Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Eiríkur Jónsson • Allt stefnir í þorskastríð á ís- lenska tónlistar- markaðnum. Þeir fé- lagar, Einaröm Benediktsson og Curver, sem áður hét Birgir öm Thoroddsen, em að gefa út disk með heitinu In Cod We Trust með tilvísun í íslenska þorskinn. Á meðan stofnar Stefán Hjör- leifeson í tónlist.is nýtt útgáfufyrirtæki sem hann nefnir Cod Music. Tónlistar- heimurinn títrar... • Aðrar hreyflngar er að finna hjá tónlistarmönnunum sem áttu sér athvarf hjáKlinkogBankí gamla Hampiðjuhús- inu sem Björgólfur lánaði þeim. Gus Gus, Trabant og fleiri hljómsveitir hafa komið sér fyrir í kjallaranum í gömlu Víðisversluninni í Starmýri þar sem 10-11 ævintýrið hófst hjá Eiríki Sig- urðssyni sem þar steig sín fyrstu spor í kaupmennsku undir handarjaðri föður síns. Hafa tónlistarmennimir komið sér vel fyrir í kjallaranum og nefna aðsetrið eftír götunni: All-Star- mýri... • Hommi og Nammi slógu í gegn svo um munaði sem aðstoðarmenn Silvíu Nóttar í Eurovision. í öðm hlutverkinu var leikarinn Bjöm Thors sem gaf aldrei tommu eftir í túlkun sinni á gleði- og fylgdarsveini Silvíu og áttí fyrir bragðið stóran þátt í sigrinum. Nú herma fréttír að Bjöm Thors eigi erfitt með að koma sér út úr hlut- verkinu aftur og stefni jafnvel í að festast þar. Ólíkt Silvíu Nótt sem skiptír yfir í hina einu og sönnu Ágústu Evu Erlendsdóttur hvenær sem er, eins og ekkert sé. Nema Bjöm sé að leika sér.. • Annars andar köldu á milli Birgittu Haukdal og Silvíu Nóttar eftir Eurovision. Ekki var nóg með að farða þyrfti þær hvora í sínu homi í útsend- ingarskemmunnar. Þegar Garðar Cortes huggaði Birgittu Haukdal í lok keppninnar svaraði Birgitta um hæl: „Það er ekki sárt að tapa þegar mað- ur veit úrslitín fyrirfram"... • Knattspymuleikur ársins fer fram á Stamford Bridge í London í dag þegar Chelsea tekur á mótí stjömuliði Barcelona á heimavelli sínum. Löngu er uppselt á leikinn og reyndist ógjörlegt að útvega miða þegar reynt var fyrir löngu. Athygli vekur þó að ís- lendingar verða fjölmennir á vellin- um þar sem íslensku bamkamir höfðu tryggt sér mikið magn að- göngumiða. Má búast við að fá- mennt verði í starfemannaliði bank- anna í dag en Stamford Bridge tekur 42 þúsund áhorfendur í sætí. íslend- ingamir á leiknum skipta víst þús- undum... Bandaríska geimferðastofnunin kynnti fyrir helgi metnaðarfulla áætlun, sem hrint verður af stað á næstu árum. Ætlunin er að leita markvisst í geimnum til að finna líf á öðrum hnöttum. * m m'mrí ÍFit'. Lítið fjármagn FormaðurNASAfMichael Griffir), og aðstoðarkona hans, Shana Dale, færðu rök fyrir þeirri summu sem þeim fannst réttust fyrir starfsemi NASA fyrir vís- indanefnd bandaríska þingsins í Was- hington fyrir helgi. Allt kom fyrir ekki, í fjár- lögum var skorið veruiega niður i hlut NASA og í kjölfarið gekk einkastofnunin SETI til liðs Vetrarbraut Visindamenn hafa tiltekið tíu sólkerfi, sem þykja lik- leg til að hýsa líflikt því sem þekkist á jörðu. 