Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
Llfíð DV
1. Gunnar í Krossinum
Gunnar Þorsteinsson er
sjaldan kallaöur annað
en GunnarJ Krossin-
um“. Hann erjú andlit
safnaöarins útdviö,
sterkur leiötogi með
umdeildar skoöanir.
2. HelgiíGóu
Helgi Vilhjdlmsson
stofnaöi sælgætisgerð-
inaGóuáriö 1968og
hefur byggt upp veldi
sittsíðan.Hann rekur
llka KFC á Islandi.
3. Jónas í hvalnum
Jónas þessi vildi ekki hlýöa Guöi
Bibtlunnar. Guö létþvl hval
gleypa Jónas og I maga
hans dvatdi hann I þrjd
daga. Dvölin var
Jónasi góö lexla og
hann fóreftir vilja Guðs
upp frá þvl.
4. Jóhannes í Kompás
Meö góörí frammistööu I
fréttaskýringaþættinum
Kompás á NFS erJó-
hannes Kr. Kristjánsson
búinn aö tryggja sér 11
viöurnefniöjóhannes I
Kompás''.
5.9. Svava í 17
Svava Johansen er
„Svava 117",enda er
hún allt I öllu I verslun-
arveldinu 17,eðaNTC
eins og þaö heitir vlst.
6. Júlli í Draumnum
Júllus Þorbergsson versl-
unarmaður rekur
Drauminn, eðalsjopp-
una á Rauðársstig.
Hann er aldrei kallað-
ur annað enjúlli I
Draumnum".
7. Heiða í Unun
Unun hætti áríö 1999 en Heiða er
enn kennd viö bandiö, kannski
til aðgreiningar frá Heiðu
„Iidotinu"sem fóraö
gefa út lög undir nafn-
inu Heiöa. Vinsælt er að
kenna tónlistarmenn við
böndin sin, sbr.„Krummi I
Minus" og„8iggi I Maus".
8. Guðmundur í
Byrginu
Guðmundur Jónsson
er forstöðumaöur
Byrgisins og er betri en
enginn þegar kemur að
björgun ógæfumanna.
Guðmundur er„í Byrginu".
. Gulla í Stelpunum
Guðlaug Ellsabet Ólafsdótt-
ir var ekki séríega þekkt
leikkona áöur en hún sló
I gegn I Stelpunum. Þvl
er hætt viö að„l Stelpun-
um“muni fylgja henni
um hrlð.
10. Jóhannes í Bónus
Jóhannes Jónsson var eins
og kunnugt er prentari
einu sinni.Svo datt
honum í hug aö opna
matvörubúö. Og sjá:
JóhannesJ Bónus“er
staöreynd.
,
Nýr grínþattur
Sigtið, hefur
göngu sína á
Skjáeinum
fimmtudags-
Frimann
Gunnarsson
Vill bjarga heim
inum.
V ■
Halfdór, Gunnar og
Friðrik Allt íöllu I Sigtinu
„Þetta eru leiknir grfnheimilda-
þættir, „mockumentary" hefur þetta
verið kallað," segir Gunnar Hansson
leikari sem bregður sér í hlutverk
Frímanns Gunnarssonar sjónvarps-
manns í þáttunum Sigtið. Gunnar
skrifar þættina ásamt Halldóri
Gylfasyni og Friðriki Friðrikssyni,
sem leika viðmælendur Frímanns,
en bróðir Gunnars, vídeólistamað-
urinn Ragnar Hansson, kemur líka
að skrifunum. Framleiddir verða
átta þættir af Sigtinu og sá fyrsti er á
dagskrá Skjás eins fimmtudags-
kvöldið 9. mars.
„Háðildarmyndir"
Hinn svokallaði „mockument-
ary"-stíll dregur nafn sitt af sögninni
mock (að hæðast að) og document-
ary (heimildamynd). „Háðildar-
mynd" gæti því óþjál þýðingin verið.
Spinal Tap er líklega fyrsta og fræg-
asta „mockumentary“-kvikmyndin,
en karlarnir sem stóðu á bakvið
myndina hafa síðar gert myndir í
svipuðum stíl, snilldarræmur á borð
við Waiting for Guffman og The
Mighty Wind. Bresku gamanþætt-
irnir The Office, Ali G og Alan
Partridge eru hluti af „mockument-
ary“-línunni og Gunnar segir öll
þessi verk hafa haft áhrif á þá félaga.
