Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Qupperneq 31
0V Flass MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 31 Einkalíf mitt er ekki til sölu Leikarínn Jim Carrey gagnrýnir Paris Hilton og Jessicu Simpson fyrir að Ijóstra upp leyndarmálum sinum og opinbera einka lífsitt, tilþess eins að verða frægari. Carrey segist hafa gaman afþví þegar fólkspáir í einkalif hans, en segist aldrei ætla að gefa út yfirlýsingar eða hleypa fjölmiðl- um inn i það.„Ég held að sumt fólk þrái bara einfald- lega athygli. Ég myndi aldrei gefa svona mikið afmér, mitt einkalifer ekki tilsölu,"segir Jim, sem hefur verið sallarólegur undanfarin ár og spáir ekki mikið í frægð- inni. Hann var þó mikið i sviðsljósinu fyrir nokkrum árum en segir að á endanum hafi hann fengið hrútleið á þvi. jg* Leit út eins og heimilislaus kona En á ný er heilsa og dópneysla söng- og leikkonunnar Whitney Houston í fjölmiðlum. Mynd af söng- v> - «•* konunni birtist í tímaritinu National Enquirer. Ljósmyndari nokkar náði mynd af henni ráfandi um í kringum bílskúrinn við heimili sitt í Atlanta í Georgíu í náttfötum og rándýrum pels utan yfir. Leit hún út eins og heimilislaus geðsjúklingur sem hefði stolið pelsinum sem hún var í. Aðdáendur hennar um allan heim hafa lýst yfir áhyggjum af henni. Er ekki að hætta í tónlist □ Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að.tónlist- íj armaðurinn og hjartaknúsarinn Justin Timberlake sé "1 að fara taka sér fh' frá tónlistinni til að einbeita sér að Q1 kvikmyndaleik. J Fyrrverandi N’sync-töffarinn hlær að þessum sögusögnum og segist ætla að fara meðalveginn og sinna hvoru tveggja. Hann kemur fram í tveimur nýjum bíó- myndum á þessu ári, Black Snake Moan ogAlpaDog. s Kevin Federline, eiginmaður poppprinsessun- nar Britney Spears, hefúr loks tjáð sig opinberlega um þær sögusagnir að Britney Spears sé að fara að henda honum út Dansarinn knái sagði í útvarps- viötali viö Idol-töffarann Ryan Seacrest í Los Ang- eles að það væri ekki rétt og hló að þeim sögusögn- um aö þau skötuhjú væru að fara að skilja. Hann segir að þessi orðrómur eigi sér enga stoð í raun- veruleikanum. Þau hjú mættu í sjónvarpsviötal fimmtudaginn fimmta janúar og sögðu frá því að allt væri l blóma hjá þeim, gleði og hamingja. Ótrúlegar sögur hafa verið um samband þeirra tveggja, og mætti helst nefna sögur um að Kevin reyki gras í kringum nýfætt bam þeirra og nenni engan veginn að sinna þvt Fyrir stuttu stofiiuðu aðdáendur Britney heimasíðu þar sem þeir hvöttu hana til þess að hætta með Kevin. Einnig voru há- værar sögur um að Kevin hefði einungis notfært sér frægð og ríkidæmi Spears til þess aö komast af stað með sinn eigin tónlistarferiL Kevin kallar sig nefhilega K-Fed og segist vera hörkurappari. Þeir gagnrýnendur sem hafa heyrt lög með honum segja að þama fari næsti Vanilla Ice, sem þykir varla góður dómur. Þessar sögusagnir virðast þó allar vera ósannar, K-Fed og Britney em ham- ingjusöm með nýja bamið og segjast langt frá því að fara að skilja, þrátt fyrir að Kevin sé svona léleg- urrappaii f, Scarlett Johansson Þarf ekki að hafa áhyggjur afþvi að kynþokki hennar hverfi i bráð. pihver egirað ég sé Þokkagyðjan Scarlett Johansson hefúr viðurkennt að hún elski þegar einhver lætur vel að kynþokka hennar og slær henni gullhamra. En hún segist þó ekki líða eins og hún sé fönguleg. Leikkonan sem er með hjartaknúsaranum Josh Hartnett segist elska þegar karlmenn segja að hún sé sexí. „Það er notalegt þegar einhver segir að maður sé kynæsandi, ég held að ég verði aldrei þreytt á því. Vonandi verð ég kynþokkafulf í þó nokkum tíma f viðbót," Scarlett segir þó að það geti stundum verið erfitt að viðhalda ímyndinni. „Ég veit hvemig ég lít út þegar ég vakna eftir þriggja tíma svefn. Stundum vaknar maður og hugsar með sér að þetta sé góður dagur, en stundum hugsar maður að það borgi sig að fara út með hatt. Það er á þessum hattadögum sem er sérstaklega notalegt þegar ein- hver kallar þig kynþokkafulla." Scarlett sem býr í New York seg- ir að það geti verið þreytandi að reyna að lifa eðlilegu lífi með frægð- inni. „Þegar maður er að labba nið- ur götuna getur maður lent í frekar óþægilegum atvikum, fólk getur verið mjög ágengt. Það gerir manni erfitt fyrir f dagsins önn." Scarlett Jo- hansson segist elska þegar karlmenn segja hana kynþokkafulla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.