Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 32
32 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 Menning DV ri Ævisögur undirbúnar Tilkynnt var í síðustu viku að Jón Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingar væri ráðinn á vegum Eddu útgáfu til að \ ' jjHR l vinna að ævisögu Gunnars Gunnarssonar skálds. Mun y . hann taka við gögnum Sveins Skorra Höskuldssonar pró- ' 1 fessors sem hafði um langt skeið safnað gögnum um feril ' ( ,y | Gunnars og lagt drög að ævisögu hans þegar Sveinn lést. -vjji JónYngvierkunnugurástarfsvettvangi * I Gunnars í Danmörku og er að vænta að . löngu tímabær ævisaga Gunnars skýri ýmsa staði í hans örlagamiklu ævi. rajjjjlWPB Bókaútgáfan Hólar hefur um nokkurt 1 1,1 v skeið leitað eftir ævisöguritara til að vinna verk um ævi Tómasar Guðmundssonar. Hefur fjármögnun \ staðið yfir og mun verða tilkynnt um hver tekst á við verk- ið um miðjan næsta mánuð. Báðir þessir höfundar voru með ástsælustu skáldum þjóðarinnar á millistríðsárunum á síðustu öld og urðu siðan helstu forkólfar í framgangi PSPWMHpH/ hreyfingar borgarategra höfunda. I k Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Svava Jakobsdóttir 1930-2004 Sunndagskvöld með Svövu Eldhús eftir máli - sviðsfærsla fimm smásagna eftir Svövu Jak- obsdóttur var frumsýnd á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins skömmu fyrir áramót og hefur fengið góða dóma. í tengslum við sýninguna verða fimm Sunnu- dagskvöld með Svövu þar sem boðið verður upp á fyrirlestur, kvöidverð, leiksýningu og um- ræður. Þessi kvöld eru í sam- vinnu við Rannsóknarstofu Há- skóla íslands í kynjafræðum. Svava Jakobsdóttir hafði með skáldsögum sínum, smásögum og leikritum mikil áhrif á íslenskt menningarlíf og samfélag á ofan- verðri tuttugustu öld, en með verkum sínum miðlaði hún með- al annars skarpri sýn á stöðu konunnar í samfélaginu. Með sýningunni Eldhús eftir málí heiðrar Þjóðleikhúsið minningu Svövu. Hún hefði orðið 75 ára í fyrra, en lést árið 2004. Sunnudagskvöld með Svövu verða sem fyrr segir fimm. Sunnudaginn 15. janúar ríður Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðu- kona Rannsóknarstofu í kynja- fræðum, á vaðið og talar um Svövu og stjórnmálin, 22, janúar er komið að Gerði Kristnýju Guð- jónsdóttur rithöfundi en hennar erindi nefnist Svava og skáld- skapurinn, María Kristjánsdóttir fjallar um Svövu og sviðslistirnar 29. janúar, 5. febrúar er röðin komin að Ármanni Jakobssyni bókmenntafræðingi en hann fjallar um Svövu og samtímann. Vigdís Finnbogadóttir verður með síðasta fyrirlesturinn í þess- ari röð 12. febrúar og ræðir um skáldkonuna Svövu Jakobsdóttur. Fyrirlestramir hefjast kl. 18:00, að þeim loknum er boðið upp á léttan kvöldverð fyrir leiksýning- una og í lok hennar umræður. Leikarar í Eldhúsi eftir máli eru Aino Freyja Járvelá, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálms- dóttir, María Pálsdóttir, Unnur ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lár- usdóttir. Þungavigtarmaðurinn Eiríkur Guðmundsson er stiginn aftur í hringinn á Víð- sjá, helsta menningarprógramm á Gufunni. Hann hefur verið í fríi og sinnt hugðarefnum sínum en snýr nú aftur í þvarg daglegrar umfjöllunar um menn- inguna í landinu. Spjall um draum og gleymsku. tindáta á liillu og hvit töt Úr sýningu Þjóðleikhússins Leikhús eftir máltlO, fyrirlestur I forrétt Þú ertkominn afturí vinnuna? Jú, það er rétt, ég er mættur í Víð- sjá, ástarfleyið, minn gamla þátt, og „fullur aftur" eins og segir í kvæðinu. Viö hvaö varstu aö vinna íþessu leyfí. Þaö ganga sögur um skáldsögu- skrif? Ég afþlánaði sex mánaða dóm fjarri mannabyggðum, í kytm sem er svo lítil og loftlaus að ég þurfti að fleygja mér í gólfið á hálftíma fresti til að kafna ekki, myrkrið svo mikið í sér að skinið af stjömunum rétt sáldrað- ist til mín. Þar dundaði ég mér við að leita að orði sem nær yfir alla veröld- ina, drakk mikið kaffi og kvaðst á við Kolbein þess á milli. