Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 Lífið DV Staupað við fatahengið Fáir virðast vita af þeim skemmilega möguleika á Hverf- isbarnum að hægt sé að staupa sig í fatahenginu. Þessi mögu- leiki hefur lengi verið í boði en hægt er að kaupa sér staup af hinum ýmsu sterku áfengu drykkjum ásamt því sem bjór er í kæli við fatahengið. Sama verð er á drykkjunum og á barnum en þessi skemmtilega viðbót við barinn nýtur sívaxandi vinsælda þó að ekki virðast margir vita af þessum litla minibar við fata- geymsluna. Flýrtil Kanarí- eyja Umdeild- asti maður landsins þessa dagana, Oli Geir Herra ís- land, á ekki sjö dagana sæla en allir á landinu virðast hafa skoðun á kappanum. Þegar síðast fréttist af folan- um sagðist hann vera á leið til Kanarí- eyja en þykir sæta tíðindum að menn sem vinna fegurðarsam- keppnir verði að flýja land sök- um ágangs fjölmiðla og aðdá- enda. Óli reynir þó að taka lát- unum með ró og segist ætía að slappa vel af í sólinni og vinna í sólbrúnkunni. Galdurinn við græjurnar Það er enginn annar en Gísli Gaidur sem sér um að spila á Prikinu í kvöld. Gísli er af mörg- um talinn einn besti plötusnúð- ur á íslandi og verður stemm- ingin aldrei betri en þegar hann sér um stálborð- in. Gísli byrjar að spila upp úr' miðnætti og má búast við því i allt verði brjálað nokkrum tímum «£ Magni á sviðinu með gítarinn góða Lennon með Rickenbackerinn sinn, Paul með hjöfnerinn. Vernharður Jósefsson, fyrrver- andi meðlimur Geirfuglanna varð heldur betur hissa og glaður þegar hann sá Magna í Á móti sól troða upp í Eurovision. Það var ekki endi- lega lagið, „Flottur karl, Sæmi rokk," eftir Sævar Benediktsson sem höfð- aði svona til hans, heldur gítarinn sem Magni var með. Vernharður var fullviss um að hér væri kominn for- láta gítar sem hafði horfið sporlaust á Þjóðleikhúskjallaranum fýrir rúm- lega fimm árum. Hann hafði strax samband við Magna. Bjargað frá haugunum „Ég sagði honum eins og er að þetta væri gítar sem Kiddi í Kúng Fú hafði hirt úr ruslahrúgu í bakher- bergi í Þjóðleikhúskjallaranum," segir Magni og bætir við: „Venni hafði því næst samband við Kidda sem brást við eins og sannur heið- ursmaður og sagði að auðvitað myndi hann fá gítarinn sinn aftur. Venni var svo glaður og hrærður að hafa fundið gítarinn að hann fór næstum því að gráta." Gítareigandinn Vernharður sagði skilið við Geirfuglana fyrir alllöngu og býr nú á Suðureyri. Gítarinn góða, sem er af tegundinni Ricken- backer og eins og sá sem John Lennon lék á með Bítíunum, keypti hann af systur Elísu í Kolrössu um miðjan síðasta áratug. Kiddi í Kúng Fú var starfsmaður í Þjóðleikhúskjallaranum þegar gítar- inn fannst töskulaus inn í rusla- geymslu. Magni segir að starfsfólk staðarins hafi haldið að einhver af Airwaves-hátíðinni hafi skilið gítar- inn eftir, en hátíðin var þá ný yfir- staðin. Gítarinn lá heillengi inn í herberginu en þegar átti að fara með hann á haugana tók Kiddi til sinna ráða og hirti hann. „Þegar hann lán- aði mér gítarinn sagði Kiddi að ef það væri einhver hérlendis sem ætti þennan gítar þá Jilyti hann að sjá hann í Eurovision," segir Magni. Þetta gekk eftir og Vernharður er svo ánægður með málaloldn að hann ætlar að leyfa Magna að nota gítar- inn á úrslitakvöldinu 18. febrúar. Gítarinn með til Grikklands? Lag Magna er annað uppbótar- lagið sem komst áfram í úrslita- keppnina. Ef lagið sigrar og Magni fer til Grikklands er augljóst að gítar- inn góði þarf að fylgja með. Lag Silvíu Nætur hefur skyggt á önnur en Magni er þokkalega bjartsýnn. „Lagið sem ég syng er náttúrlega ólíkast laginu hennar af öllum lög- unum svo ef einhver annar en hún vinnur þá hlýtur það að vera ég," segir hann. Magni er annars á fullu með félögum sínum í Á móti sól að kynna gamla íslenska poppsnilld fyrir ungum og öldnum. Tvær plötur þeirra með gömlu góðu lögunum hafa nú selst í rúmlega 17 þúsund eintökum. Næsta plata verður þó með frumsömdu efni og Magni segir að hún komi út í haust. glh@dv.is Skemmtikraftur íslendinga, söngkonan Leoncie, er nú búsett í Essex á Englandi og viröast heima- menn taka divunni vel en grein um Leoncie birtist i breska dagblaðinu Times Group á dögunum Leoncie að slá í. gegn í Bretlandi Skemmtikrafturinn Leoncie sem er flestum kunn hér á landi flutti nýlega út til Essex á Englandi en höfðu margir á orði að söng- konan hefði flúið land sökum mik- ils áreitis í heimabæ sínum í Sand- gerði. Söngkonunni hefur verið vel tekið í Bretlandi og birtist nýlega grein um hana f breska dagblaðinu Times Group. í greininni er Leoncie lofuð í hástert og talað um hana sem björtustu von tónlistar- Leoncle makes her UK debut at Bar Lambs manna í Essex. Skemmtikrafturinn er nefndur íslendingur þrátt fyrir að hafa afneitað íslandi áður en hún kvaddi klakann á síðasta ári. Kallaði söngkonan heimabæ sinn, Sandgerði, borg djöfulsins eða Satan City og samdi um það sérstakt lag þar sem hún út- húðaði bæjarbúum. Merki- legt þykir að umboðsmaður Leoncie segir breskan tón- listarbransa auðveldan við- fangs og býst ekki við neinum vandræðum með að slá í gegn þar í landi þó SSjíK^ji; Srí að margur íslendingurinn —u hafi reynt fyrir sér með misgóðum árangri undan- farinn áratug. Frekari frétta af dívunni er beðið með eftirvæntingu enda aldrei lognmolla þar sem indverska prinsessan er á ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.