Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Qupperneq 25
DV Lífið sjálft
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 25
SKRIFSTOFUVINNA ÓHOLL
Oflöng setuvinna hjálpar þér kannski að ná langt í vinnunni en
hún stofnar heilsu þinni i hættu.„Ef fólk situr oflengi stlfna og
veikjast vöðvarnir," segir Dr. Marc Bochner sem sérhæfír sig í
iþróttameiðslum. Hann segir súrefnisskort til vöðvanna geta leitt
til verkja og meiðsla.„Það kaldhæðnislega er að þetta er sami
verkur og stafar afofmikillri þjáifun," sagði Bochner. Hann segir
að við getum þjálfað tikamann þótt við sitjum lengi við skrifborðið
með þvi að taka stuttar pásur á milli og reyna lítillega á vöðvana.
RUGLAST Á FYRIRBURUM Á SJÚKRAHÚSUM
Samkvæmt rannsókn sem birtist i tímariti barnalækna er hætta á
að ruglast sé á nöfnum og númerum fyrirbura á sjúkrahúsum sem
getur valdið því að sama barnið sé að fá sömu meðferöirnar
tvisvar. Vísindamenn fylgdustmeð fyrirburadeild á sjúkrahúsi i
Vermont i eitt ár. Þar kom i Ijós að öll börnin voru daglega í hættu á
að gangast undir sömu meðferðirnar aftur og hættan var mun
meiri efum tví- eða þríbura var að ræða. önnur rannsókn hafði
þegar leitt í Ijós að mæður höfðu gefíð röngum börnum brjóst.
r r
' ''V>; /
v ‘V )
„Ég þekki ekki til að
einhver kúnni hafi
verið með sjúklega
þráhyggju og vilji
láta breyta og bæta
aftur og aftur."
Grannt fólk hegðar sér öðruvísi
Grannt fólk fér ekki í megrun:
Megranir misheppnast vanaiega og skilja þig
eftir með brotna sjálfsmynd.
Grannir borða skyndibita:
Flestir mjóir einstakiingar fá sér hamborgara,
eftirrétti og súkkulaði stöku sinnum. Þeir
borða hins vegaraðeins á við einn, en ekki
heiia fjölskyldumáltlð. Þeir leyfa sér að borða
hvað sem er en gæta hófs í
öllu.
Granntfóikborð-
ar ekki yflr sig:
Flestirþeirsem eiga
ekki við offítuvanda-
mál að striða hafa
engaiöngun tilað
borðayfírsig.Þeir
hætta einfatdlega
að borða þegar þeir
verða saddir og fá sérsvo
\ meira þegar hungrið
segir tii sin á ný. Efþú
viltná árangri verðurðu
að hætta að troða i þig.
Granntfólker ekki
með mat á heilanum
Það er ekki eðlilegt að
vera með hugann við
mat allan daginn. Flestir
þeirra sem eru í sifelidri baráttu við
aukakílóin eru einfaidiega með mat á heil-
anum. Ekki hugsa um það sem þú ætiar að
borða fyrr en þú ert orðinn svangur, borð-
aðu það og hættu að hugsa um það. Grann-
ir teija ekki ofan í sig kaloríurnar og þeir
hafa um nóg annað að hugsa en mat, elda-
mennsku og veistur.
Grannir misnota ekki matinn:
Margir nota matsér tii huggunar. Hvað
veldur átinu? Spurðu sjálfa/n þig þeirrar
spurningar þegar þú ert á teiðinni að ís-
skápnum. Ertu reiður? Stressaður? Leiður?
Þegarþú þekkir ástæðuna geturðu frekar
unnið á vandamálinu án matar.
Grannir hreyfa sig reglulega:
Rannsóknir sanna að offita er afurð hreyf-
ingaleysis. Reyndu að ganga ístaðinn fyrir
að keyra bílinn. Notaðu
fstigana í stað iyftunn-
ar. Hugsaðu hvernig
þú myndir lifa lifinu
efþú værir grannur.
Grannir njóta lífs-
ins:
Fyrirmarga granna
einstaklinga snýst líf-
ið umgóðan matog
nóga hreyfmgu. Þeir missa ekki
stjórn á sér efþeir bæta á sig nokkrum kiló-
um. Þeir lofa ekki sjálfum sér að standa sig
betur og svíkja sig svoá morgun. Þeir ein-
faldlega borða minna og hreyfa sig meira.
