Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 Sport DV VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR ÍTÖRÍNÓ Markaveisla Margrétar Láru Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji kvennaliðs Vals í fót- bolta sem skoraði 16 mörk í 3 leikjum Vals í Reykjavíkurmót- inu í fyrra, hefur skorað níu mörk í tveimur fyrstu leikjum Vals á Reykjavíkurmótinu í ár, fjögur mörk í 7-2 sigri á Fjölni og fimm mörk í 9-0 sigri á Fylki. Margrét Lára hef- ur því skorað 25 mörk í fimm leikjum sínum á Reykjavíkur- mótinu eða fimm mörk að meðaltali í leik. Gylfi inn fyrir Grétar Gylfi Einars- son hefur verið kallaður inn í ís- lenska landslið- ið þar sem Grét- ar Ólafur Hjart- arson, framherji KR, er meiddur og getur því ekki leikið með liðinu í vin- áttuleiknum gegn Trínidad og Tóbagó 28. febrúar næstkom- andi. Gylfi Einarsson er leik- maður enska liðsins Leeds United en hefur aðeins spilað einn af síðustu 22 leikjum liðs- ins og kom þá inn á sem vara- maður þremur mínútum fyrir leikslok. Tryggvi og Sigurvin með fimm saman Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson voru í miklu stuði í 6- 0 sigri FH á Þrótti í deilda- bikarnum á dögunum. Tryggvi skoraði þrjú mörk og Sigurvin bætti við tveimur en báðir eru þeir uppaldir Eyja- menn og spila hlið við hlið á ný eftir níu ára fjarveru. Sigur- vin skoraði tvö fyrstu mörk sín fyrir FH með skalla og bæði eftir sendingar frá Ólafi Pál Snorrasyni. Tryggvi skoraði eitt mark með skalla, eitt úr víti og eitt eftir að hafa sloppið einn í gegnum vörn Þróttar. Totti bjartsýnn og ætlar á HM Luciano Spalletti, þjálfari Roma, sagðist vera hissa á því hversu létt væri yfir Francesco Totti þrátt fyrir að hann væri að koma úr stórri skurðaðgerð þar sem gert var að meiðslum þeim sem hann varð fyrir í deiidarleik um síðustu helgi. Hinn 29 ára fyrirliði Roma-liðsins ökkla- brotnaði í 1-0 sigri á Empoli um síðustu helgi en er staðráðinn í að ná sér sem fyrst og ætlar að spila með ítalska landsliðinu á HM í Þýskalandi í sumar. Frammistaða Bode Miller á vetrarólympíuleikunum verður að teljast einhver mestu vonbrigði leikanna til þessa. Hann hefur ekki komist á verðlaunapall í þeim fjórum greinum sem hann hefur þegar keppt í og á nú aðeins eitt tækifæri eftir. Hann segir þó sjálfur að með smá heppni hefði hann hæglega getað verið kominn með fjögur gull um hálsinn. Fyrir fáeinum vikum sagði skíðamaðurinn Bode Miller í opin- skáu viðtali við 60 Minutes að honum væri í raun alveg sama um ólympíuleikana. Hann hefur nú keppt í fjórum greinum og ekki unnið til verðlauna í neinni þeirra. En hann segir að hann hefði auðveldlega getað unnið gull í þeim öllum. Miller á tvenn silfurverðlaun frá síðustu ólympíuleikum þar sem hann vakti einna fyrst athygli á sér. Síðan þá hefur sigurganga hans ver- ið mikil en hann hefur unnið marga heimsbikar- og heimsmeistaratitla. Ólympíugullið vantaði og nú verður hann að treysta á að það takist í svig- inu. Besti árangur hans í Tórínó er fimmta sætið í bruninu. Hann var með forystuna í alpatvíkeppninni þegar hann var dæmdur úr leik fýrir að missa naumlega af einu hliðinu og þurfti að hætta í risasviginu eftir að hann keyrði inn í eitt hliðið. Hann varð svo sjötti nú síðast í stórsviginu. Kannski gull „Ef hlutimir hefðu gengið vel væri ég kannski með fjcira verð- launapeninga um hálsinn á mér nú þegar," sagði Miller. „Ogkannski allt gullverðlaun." Miller var beðinn um að greina hvað fór úrskeiðis í þess- um keppnum. „í bruninu voru fjórir menn einfaldlega hraðari en ég," sagði hann og viðurkenndi svo að hann hefði gert klaufaleg mistök í alpatvíkeppninni og risasviginu. Hann sagði svo að hann hefði verið óheppinn í fyrri umferð stórsvigsins og svo keyrt á stein í þeirri síðari. Bode Miller sýndi hvað hann get- ur í síðari ferð stórsvigsins. Hann var tólfti eftir þá fyrri en náði sér vel á strik í þeirri síðari og hélt meira að segja forystunni um skamma stund. Eins og sjónvarpsáhorfendur