Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Síða 10
1 0 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Ágúst er ákaflega skipulagður og áhugasamur um það sem hann gerir. Hann veit mikið um körfuknattieik. Einnig þykir hann vera skemmtilegur og hress auk þess að vera smart kiæddur. Skapið er hans helsti galli. Hann getur verið fljótur upp en er þá gjarnan fljótur niður aftur. „Agúst er mjög áhugasamur um það sem hanner að gera. Hann er alveg einstaklega skipu- lagður maður, allar æfingar hans eru mjög vel uppsettar og þaulhugsaðar.Ást hans á körfuknattleik er mikil og hann veit ákafiega mikið um íþróttina. Ég veit ekki um marga galla á honum, auðvitað er hægt að snúa öllum kostum upp i galla. Kannski er hægt aðsegjaað Ágúst sé skapmikiH, en það er náttúru- lega nauðsynlegt efmaðurætlar að ná árangri i iþróttum, þannig að það getur verið bæði kostur og galli." Sævar Haraldsson, fyrirliði karlaliös Hauka. „Ég myndi segja að hann sé gífur- lega metnaðarfullur maður og góður þjálfari. Gústi er mjög mikill karakter og er alltafákveðinn. Hann færslnu framgengt. Svo finnst mér lika áberandi hvað hann er yfírleitt smart klæddur.flottur i tauinu.Gallarnir hans eru ekki margir. Hann er með stórt skap, annars hefði hann líklega ekki náð svona langt. Hann á það líka tilað reiðast snögglega en eryfirleittrólegurog yfirvegaður." Pálina Gunnlaugsdóttir, varafyrirliði kvennaliös Hauka. „Hann erótrúlega metnaðarfullur maður.Hannleggursig 100% fram iþað sem hann er að gera. Hann erótrúlega skipulagður maður. Einnig þykir mér það góð- ur kostur hversu mikla heildarsýn hann hefuryfir það sem hann er að gera. Svo er hann líka alltafhress og skemmtilegur.Hans helsti galli er líklega skapið hans. Við getum orðað það þannig að hann sé skapheitur. Hann getur verið fljótur upp en er gjarnan fljótur niður aftur.” Sævaldur Bjarnason, þjálfari yngri flokka Vals og félagl. Ágúst Sigurður Björgvinsson er fæddur 16.jan- úar 1979. Hann gegnirþeirri óvenjulegu stöðu að þjálfa bæði meistaraflokkslið Hauka í karla- og kvennaflokki I körfuknattleilcÁ mið- vikudag varð kvennaliðið deildarmeistari og hefur lið aldrei orðið deildarmeistari þegar svo langtereftiraftímabilinu. Söngvarinn Geir Ólafsson og Elísabet Ólafsdóttir, oft kölluð Beta rokk, hafa bæði ráðið sér lögfræðing vegna harðvítugra deilna. Kveikjan er bloggfærsla Elísa- betar þar sem hún lýsti á afar neikvæðan hátt kynnum sinum af Geir og konu hans á bar Nordica-hótelsins. Stjörnulögmaðurinn Sigríður Rut Júlíusdóttir tók í gær, fyrir hönd Betu, á móti bréfi frá lögmanni Geirs sem krefst að öll skrif um Geir verði fjarlægð af heimasíðu Betu. Ræfiun stjonnulogfræðing til aö verjast Geir Olats Stjörnulögfræðingur Betu þykir með eindæmum harð■ skeyttur ! réttarsalnum. „Allir sem ég hef hitt gera sér fulla grein fyrir að þetta mikil- mennskubrjálæði þitt er byggt á minnimáttarkennd... ég held að það sé einnig byggt á því að konan þín leggur á þig hendur þegar hún er drukkin," stendur skrifað, á heimasíðu Elísabetar Ólafsdóttur sem oftast er kölluð Beta rokk, í opnu bréfi hennar til Geirs Ólafssonar. Bréf hefur orsakað harða deilu þeirra á milli og nú er svo komið að bæði Elísabet og Geir hafa ráðið sér þjdn- ustu lögfræðinga. Þeir deila nú um kröfu Geirs, þess efnis að bréfið verði fjarlægt af síðunni. „Þessi maður er van- skapaður og mun aldrei verða heill á geði, það á bara að lóga honum." Sigríður Rut komin í málið Geir Ólafsson ætlar sér hins vegar að eiga síðasta orðið í deilunni við fjandkonu sína Elísabetu. Hann hefur nú ráðið sér lögfræðing og krefst þess að opið bréf Elísabetar verði fjarlægt af síðunni. Það tekur Elísabet ekki í mál og hefur svarað Geir með króki á móti bragði. Hún hefur ráðið stjörnulögfræðinginn Sigríði Rut Júlíusdóttur og ætlar að verjast. Hvorki Geir né Elísabet vildu tjá sig um deilu þeirra við DV í gær, vísuðu bæði á lögfræðinga sína. Samkvæmt heimildum DV barst lögfræðingi Elísa- betar, Sigríði Rut, þó bréf í gær frá lög- fræðingi Geirs. Forsaga hins umdeilda „opna bréfs" Betu rokk er árás sem Beta segist hafa orðið fyrir að hálfu konu Geirs á bar Nordica-hótelsins í janú- ar. Beta lýsti atvikinu ítarlega á heimasíðu sinni. Geir og kona hans höfðu aðra sögu að segja af atvikinu og tókust þau á um málið á síðum DV. í kjölfarið birti Elísabet opið bréf til Geirs. Þar er honum ekki vandað- ar kveðjurnar á afar opinskáan hátt. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Meira en hundrað komment voru við færsluna og líflegar umræður um deiluna sköpuðust á heimasíðunni. Þar er málshöfðun hótað verði öll skrif um Geir ekki íjarlægð. Skítkast í kommentum Þrátt fyrir að Geir sé að sönnu út- húðað í bréfl Elísabetar er ekki hægt að bera það saman við efni þeirra kommenta sem borist hafa við greinina. Bréfið hljómar eins og lof- söngur miðað við skítkastið sem þar er að finna. ..þessi maður er vanskapaður og mun aldrei verða heill á geði, það á bara að lóga honum eins og það var gert í sveitinni við dýrin," er til dæmis skrifað um Geir Ólafsson einu kommentinu. Ekkert nafn er skráð við kommentið. Sam- kvæmt skilmálum hýsingaraðila heimasíðunnar raus.is, sem hýs- ir heimasíðu Betu, er það Elísa- bet sjálf sem ber ábyrgð á þeim ummælum þrátt fyrir að þau séu nafnlausra aðila út í bæ. Ætlar að berjast Þegar DV fór í prentun í gær var búið að fjarlægja meiðandi komment ffá nafnlausum aðilum og því ljóst að kröfur Geirs mæta ekki algjörlega daufúm eymm. Hið „opna bréf' stóð þó enn. Nánir vinir Betu segja að ekki komi til greina að það verði fjarlægt, jafnvel þó að berjast þurfi fyrir því í réttarsal. En allt stefiiir í að það verði einmitt raun- andri@dv.is Geir Ólafsson Söngv arinn knái er staðráð- inn I að knésetja bloggið hennar Betu. Sigriður Rut Júlíusdóttir Elísabet Ólafsdóttir Beta rokk fjarlægði nafn laus komment afheima■ slðu sinni / gærkvöld. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics Augnháralitur og augnbrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur I notkun. Allt sem þarf I einum kassa - þægilegra getur það ekki verið. SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MínnistöfUir FOSFOSER MEMORY Umboðs- oq söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Aðalvídeóleigan er núna alfarið í höndum Bónusvídeós Költið áfram í fyrirrúmi „Þó svo að ég sé hætt, þá heldur Aðalvídeóleigan vonandi áfram að starfa undir sama þema og hún hef- ur gert síðastliðin 22 ár," segir Valerie Descrieres, starfsmaður og fyrrverandi eigandi Aðalvídeóleig- unnar á Klapparstíg. Aðalvídeóleig- an er ein sú elsta á landinu, stofnuð 1984. Hún er af mörgum talin allra besta vfdeóleiga á landinu, með mik- ið úrval af kvikmyndum sem ómögu- legt er að nálgast á öðrum leigum. Aðalvídeóleigan Ein elsta vldeóleiga á landinu. Valerie seldi sinn hlut í Aðalvíd- eóleigunni fyrir fjómm ámm til fyrr- verandi kærasta síns. Hann seldi sinn hlut svo áfram til Bónusvídeós. Valerie starfaði áfram á leigunni, allt þar til síðstliðinn þriðjudag, þegar hún vann sinn síðasta vinnudag. Hin menningarlega stefna leigunnar er því alfarið í höndum Bónusvíd- eós, sem á nú þegar flestar vídeó- leigur á landinu. „Mér finnst sorglegt að kveðja Aðalvídeóleiguna. Hún er búin að vera barnið mitt í öll þessi ár,“ segir Valerie sem hóf störf á leigunni árið 1998. Hún vill koma á framfæri kveðju til allra sinna frábæm kúnna í gegnum tíðina. Elvar Gunnarson er hinn nýi rekstarstjóri Aðalvídeóleigunnar. Hann segist ætla að reyna enn frek- ar að ná inn góðum költ-myndum frá öllum heimshornum. „Við ætlum að halda áfram sömu stefriu og hefur verið rekin hér um árabil og reyna bara að undirstrika þá stefhu enn frekar," Elvar. svavar@dv.is Valerie Descrieres Kvaddi leiguna síð- astliðinn þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.