Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Page 33
DV Menning
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 33
| Guðmundur Andri og
félagar hans f Spööum
Spaðaballið verðurhaldið
um helgina. Þar rlkir venju■
lega almenn glaðværð.
Samningurinn handsalaður Ólafur
Kvaran safnstjóri Listasafns íslands oq
\ iwaran satnstjóri Listasafns fslands og
Birgir Már Ragnarsson framkvæmda-
stióri eignarhaldsfélagsins Samson.
lenska listamenn, alls um
8000 verk. Unnið hefur verið
Listasafn íslands
Aögangseyrir felldur
niður og þjónusta
aukin.
Hinir ástsælu Spaðar leika og syngja í Leikhúskjallaranum á laugardags-
kvöldið. Þeir eiga stóran aðdáendahóp eins og viðurnefni þeirra gefur til
kynna, en í áranna rás hafa tónlistaráherslur þeirra breyst.
Bíllagang eg blémapopp
í allsnörpu samtali við menningarsíðu játar
Guðmundur Andri Thorsson að þessa dagana
geri þeir félagar í Spöðum talsvert af því að sam-
hæfa leik og söng, enda varla hjá því komist að
þeir ryðgi dálítið þegar aðeins er spilað einu sinni
á ári. Hins vegar sé efnið gamaikunnugt og það
vegi upp á móti ryðinu.
Ekki Kamarorghestarnir
En halda Spaðar sig alveg við það að leika bara
á einu balli á ári?
„Já, við segjum alltaf nei ef við erum beðnir að
spila á árshátíðum eða einhverju því um líku
vegna þess að okkur þykir það svo leiðinlegt. Við
viljum ekki þurfa að spila Bjarnastaðabeljumar í
þrjá klukkutíma," segir Guðmundur Andri og
gefur í skyn að það sé alveg nóg að spila á árlega
Spaðaballinu.
Hverjir eru það sem koma á böllin hjá ykkur?
Erþað ‘68-kynsióðin?
„Nei, ekki eingöngu, við emm ekki Kamarorg-
hestarnir," segir Andri og hlær. „Jú, maður sér
gamalkunnug andlit á böllunum, en líka ný and-
lit innan um. Margt af því fólki sem mætir á
Spaðaböllin hefur fylgt okkur síðan við hófum að
gefa út spólumar okkar. Það kann lögin, er dug-
legt að dansa og það ríkir almenn glaðværð. Líka
hef ég tekið eftir því að böm sem alin em upp við
þessar spólur í bíl foreldra sinna á ferðalögum
um landsbyggðina em nú orðin stór og farin að
mæta á böllin.”
Aðspurður hvenær fyrsta Spaðaspólan hafi
komið út segist Andri ekki muna það, en hún ber
heitið Lukkan, lukkan. Næsta spóla heitir Hinir
ástsælu Spaðar, einmitt vegna þess að hljóm-
sveitarmeðlimir höfðu heyrt að þeir væm ástsæl-
ir manna á meðal. Nú em flest lögin aðgengileg á
geisladiskum, enda fylgjast Spaðar vel með tím-
anum. En er hljómsveitin sú sama og hún var í
upphafi?
„Það hefur verið einhver hreyfing á mönn-
um,“ segir Andri. „Þeir koma og fara, taka sér
mislöng frí og snúa síðan aftur. Engir nýir hafa
gengið til liðs við okkur, enda held ég að það sé
ekki auðvelt að aðlagast þessum félagsskap."
Rauðir í fyrstu
. Áður hafa Spaðaböll verið haldin bæði í Iðnó
og á NASA, en nú verður dansað í Leikhúskjallar-
anum.
„Hér áður fyrr héldum við böllin í húsnæði
sem hentaði okkur ákaflega vel. Það var efsta
hæðin á húsi Alþýðubandalagsins við Hlemm,"
segir Guðmundur Andri og viðurkennir að þeir
félagar hafi að minnsta kosti í fyrstu verið heldur
rauðir. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að
þeir hafi verið vinstra megin við Alþýðubanda-
lagið, þó að það kunni að hafa breyst.
í tilkynningu hljómsveitarinnar segir að í
upphafi hafi Spaðar sótt talsverð áhrif til
Balkanskagans og sígauna- og gyðingatónlistar
en með aldrinum hafi þeir færst nær þeirri tónlist
sem þeir ólust upp við: bítlagarg og blómapopp,
kántrí, blús og hliðar saman Jiliðar. Niðurstaðan
er lirærigrautur af bítlamúsík, blús og gömlu-
dansalögum við rammíslenska sveitasælutexta.
Meðlimir Spaða eru, auk Guðmundar Andra
sem syngur og leikur á gítar: Dr. Gunnar Helgi
Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur
og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús
Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ing-
ólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G.
Valgeirsson, trommur og einstaka hróp.
Dansiballið hefst klukkan ellefu að kveldi
föstudags, en forsala aðgöngumiða fer fram í
versluninni 12 tónum.
Á föstudaginn veröa opnaðar tvær sýningar í Listasafni íslands, á verkum þeirra
Snorra Arinbjarnar og Gunnlaugs Blöndal Eignarhaldsfélagið Samson hefur
gert samstarfssamning við safnið og ætlar að styrkja það um 45 milljónir króna
á næstu þremur árum. Það breytir ýmsu.