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hver afrakst- urinn verður. Þú gengur með skáld í magan- um ? Er ekkd kominn tímitilaðhleypa púkanum út? Mitt skáld er ekki í maganum heldur á einhverjum allt öðrum stað í líkamanum. Og í mér er ekki einn púki heldur margir púkar sem sumir hverjir þola mjög iÚa dagsljósið. Ég veit ekki hvort það er rétt að hleypa þeim út, ég veit satt að segja ekki hvað bíður þeirra „þama úti", veit ekki hvort ég vil þeim svo illt að hleypa þeim út. Mér þykir vænt um alla mina púka og vil helst hafa þá innan seilffigar til að geta klappað þeim á kvöldin. Fyrr í vetur tókuö þiö nokkrir skólafélagar úr háskólanum rispu um íslenskar bókmenntir. Er allt í volli? „á, í vissum skilningi. íslensk um- ræða um bókmenntir er ekki merki- leg og mesta furða að rithöfúndar nenni að skrifa fyrir okkur bækur, ár eftir ár, ef horft er til þess hverju er hampað og hvað lendir í glatkist- unni. Og við erum léleg í langhlaupi. Hvemig stendur til dæmis á því að rithöfundur á borð við Gunnar Gunnarsson er nánast gleymdur? Það þarf einhvers konar „ekki-frétt" til að koma honum inn í umræðuna. Og hvemig stendur á því að það er ekki hægt að standa faglega að einu verðlarmunum sem ná athygli fjöl- miðla? Konseptvæðing bókmenntanna er hér á lífshættulegu stigi, ný bók- menntagrein hefúr orðið til, „útgef- endabækur", það em bækur, gjaman skáldsögur, sem útgefendur telja sig geta selt, bækur sem ganga upp, bækur sem virka. Slík grein verður til þrátt fyrir að vitað sé að fagurbók- menntir hafa aldrei virkað, þær hafa aldrei gengið upp. Það er eðli þeirra að virka alls ekki og vera í raun ævin- lega ótímabærar. Annars er vonlaust að starta vit- rænni umræðu um bókmenntir hér á landi, hún endar alltaf annað hvort í persónulegu skítkasti eða þjarki um það hvort skáldum líði vel eða ilia. Eftir því sem árin líða skil ég Faulkner alltaf betur og betur, hann skrifaði á hjólbörur og sagðist ekki vera bók- menntamaður heldur bóndi. Jæja, þaö er baia svona. Hvaö lastusíöast? Síðast las ég í tíunda sinn Dauð- ann í Feneyjum eftir Thomas Mann, nú í fslenskri þýðingu, og var svo illa leikinn eftir lesninguna að ég klædd- ist skjannahvítum jakkafötum yfir áramótin og hlustaði á Mahler. Það verða ekki skrifaðar mikið betri bæk- ur. Svo hef ég verið að grauta í hinu og þessu, meðal annars fyrirlestrum Foucaults frá árinu 1981, kvæðum Kristjáns Karlssonar, og náttúrlega Javier Marías, sem mér skilst að hafi tindáta á bókahillunni sinni, til að minna sig á að fýrsta skrefið inn í skáldskapinn sé ævinlega auðmjúkt og smátt, tindátaleikur. Næstur á dagskrá er Ófeigur Sigurðsson og Áferð hans." Þeir segja sumir aö Ijóöiö séílífs- hættu? Ljóðið er ekki í lífshættu en talið er dautt, innihaldslaust. Enn er ansi margt sem ekki verður sagt öðruvísi en í ljóði. Og ég sé ekki betur en að á meðal okkar séu góð ljóðskáld. Ég er nýbúinn að lesa allt höfúndarverk Hannesar Péturssonar, það mun standa. Ég las nýju ljóðabókina hans Þorsteins frá Hamri og varð ekki mik- ið hrifnari af nokkurri bók sem kom út hér á landi á sfðasta ári. Þú mátt annars ekki spyrja svona, Páll, það er vonlaust að mynda semingar á borð við: „Ljóðið er þetta eða hitt". Við eigum þess í stað að taka áskor- un skáldanna, horfast í augu við þau, og dvelja í hul- iðslandi þeirra en drep- ast ella. En hvaö með leik- inn? Ertu ekkert spennt- urfyrírhonum? Leikinn? Nei ég hef fengið nóg af leikjum. Bók- menntir eru í mínum huga mikið alvörumál, ég trúi því að þær skipti máli, það að lesa er að grafa upp hauskúpur og velta þeim milli handanna, helst í óleyfi. Það er ekki þar með sagt að ég kunni ekki að meta skrif sem ijúfa kyrrstöðu, blanda sam- an formum, bregða á leik með hefðina svo úr verður eitthvað annað en við höfum nýlega séð, hand- sprengja, tindátar, eða eitt- hvað yndislegt. En mann verð- ur helst að verkja undan slíku eins og öðrumyndisleika. Nú hefur ekki faríö orö á því aö þú sért valdafUdnn. Stundum er talaö um um- sjónarmenn og rítstjóra tíma- ríta sem sllka. Er tfmi páfa ímenn- ingarumræöu liöinn? Tími menningarpáfa er líklega liðinn og sennilega er það nokkuð gott. Reyndar saknar maður þess að einhverjir hafi endingu og þrek til að segja eitthvað sem máli skiptir, segja það aftur og aftur. Slfkt fólk er vand- fundið hér á landi f seinni tíð. Sjálfur hef ég engin völd, hef varla stjóm á sjálfúm mér. Vfðsjá er á dagskrá alla virka daga eftir fréttir á Rás I kl. 17. Þáttinn má heyra á vefsíðu Ríkisútvarps - hljóðvarps www.ruv ■ -yte-SfH. - . - igg* Eiríkur Guðmundsson bókmenntafræðinq-1 ur Mérþykir vænt um alla mina púka og vil helst ákvöldinnan Se'lin9ar tíl aö geta klaPPttð þeii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.