Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Dópíflugi Fíkniefnin eiga það til að ferðast með innanlands- flugi þegar þau eru flutt á milli bæjarfélaga hér á landi. Lögreglan á Egils- stöðum lagði í fyrrakvöld hald á um 15 grömm af hassi sem komu með inn- anlandsflugi á Egilsstaða- flugvöll. Var karlmaður á Reyðarfirði handtekinn í samvinnu við Lögregluna á Eskifirði. Viðurkenndi mað- urinn að eiga efnið sem hann sagðist ætla bæði til eigin nota og til sölu. Málið telst upplýst. Ekkert dagforeldri á Húsavík Bæjaryfirvöld á Húsa- vík hafa ákveðið að kanna hjá foreldrum bæjarins hvort þörf sé á þjónustu dagforeldra í bænum en engin dag- mamma hefur verið starfandi í sveitarfélaginu undanfarið ár. Foreldrum hefur staðið til boða leik- skólavist fyrir böm sín frá níu mánaða aldri og hef- ur biðtími eftir vist verið almennt stuttur. Hins vegar hefur ekki verið í boði vist fyrir böm undir m'u mánaða aldri og hafa því árstíðabundnir biðlistar myndast. Olii ónæði Kona úr Keflavík, sem virðist hafa dregið helgar- skemmtunina á langinn, ónáðaði nágranna sína í fyrradag er hún hringdi dyrabjöllum þeirra í sífellu. Um klukkan hálfníu var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna konunnar sem var í annarlegu ástandi, líklega undir áhrifjum lyfja eða áfengis. Býr hún í sambýlis- húsi og vom nágrannarnir orðnir þreyttir á sífelldum dyrabjallahringingum. Lög- reglumenn fóm á staðinn og fékk konan að gista fangageymslu lögreglunnar þar tíl ástandið á henni lag- aðist eftir góðan svefn. Sigríður Edith Gunnarsdóttir er afar ósátt við hundaræktandann Orra Dór Guðnason Hún keypti hund af Leonberger-kyni hjá honum fyrir sjö mánuðum og nú hefur Orri Dór tekið hundinn af henni vegna meintra vanefnda á greiðslu. Sig- ríður segist hafa greitt umsamið verð fyrir hundinn sem hefur verið syni hennar stoð og stytta í erfiðri glímu við veikindi. Móðir segir hundi hafa verið ræat frá sjáku barni kennar Róbert Heiðar Halldórsson Saknar hundsins síns sem hef- ur verið stoð hans og stytta í erfiðum veikindum. Sigríður keypti hundinn Akkiles sem er af Leonberger-kyni fyrir um sjö mánuðum af hundaræktandanum Orra Dór Guðnasyni handa ellefu ára syni sínum, og greiddi fyrir 250 þúsund krónur. Þá var Akkiles átta vikna gamall og hefur síðan dafnað og vaxið í umsjón Sigríðar og sonar hennar Rðberts Heiðars. Allt þar til í síðustu viku þegar Orri Dór fékk hundinn lánaðan til sýningar. Að sögn Sigríðar neitar Orri að láta hundinn af hendi jafnvel þótt hún hafi að eigin sögn greitt fyrir hundinn að fullu. „Það er eins og það hafi verið tek- inn partur af manni eftír að hann Akkiles var tekinn frá okkur,“ sagði Sigríður í samtali við DV í gær. Hún sagði að þetta hefði haft sérstaklega slæm áhrif á son hennar, Róbert Heiðar, en hann og hundurinn em hinir mestu mátar. í geislameðferð Sigríður sagði son sinn hafa glímt við afar erfið veikindi og hundurinn Akkiles hefði verið stoð hans og stytta í þeim veikindum. „Hann hefur þurft að gangast undir geislameðferð á átta vikna frestí vegna frumubreytinga og það reynir á lítinn líkama. Auk þess hefúr lungað fallið saman í honum og það er óhætt að segja að hundurinn hafi létt honum lífið í þessum veik- indum," sagði Sigríður. Alltaf í góðu skapi Sigríður sagði það eitt meginein- kenna Leonberger-kynsins að hundurinn væri alltaf í