Ókeypis á Listasafn íslands
í gær var tilkynnt á blaða-
mannafundi að Samson eignar-
haldsfélag væri nýr aðalstyrktar-
aðili Listasafns íslands og á næstu
þremur árum myndi félagið láta
safninu í té um 45 milljónir króna.
Það gerir forsvarsmönnum kleift
að fella niður aðgangseyri að safn-
inu og verður það gert frá og með
föstudeginum.
Ólafur Kvaran safnstjóri sagði
það sameiginlegt mat Listasafns-
ins og menntamálaráðuneytisins
að það væri mikilvægt að
auka aðsókn að
menningarstofn-
„í nágranna-
löndunum jókst að-
sókn að listasöfnum
verulega þegar að-
gangseyrir var felld-
ur niður og það er
okkur hjá Listasafni
íslands mikið fagn-
aðarefni að geta boð-
ið ókeypis aðgang að
safninu og sýningum.
Það er von okkar að
þessi ákvörðun verði
til þess að breikka og
stækka þann hóp sem
kemur í safnið."
Um leið verður þjónusta við
gesti aukin með ýmsum hætti. Eitt
af markmiðum Listasafnsins er að
efla menntunar- og fræðsluhlut-
verk sitt og því verður föstum leið-
sögnum um safnið fjölgað. Þá
verður opnað nýtt fræðslusetur í
safninu næsta vor þar sem gestum
mun meðal annars gefast kostur á
að nýta margmiðlunartækni til að
skoða á tölvuskjám alla listaverka-
eign safnsins eftir ís-
að því að setja þessi verk á
tölvutækt form ásamt miklu
magni upplýsinga um þann
listræna menningararf
þjóðarinnar sem varðveitt-
ur er í Listasafni íslands.
I Opnun fræðslusetursins er
mikilvægt skref í að styrkja
þjónustuhlutverk safnsins
og að auðvelda aðgengi gesta
að þessum mikilvæga þætti ís-
lenskrar menningar.
Sýning á verkum Snorra Arin-
bjarnar ber yfirskriftina Máttur lit-
arins og spegill tímans og sýning
Gunnlaugs Blöndal nefnist Lífs-
nautn og ljóðræn ásýnd. Báðar
verða þær opnaðar á föstudaginn
og það er ókeypis inn fyrir alla!
Þórhildur leik-
stýrir verki eftir
Jelinek
Leikritið Virkjunin eftir nóbels-
verðlaunahafann Elfriede Jelinek í
leikgerð Maríu Kristjánsdóttur
verður frumsýnt á Stóra sviði
Þjóðleikhússins 3. mars. Leikstjóri
er Þórhildur Þorleifsdóttir.
Náttúran, takmarkalaus trú á
tækni og framfarir, hreyfanlegt
vinnuafl og tungumálið eru meðal
viðfangsefna nóbelsverðlauna-
hafans Elfriede Jelinek í þessu
leikverki, þar sem sem afbygging
leikhússins og aðferða þess er
jafnffamt í brennidepli. Á sinn
kaldhæöna hátt ræðst Jelinek að
goðsögnum og afhjúpar þær, eða
eins og hún segir sjálf: „Konan er
dæmd til þess að segja sannleik-
ann en ekki lýsa hinni fögru
ímynd.“
Leikendur eru meðal annarra
Arnar Jónsson, Atíi Rafn Sigurðar-
son, Baldur Trausti Hreinsson og
Þórunn Lárusdóttir. María Krist-
jánsdóttir gerir leikgerð, byggða á
þýðingu Hafliða Arngrímssonar á
Das Werk.
Elfriede Jelinek er fædd í Aust-
urríki 1946 og hlaut menntun á
sviði tónlistar. Hún hefur skrifað
flölda verka fyrir leiksvið, en
einnig sent frá sér ljóö og prósa-
verk. Meðal frægustu verka henn-
ar eru skáldsögurnar Lostí og
Píanókennarinn, en gerð var sam-
nefnd kvikmynd eftir þeirri síðar-
nefndu sem sýnd var hér á landi.
Tvö leikrit eftir Jelinek hafa verið
flutt í íslensku leikhúsi, Klara S.
var sett upp í Nemendaleikhúsini)
og Útvarpsleikhúsið flutti nýverið
Hvað gerðist eftir að Nóra yfirgaf
eiginmanninn. Á síðari árum hef-
ur Jelinek nánast útrýmt hefð-
bundinni atburðarás í leikritum
sínum og eins leikpersónum.
Leikrit hennar þykja því einstök
áskorun fyrir leikhóp og leikstjóra
í uppsetningu. Jelinek hlaut
nóbelsverðlaunin í bókmenntum
árið 2004.
Norðrið í
kanadískum
kvikmyndum
í Norræna húsinu á föstudag-
inn hefst kvikmyndahátíð sem
speglar norðrið í kanadískri kvik-
myndagerð. Hátíöin er samstarfs-
verkefni fjölmargra aðila undir
skipuiagningu Daniels Chartiers
og Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur.
Ókeypis aðgangur er á allar mynd-
irnar, en meðal þeirra sem sýndar
eru má nefna: The Jmportance of
Being Icelandic, eftir Jón E. Gúst-
afsson sem fæddur er á íslandi en
nú búsettur í Kanada, The Snow
Walker eftir Martin Smith og Mon
Oncle Antoine eftir Claude Jutras.