Teltur örlygsson 9.janúar 1967
Maðurinn uppsker nákvæm-
lega eins og hann sáir og
j það veit hann. Hann hefur
f hinsvegar tilhneigingu til
að vinna mikið og leika
djarft. Meðfætt hugrekki
mannsins, vilji, festa og
ábyrgðartilfinning
kemur honum á
áfangastað.
Vatnsberinn uo.jan.-is. fetr.)
Ef þú lifir (falskri ímynd um
eigin mikilfengleika á einhvern hátt
ættir þú að leysa orku þína úr læðingi
og sætta þig við sjálfið eins og þú (
rauninni ert og vittu til, þú munt njóta
þín að fullu og njóta mikilleika
tilverunnar full/ur af orku.
ftskm'U (19Jebr.-20.tms)
Erfiöar uppákomur kunna að
birtast þér vikuna framundan en þar er
án efa dulbúiö tækifæri til að skapa nýj-
ar hugmyndir og efla gleði þína og
náungans. Búðu þig undir stórt stökk í
átt að velgengni.
MtUÍm (21. mrs-19.april)
Varnarafstaða þín tefur eln-
göngu fyrir þér þegar stjarna þín er
skoöuð um þessar mundir. Hættu að
vera móðgunargjarn/gjörn og efldu
með þér léttlyndí.
Nailtið (20. apríi-20. mal)
Fortíð þín er aðeins eign vit-
undar þinnar og framhaldlð eftirvænt-
ing ein sem þú býrð til (eigin hugskoti.
Nýttu þér styrkinn sem þú býrð yfir og
efldu sjálfstraustið með þvi að leggja
öðrum lið.
Tvíburarnir 0 .maí-2ljúnl)
Heimilislíf þitt birtist ham-
ingjusamt. Hér ræður gleði og góðvilji
rikjum. Ekki spilla ástvinum með dekri
og eftirlæti ef þú tilheyrir stjörnu
tvíbura. Sönn vinátta tengist hér stjörnu
þinni.
faábbm(22.júnl-22.júll)
Ástarhiti birtist hér en þar ertu
á réttum miðum ef þú finnur fyrir
velllðan innra með þér þegar þú ert i
nálægð með þeim sem þú elskar. Ekki
teyfa þér að láta afbrýðisemi eiga mln-
útu af tíma þínum.
IjÓmb (21. júli-2?. ágúst)
Skynjaðu fögnuð tilveru þinn-
ar og vertu meðvitaður/meðvituð um
þá staðreynd að þú getur fengið það
sem hugur þinn stendur til.
N\eý\m(23.ágúst-22.sept.)
Láttu tilleiðast og tak mót að-
stoðinni sem birtist samhliða stjörnu
meyju með því að ýta stolti þlnu til
hliðar um stund.
^loqlW (2lsept.-2S.okt.)
Ræktaðu betur viðskiptasam-
bönd þín ef þú stundar viðskipti. Hér
kann fjölskyldumeðlimur eða félagi aö
taka töluvert mikla orku frá þér af
einhverjum ástæðum. Hugaðu betur aö
eigin líðan og löngunum.
Sporðdrekinn
Þú ert minnt/ur á að hjarta
þitt syngur af gleði og spennu yflr því
sem er að gerast í lífi þínu þessa dag-
ana. Njóttu samverunnar með mann-
eskjunni sem á skilið ástaratlot þín.
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.deu
Ef þú hugar að þvl aö breyta
um starfsvettvang um þessar mundlr
ættir þú að huga að einhverjum smáat-
riðum. Þú býrð yfir hæfileika sem er
einstæður þegar þú beitir honum í
réttan farveg (stjórnar orku þinni).
Steingeiting/.fe.-ig.yofij
Um þessar mundiráttu jafnvel
til að vorkenna þér af einhverjum
ástæðum og ert þar að leiðandi fámál/l.
Ekki sóa orku þinni I valdabaráttu því
þú ert fær um að læra allt sem þú ein-
setur þér.
SPÁMAÐUR.IS