félagsmálaráð-
herra mun verða í leyfi frá störfum
næstu vikur. Ástæðan er sú að eigin-
kona hans, Edda Björg Hákonar-
dóttir, glímir við erfið veikindi og
mun því Árni þurfa að hugsa um
bömin þeirra tvö og heimilið auk
þess sem hann þarf að
annast eiginkonuna.
Edda Björg hóf
nám við Viðskipta
háskólann á Bif-
röst í haust.
Samkvæmt
heimildum
DV lagði
hún mjög
hart að sér í
náminu, svo
hart að ristil
veiki tók sig
upp hjá henni
Til að reyna
Heimavinnandi ÁrniMagn-
ússon hefur tekið sér leyfi frá
störfum tilaðsjá um heimilið I'
íveikindum eiginkonu sinnar. |
að ná sér góðri hafa
læknar ráðlagt henni
að liggja fyrir í þrjár
til fjórar vikur. Á
þeim tíma má hún
ekkert leggja á sig og
má eingöngu neyta
fljótandi fæðis.
Veikindin hafa
ekki eingöngu
sett strik í
reikninginn
hvað varðar
■ nám Eddu
■ Bjargar heldur
V einnig í fyrir-
■ hugaða búferla-
■ flutninga íjöl-
■ skyldunnar. Síð-
W ustu misseri hafa
1 þau búið í Hvera-
gerði. Þar var Ámi
einmitt bæjarfulltrúi
áður en hann tók sæti á þingi. Fjöl-
skyldan hafði áætlað að selja húsið
sitt I Hveragerði og flytja í Bryggju-
hverfið í Reykjavík. Því hefur hins
vegar verið slegið á frest um óákveð-
inn tíma, að minnsta kosti þar til
Edda Björg hefur náð sér góðri. Börn
reirra tvö hafa á nýjan leik hafið
nám í sínum gamla skóla í Hvera-
gerði.
í fjarveru Arna frá Alþingi mun
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra gegna embætti félagsmálaráð-
herra og mun Sæunn Stefánsdóttir
varaþingmaður taka sæti Áma á
þingi.
Áfram í Hveragerði Vegna
veikinda Eddu Bjargar hefur
fjölskyldan slegið þvíá frest að
flytja frá Hveragerði.