vita og hafa tekið eftir er ávallt vel fylgst með þeim sem er með forystuna hverju sinni á sérstökum palli í markinu. Miller naut sín í sviðsljós- inu, þóttist leika við myndavélina og rak eitt sinn tunguna út úr sér. Svo mátti hann fylgjast með hverjum kappanum á fætur öðrum bæta tíma hans. Hver er Ted Ligety? Eina bandaríska gullið í alpa- greinunum féll í skaut Ted Ligety í alpatvíkeppninni. Hann verður því að teljast sigurstranglegur í sviginu á laugardaginn sem er síðasta tæki- færi Miller til að ná sér í verðlaun. Miller er reyndar einn af afar fáum keppendum sem eru skráðir í allar fimm keppnir alpagreinanna og er aðeins annar tveggja skíðamanna í sögunni sem hefur unnið heimsbik- armót í öllum fjórum keppnisgrein- unum. Annar Bandaríkjamaður sem var líklegur til afreka var Daron Rahlves sem hefur á sínum ferli unnið tólf heimsbikarmót og eina grein á heimsmeistaramóti. Hann keppir ekki í svigi og því útséð að besti ár- angur hans á Ólympíuleikum er sjö- unda sætí. Hann er 32 ára og hefur keppt á þrennum ólympíuleikum. „Ef þú nærð í guil á ólympíuleikum skiptir allt annað engu máli," sagði hann. Sáttur við sitt Miller hins vegar er ekki á sama máli. í hans augum snýst þetta um að vera sáttur við sitt í stað þess að ná betri árangri en aðrir. Hann vill veita öðrum innblástur með skíða- mennsku sinni. Alberto Tomba vann fjöldamarg- ar keppnir á sínum ferli og var spurður um MUler. „Það er ekki auð- velt að komast aftur á sigurbraut eft- ir að ganga í gegnum svona erfitt tímabil," sagði ítalska goðsögnin. Og svo virðist sem væntingamar til Mill- er hafi farið síminnkandi með hverri grein. Eftir fyrri ferðina í stórsviginu á mánudag mátti heyra í þulinum á staðnum. „Frábær tími þrátt fyrir öll mistökin. Til hamingju! Við sjáumst í síðari ferðinni." eirikurst@dv.is Bandaríkjamenn elska ísdans á ólympíuleikunum en hafa beðið í 30 ár eftir verðlaunum Gull til Rússa en langþráð stund Bandaríkjamanna Það hefur lítið gengið hjá ísdönsurum Bandaríkjamanna á ólympíuleikun um und- anfarna þrjá áratugi og því var silfurverð- launum Tanith Belbin og Ben Agosto í ísdansi vel fagnað í þeirra her- búðum enda fyrstu verðlaun Banda- ríkjamanna í þessari grein síðan á ólympíu- leikunum í Innsbrúck 1976. Þá unnu þau Colleen O’Connor og Millns bronsið, einu verðlaun Bandaríkja- manna í ís- dansi til þessa. Frá þeim tíma hefur það komið í hlut Rússa, Frakka, Englend- inga og Kanadabúa að stíga upp á verð- Stór stund þrátt fyrir bara silfur Benjamin Agosto ogTanithBelbm unnu sig upp um fjögursætiog unnu silfurverðlaun iísdanskeppniólympíuleikanna iTórinó Nordic Photos/Getty launapallinn á ólympíuleikunum. Þau Belbin og Agosto voru þó ekkert á leiðinni að keppa á ólymp- íuleikunum fýrir tveimur mánuð- um en þá hafði Tanith Belbin ekki enn fengið bandarískan ríkisborg- ararétt en hún er fædd í Kanada. Þau höfðu þrisvar sinnum orðið bandarískir meistarar en ríkisborg- ararétturinn hennar Tanith Belbin stóð í vegi fyrir að þau gætu keppt fyrir Bandaríkin á ólympíuleikun- um. Belbin fékk hins vegar banda- rískt ríkisfang fyrir sjö vikum eftir að hafa fengið flýtimeðferð í kerf- inu. __________ „Þetta hefur verið rússibana- ferð hjá okkur', það stefndi í það á tímabili að við fengjum ekki að vera með en nú stöndum við hér með verðlaunin um hálsinn," sagði Ben Agosto eftir að úrslitin voru ljós en þau eru líkleg til afreka á kom- andi leikum eftír fjögur ár. Hún er aðeins 21 árs, hann 24 ára og því verður gaman að fýlgjast með þeim í Vancouver. Rússar héldu áfram að safna gullverðlaunum þegar þau Navka og Kostomarov unnu þriðja gull sinnar þjóðar I þremur greinum. Evgeni Plushenko vann í karlaflokki og þau Tatiana Totmianina og Max- im Marinin unnu parakeppnina. Ir- ina Slutskaya er síðan sigurstrang- legust í kvennakeppninni og gæti því kórónað yfirburði Rússlcmds í listhlaupi á skautum á ólympíuleik- unum í Torínó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.