Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Side 11
DV Fréttir
Hjörvar var í sakleysi sínu að fara heim eftir kráarölt og nýbúinn að
skilja við vini sína um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags fyrir
nokkrum árum. Hann gekk framhjá hópi ungmenna sem af engu
tilefni eltu hann uppi og börðu hann til óbóta. Þau hættu ekki að
sparka í andlit hans og líkama íyrr en Hjörvar lá meðvitundarlaus
á götunni með slæma áverka í andliti og heilahristing. Lögreglan
kom á vettvang en einungis náðist í einn árásamannanna, 16 ára
ungling sem sjónarvottar bentu
„Klukkan var rúmlega þrjú og ég
var að labba í Austurstrætinu þegar ég
varð allt í einu var við að hópur ung-
linga hljóp á eftir mér og réðst á mig
og henti mér í götuna," segir Hjörvar
Hjörvarsson.
„Þau byrjuðu að sparka í mig allan
og það eina sem ég gat gert var að
reyna að verja andlit mitt því þau
spörkuðu í höfuðið á mér en þrátt fyr-
ir það kinnbeinsbrotnaði ég á tveimur
stöðum, brákaðist á nefi og fékk blæð-
ingu inn á auga,“ bætir Hjörvar við.
Einn árásarmannanna náðist
„Lögreglan náði einum 16 áira
unglingi sem sjónarvottar báru
kennsl á og ég lagði fram kæru. Hann
var dæmdur í þriggja mánaða skilorð-
sbundna fangavist og til að borga mér
í skaðabætur rúmlega 200 þúsund
krónur. Ég fékk aldrei krónu því
drengurinn var ekki borgunarmaður
fyrir því sem hann átti að borga mér,“
segir Hjörvar. Hann segir að vinnu-
tap, eyðilegging á fötum hans og síðar
meir sjúkrahúsvist og lækniskostnað-
ur vegna meiðslanna hafi alfarið verið
á hans kostnað.
Hjörvar Hjörvarsson „Ég kinnbeins-
brotnaðiá tveimur stöðum, brákaðist á
„Það eina sem ég gat
gert var að reyna að
verja andlit mitt því
þau spörkuðu í höfuð-
iðámér."
að hættulegustu götur borgarinnar
eru Laugavegur, Bankastræti, Austur-
stræti, Hafnarstræti, Tryggvagata og
Þingholtsstræti. Flestar líkamsárás-
irnar eru á bilinu fjögur til sex að
morgni laugardags og sunnudags.
Eins og kom fram í viðtali við Geir
Jón Þórisson í DV á miðvikudag er of-
beldið í miðbænum orðið grófara.
Segja starfsmenn slysavarðstofunnar
að líkamsmeiðsl fórnarlamba séu al-
varlegri nú en áður.
Lögreglan hefur komið fyrir eftir-
litsmyndavélum í helstu götum mið-
bæjarins. Þessar myndavélar hjálpa
lögreglunni að upplýsa mál og bera
kennsl á ofbeldismennina. Segir Geir
Jón að eftirlitsmyndavélarnar fæli
menn einnig frá því að vera með of-
beldi þar sem myndavélarnar eru og
ofbeldisverkin hafi færst í önnur
hverfi borgarinnar fyrir vikið.
jakobína@dv.is
nefi og fékk blæðingu
Hornið á Bankastræti og
Þingholtsstræti Hættuleg■
asta götuhorn Reykjavíkur.
GeirJón Þór-
isson yfirlög-
regluþjónn
! Segir að ofbeldi
í Reykjavíksé
grófara en áður.
Hættulegustu staðirnir
í skýrslu sem lögreglan gerði um
ofbeldisárásir í Reykjavík kemur fram
Gatnamót Lækjargötu, Austurstrætis
og Bankastrætis Eitt af tveimur hættu-
legustu götuhornum Reykjavikur.
Kort af þeim götum þar
sem ofbeldi hefur átt sér
stað í miðbæ Reykjavík-
ur Rauðu dilarnirsýna okkur
árásarstaðina.
Hjörvar Hjörvarsson varð fyrir fólskulegri árás tíu ungmenna í Austurstræti.
Án nokkurs tilefnis hentu ungmennin Hjörvari í götuna og spörkuðu í andlit
hans, höfuð og líkama þannig að stórsá á honum. Miðbærinn var fullur af fólki
og enginn kom Hjörvari til hjálpar. Hornið á Bankastræti og Þingholtstræti er
hættulegasta götuhorn landsins.
Skilur ekki svona
óþverraskap
„Maður á aldrei von á svona til-
efnislausri árás og heimskulegt af
þessum krökkum að gera þetta. Ég
held að þau geri sér ekki grein fyrir
því hvað þau eru að gera og þær af-
leiðingar sem svona árás getur haft
á Iff þeirra og þann sem ráðist er á.
Það þarf ekki nema eitt högg til að
breyta lífi fjölda fólks," segir Hjörvar
sem þurfti síðar að fara í nefaðgerð
því nefið skekktist: „Ég var alltaf í
vandræðum með að anda í gegnum
nefið.“
Hjörvar lætur þessa lífsreynslu
ekki á sig fá og segir að hann gangi
um miðbæ Reykjavíkur óhræddur.
„Ofbeldi og tilefnislausar árásir á
saklaust fólk finnst mér að hafi auk-
ist en hafa færst úr miðbænum í
önnur hverfi vegna eftirlitsmynda-
vélanna í miðbænum," segir hann.
JCB 3CX
árg. 2000 - Vst. 7.320
JCB 3CX
árg.1999 - Vst.5.100
JCB 456
árg.1998-Vst.8.900
JCB 4CX Super
árg.2003 - Vst.3.500
Hitachi 150W
árg. 2005-Vst.1.500
VELAVER?
Símar 588 2600
og 893 1722
www.velaver.is