Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Page 21
DV Sport
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 21
Shearerjafn-
aði markamet
Milburn
Alan Shearer framheiji
Newcastle jafnaði á laugar-
daginn marka-
met Jackie Mil-
burn hjá liðinu
þegar hann
skoraði sigur-
markið gegn
Mansfield í
enska bikarn-
um. Shearer
hefur nú skor-
að 200 mörk fyrir Newcastle
líkt og Milburn gerði á sínum
tíma. Hann sagði: „Það myndi
ekki pirra mig neitt þó að ég
myndi ekki skora aftur þvf
bara það að sjá nafn mitt við
hliðina á hinum frábæra
Jackie Milburn er milcill heið-
ur fyrir mig."
Sagnol fer ekki
frá Bayern
Varnarmaðurinn Willy
Sagnlo mun gera nýjan samn-
ing við Bayern
Munchen til
ársins 2010 á
næstunni en
frá þessu
greindi liðið í
gær. Þessi 28
ára Frakki virt-
ist vera á förum
til Juventus
næsta sumar en ekkert verður
af því. Þá vonast menn hjá
Bayern að miðjumaðurinn
magnaði Michael BaJlack
verði áfram hjá liðinu en
samningur hans rennur út
næsta sumar.
Juventus
áfram á sigur-
göngu
Topplið Juventus í ítalska
boltanum virðist ekld vera að
missa flugið en
liðið sigraði
Palermo 2-1 á
laugardaginn
þar sem Adrian
Mutu skoraði
bæði mörk
liðsins eftir að
Palermo hafði
komist nokkuð
óvænt yiir. Juventus er nú
með 49 stig í toppsætinu í
deildinni en Inter, sem var í
öðru sætí fyrir leiki helgarinn-
ar, gerði markalaust jafntefli á
útivelli við Sienna í gær.
Celtic tapaði
fyrir Clyde í
fyrsta leik
Keane
Roy Keane fyrrum fyrirliði
Manchester United vill eflaust
gleyma fyrsta leik sínum fyrir
Glasgow Celtic
sem fyrst en
liðið tapaði 2-1
gegn Clyde í
skoska bikarn-
um þar sem
hann átti sjálf-
ur rólegan dag.
Clyde sem er í
tjórða sætinu í
næstefstu deildinni í
Skotlandi réði gangi mála til
að byrja með og auk þess að
skora tvö mörk í fyrri hálfleik
voru tvö mörk dæmd af liðinu
og þá misnotaði það einnig
vítaspyrnu. Maciej Zurawski
minnkaði muninn í síðari
hálfleik en það dugði ekld til
og Celtic er úr leik í skoska
bikarnum.
Það vantar sjaldnast baráttuna í grannaslag Espanyol og Barcelona og það varð
raunin um helgina en níu gul spjöld voru gefin í leiknum.
Barcelona með fimmtan sinra i röö
„Þetta var mjög erfiður leikur og
þess vegna er ég sérstaklega ánægður
með sigurinn, þetta var mjög mM-
vægur sigur,“ sagði Frank Rijkaard,
Jiinn magnaði þjálfari Barcelona eftír
að liðið hafði lagt erkifjendur sína í
Espanyol 2-1 í miklum baráttuleik í
spænsku deildinni á laugardagslcvöld-
ið. Leikmenn Espanyol fengu sex gul
spjöld í leilcnum og Barcelona þrjú en
leikurinn jafiiaðist þó ekki við leik lið-
anna fyrir nokkrum árum þar sem sex
rauð spjöld fóm á loft. Barcelona var
betri til að byrja með og áttí nokkur fín
færi áður en fyrsta rriarkið kom rétt fyr-
ir leikhlé. Deco skoraði þá með skoti
rétt fyrir utan teig sem Idriss Kameni
markvörður Espanyol hefði þó varið á
góðum degi. í upphafi síðari hálfleiks
fékk Deco slæmt höfuðhögg er hann
lenti í samstuði við Rafael Marquez
samherja sinn og þurfti markaskorar-
inn að gista á spítala aðfaramótt
sunnudags eftir atvikið en hann Maut
þó ekki alvarlega áverka.
Samuel Eto’o, framherji Barcelona
sem er kominn með 18 mörk í jafn-
mörgum deildarleikjum á tímabilinu,
kom liðinu í 2-0 á 47.mínútu eftir fína
stungusendingu Ronaldinho. Raul
Tamudo fyrirliði Espanyol minnkaði
muninn með ágætis marki eftir
klukkutíma leik þegar hann vippaði
yfir Victor Valdes í markinu. Espanyol
komst hinsvegar ekki lengra og
Barcelona sigraði að lokum. Þetta var
fimmtándi sigurleikur liðsins í röð og
stefnir allt í að það vinni spænska
meistaratítilinn annað árið í röð.
Allt að verða vitlaust Það gekkýmislegt á i
grannaslag Espanyol og Barcelona. Hér deila
Ivan de la Pena, Samuel Eto'o og Lionel Messi.