góðu skapi. „Ég hef sagt það við son minn þegar hann hefur verið niðurdreginn að fara út með hundinn að ganga. Það bregst ekki að hann kemur glaðari heim eftir göngutúrinn. Hann spurði mig eitt sinn hvort hundurinn fyndi það á sér þegar honum liði illa og ég sagði að svo væri," sagði Sigríður og lýstí ástandinu á heimilinu eftír hvarf Akkilesar eins og að náinn ættingi „Hann hefur þurft að gangast undir geisla- meðferð á átta vikna fresti vegna frumu- breytinga og það reynir á lítinn líkama. Auk þess hefur lungað fallið saman í honum og það er óhætt að segja að hundurinn hafi létt honum lífið í þessum veikindum." væri horfinn á braut. „Við gáfum hon- um allt sem við áttum.“ Deilur um greiðslur Að sögn Sigríðar segist Orri hafa tekið hundinn þar sem hún hafi ekki staðið við umsamdar greiðslur fyrir hundinn. Sigríður segir það alrangt. Hún hafi átt að ganga frá síðustu greiðslunni fyrir 1. mars en gert það á mánudaginn. Þrátt fyrir það vilji Orri ekki afhenda henni hundinn aftur, hundinn sem hún á og hefur borgað fyrir. Orri Dór sagð- ist ekkert hafa við blaða- mann DV að tala þeg- arhaftvar sam- band við hann í gær. Leonberger-kynið Hund- urinn Akkiles sem var num- inn á brott af heimili sínu er afþessu kyni. Hvað er að gerast, Geir? Svarthöfði hefur alltaf verið mik- ill aðdáandi Geirs Ólafssonar tón- listarmanns. Allt frá því að þetta lipra glæsimenni kom fyrst fram á sjónarsviðið og söng Sinatra-lög eins og ekkert væri. Uppáklæddur og kátur steig hann lipur dansspor við ljúfan sönginn. I huga Svart- höfða, og ekki síður Svarthöfðu, var þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær heimurinn allur myndi slá eign sinni á þennan hæfileikaríka skemmtikraft og kvennaljóma. Líða nú árin. Enginn er spámað- ur í sínu föðurlandi og á það við um Geir umfram aðra menn. Þannig bauð hann fram krafta sína í Svarthöfði Eurovision en var alfarið hafnað af þáverandi útvarpsstjóra, Markúsi Erni, sem væntanlega hefur þá verið kominn í huganum tíl Kanada. Og þegar Geir svo loks fékk tækifæri í forkeppninni sáu íslendingar ekki ljósið fremur en oft áður. Þrátt fyrir nokkra yfirburði komst Geir ekki upp úr riðlinum. Svarthöfði hefur haldið í sína tröllatrú á Geir. Eða allt þar til hann slysaðist inn á sjónvarpsstöðina Hvernig hefur þú það? „Það gengur vel, en siminn hringir mikið, “ segir Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Vetrarhátíðar Reykjavikurborgar sem haldin er um helgina.„Stressið er farið að gera vart við sig. Svona hæfilega. En það heldur manni bara á tánum. Eftir helgi þegar Vetrarhátiðin erafstaöin ætla ég svo I klippingu og nudd.“ Sirkus og horfði á þátt sem heitir „Kallarnir". Þar er allt í öllu fyrirbærið Gillzenegger - frægur fyrir að vera frægur. Slíkum hampa ís lendingar sem aldrei fyrr. í ung dæmi Svarthöfða hefðu slík púðruð, pungrökuð og vöxuð tildurmenni einfaldlega ver- ið kölluð píkur. En svo virð- ist sem GUlzenegger þessi sé ekki allur þar sem hann er séður. Hefur honum tekist að véla hinn bláeyga Geir út í ósmekklegheit sem vart er hafandi eftír. Svart- höfði þurfti að halda fyrir augu Svarthöfðu þar sem hann fylgdist furðulostinn með þessu fyrrverandi átrúnaðargoði heimilisins riðlast á gúmmídúkku. Sem hann kallar Halle Berry. Ekki meir, Geir, af slíku. Náum áttum. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.