Hann nefnir
einnig til sögunn-
ar bresku þættina
„Human Rema-
ins“, sem tók á
bresku fjölskyldu-
lífi. Skjár einn hef-
ur þegar sinnt ís-
lensku deild þessa
gríns ágætíega,
með þáttum Silvíu
Nóttar og Johnny
National og síðast
en ekki síst þáttum
Þorsteins Guð-
mundssonar um At-
vinnumanninn. En
nú er sem sagt kom-
ið að Sigtinu hans
Frímanns Gunnars-
sonar.
„Hann vill vera
agalega alvarlegur og
menningarlegur, “
segir Gunnar Hansson um hugar-
fóstrið. „Hann sér þáttinn sinn sem
einskonar blöndu af 60 Minutes,
South Bank og Sjálfstæðu fólki.
Hann vill breyta heiminum og lítur á
Kofi Annan og Opruh Winfiey sem
jafningja sína. Það sjá þó flestir aðrir
að hann er fráleitt í þeim flokki."
Vona það besta
Frímann tekur fyrir nýtt umíjöll-
unarefni í hverjum þætti. Hann mun
m.a. fjalla um þráhyggjur, dauðann,
fordóma og listina í þáttum sínum.
Frímann er það sjálfhverfur að í síð-
asta þættinum ætlar hann að fjalla
um sjálfan sig.
Gunnar segir að höfundarnir
séu stoltir af þáttunum og þeir
hlakki til að bera þá á borð
fyrir áhorfendur. „Já, okkur finnst
þetta mjög fyndið og þeir sem við
höfum sýnt þetta eru mjög já-
kvæðir: En í þessum bransa kem-
ur það fljótt og áþreifanlega í ljós
hvort okkur hefur tekist vel upp.
Það fer bara algjörlega eftir því
hvort fólk hlær eða ekki. Nú get-
um við lítið gert annað en að bíða
og vona það besta.“
Hvar eru þau núna?
Nanna Kristín Jóhannsdóttir
Gengur best þegar það er brjálað að gera
„Ég er alveg á fullu. Fyrst hafði
höfundur lagsins sem Matti í Pöpum
söng samband við mig og bað mig
um að syngja bakraddir og svo byrj-
aði boltinn bara að rúlla," segir
Nanna Kristín sem datt úr leik f 10
manna hópnum í Smáralindinni í
fyrra með laginu Solitaire. En Nanna
skemmtí sér konunglega í forkeppn-
inni og söng einnig bakraddir fyrir
Davíð Olgeirsson og Ardísi Ólöfu Vík-
ingsdóttur.
„Ég var líka að syngja í Það var lag-
ið um daginn. Það var mjög
skemmtilegt en annars hef ég ekkert
verið að æsa mig yfir þessu og hefur
þetta bara komið upp í hendumar á
mér. Ég er mikið að syngja við sérstök
tækifæri eins og brúðkaup sem er
rosalega gaman. Um daginn hringdi í
mig stelpa sem heyrði í mér í brúð-
kaupi og bauð mér að syngja í sínu
brúðkaupi. Þannig rúllar þetta."
Nanna er í hjúkrunarfræði á öðru
ári og líkar það vel. Hún er nýbúin
með bóklega áfangann og er byrjuð í
klínísku námi á Landspítalanum.
„Ég er núna að hugsa um veika
fólkið. Þetta er virkiiega gefandi. Ég
hafði alltaf áhuga á hjúkrunar-
fræði en var alltaf að læra söng.
Ég var alltaf að bíða eftir rétta
augnablikinu. Það er stremb-
ið að læra söng og maður
getur ekki gert allt í einu. En
það gengur nú yfirleitt best
þegar það er brjálað að
gera,“ segir Nanna sem á tvo
syni, tveggja og fjögurra ára.
Langar þig að taka þátt í
Eurovision í framtíðinni?
„Auðvitað," segir Nanna og
skellihlær. „Maður var aðeins að
komast bakdyramegin að þessu
núna. Þetta er allt voða spennó."
hanna@dv.is
Idol-stjarna Nanna tókþátt I
Idolinu I fyrra og datt úr leik í 10
manna hópnum ISmáralind þar
sem hún söng lagiö Solitaire.
Nanna Kristfn Jóhannsdóttir
Söng bakraddir með þremur lög-
um I Eurovision-forkeppninni og
er í hjúkrunarfræði.