2014 og 2020 verður sérsmiðuðum leitarvélum með öflugum sjónaukum skotið á sporbaug til að skoða þau. við áætlunina um að finna llf i geimnum Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, varð fyrir áfalli fyrir helgi þegar dregið var verulega úr fjármunum til hennar í nýjum fjárlögum Bandaríkjastjórnar. Afleiðing- arnar eru meðal annars þær að einkasamtökin SETI þurftu að ganga inn í áætlun stofnunarinnar til að finna líf á öðrum hnöttum. Árin 2014 og 2020 verður sér- hönnuðum leitarvélum skotið á braut um jörðu. Þær em búnar öflugum sjónaukum og verður aðallega beint að tíu sólkerfum, sem líkleg þykja til að hýsa líf líkt því sem þekkist á jörðu. Topp tíu listi sólkerfa „Það eru um 400 milljarðar stjarna í vetrarbrautinni okkar þannig að við getum ekki beint leitarvélunum að hverri einni og einustu," sagði Margaret Turn- bull hjá SETI á fundi þar sem hún kynnti topp tíu listann yfir líkiegustu sólkerfin. Á listanum er að finna sól- kerfi af svipaðri stærð, aldri og samsetningu og okkar. Þar sem líklegt er að plánetur með vatni líkar jörðinni þrífist. Einnig mega sólirnar ekki skína of skært, því þá er ekki hægt að skoða pláneturnar með berum augum. Reyndar er strax byrjað að deila um listann. Finnst mörg- um stjörnufræðingum að ekki eigi að takmarka hann við það sem við þekkjum. Eins líklegt sé að líf á öðrum hnöttum sé ekki líkt því á jörðu. Eigendur Microsoft fremstir í flokki En vegna þess að Bandaríkja- stjórn skar niður af fjármagni til NASA á fjárlögum ársins 2007 þurfa einkaaðilar að punga út fyr- ir áætluninni. Samtökin SETI (Se- arch for Extraterrestrial Intellig- ence) gripu tækifærið og sitja því líklega fyrst að upplýsingum um líf á öðrum hnöttum, ef það finnst. Meðal eiganda samtakanna eru Microsoft-stofnendumir Paul Allen og Nathan Myhrvold. Fleiri auðkýfmgar em í hópnum en j margir vilja njóta nafnleyndar. Eftirsjá nægði ekki breska sagnfræðingnum Þriggja ára fangelsi út af Helförinni Réttur í Austurríki dæmdi í gær enska sagnfræðinginn David Irving í þriggja ára fangelsi. Irving sagði opinberlega árið 1989 að Helförin hefði aldrei átt sér stað þegar hann átti stutta viðdvöl í Austurríki. Þetta er refsivert samkvæmt aust- urrískum lögum og hægt að dæma menn í allt að tíu ára fangelsi fyrir. Irving sagðist hafa skipt um skoð- un en sú yfirlýsing fékk ekki hljóm- grunn hjá dómurum. „Rétturinn lítur svo á að Irving hafi ekki skipt almennilega um skoðun. Eftirsjá hans var aðeins í orði, ekki á borði," sagði dómarinn Peter Liebetrau þegar hann til- kynnti úrskurðinn. Irving, sem er 67 ára, var í upp- námi í gær og áfrýjaði dóminum samstundis. Hann var handtekinn í stuttri heimsókn til Austurríkis í haust. „Ég er ekki í afneitun varð- andi Helförina. Ég hef skipt um skoðun," sagði Irving á leiðinni í réttarsalinn. Hann viðurkenndi að hafa afneitað því árið 1989 en sagð- ist hafa skipt um skoðun árið 1991. „Þá komst ég yfir Eichmann- skjölin og sá að þetta var rétt. Nas- istar myrtu milljónir gyðinga," sagði Irving. Fyrir rétti lagði sækj- andinn hins vegar fram viðtöl við Irving, sem tekin voru eftir hin meintu skoðanaskipti árið 1991 og þar kom skýrt fram að Irving hélt áfram að neita því að Helförin hefði átt sér stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.