Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Side 14
74 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 Fréttir DV Sandkorn Jakob Bjarnar Grétarsson • Þegar össur Skarphéöinsson bregður stflvopninu á loft í bloggi sínu eirir hann engu. Þannig tók hann ónefndan blaða- mann Blaðsins, sem reit smámola um skrif hans á síðu sinni um skattaumfjöllun Kastljóss, þannig í gegn að annað eins hefur ekki sést. Kallaði þann bögubósa, rot- ið epli, flautaþyril... herpresturinn í Góða dátanum hefði verið fullsæmdur af ræðu össurar þá þegar hann messaði yfir nærbuxnalöllum og skrópagemlingum. Innblað Blaðsins fékk falleinkunn hjá össuri en þar ræður ríkjum Ema Kaaber sem sennilega hefur ekki fengið aðrar eins umvandanir. Glefsur úr messu össurar má finna á öftustu opnu DV... • Kolbrún Bergþórs- dóttir fær hins vegar góða einkunn hjá össuri Skarphéðins- syni og eru spurn- ingar&svör viðtöl hennar sögð, af krataforingjanum, „tromp Blaðsins". Ema Kaaber á ekki heldur sjö dagana sæla innan dyra Blaðsins því hún mun í ónáð hjá prímadonnunni Kolbrúnu. Eng- inn er sæll af því - Kolbrún ber hvern þann út sem henni líkar ekki. Kratarnir össur og Kolbrún em í tal- sambandi og því líklegt að Össur hafi vitað hver lá vel við höggi og hugsanlega verið mótiveraður vel við skriftir sínar... • Stórstjarnan Björk sat í góðu yfirlæti á Prikinu á öskudag- inn. Einhvern tíma hefði þetta talist dag- urinn sem Björk félli í hópinn. En hún skar sig úr eins og fyrri daginn en nú með öfugum for- merkjum. Meðan krakkar fóm um borgina skrautlegir sem aldrei fyrr, • flestir sem Silvía Nótt, var Björk hóf- stillt í klæðaburði svo nálgaðist að mega heita venjuleg... • DV greindi frá því í gær að Þórhallur miðill hefur nú hætt með útvarpsþátt sinn á Bylgjunni en mikið er um það rætt á spjallsíðum ýmsum. Þórhallur er á leið til Kanaríeyja og mun dvelja þar í mánuði. Þar starfaði Þórhallur áður sem fararstjóri hjá Úrval-Útsýn og þekkir því hveija þúfu... • Árið 1991, þegar Yoko Ono var á ís- landi síðast, heim- sótti hún rithöfund- inn Vigdísi Gríms- dóttur á Njálsgötuna. Gaf hún Vigdísi við það tækifæri forláta sólgleraugu sem Vigdfs hefur notað við hátíðleg tækifæri. Báðar eiga listakonurnar það sameiginlegt að vera miklar sólgleraugnakonur. Vel fór á með listakonunum þá en ekki hittust þær að þessu sinni en haft er eftir Vigdísi að vel megi vera að Yoko hafi bankað upp á en hún þá ekki verið heima... Álfyrirtækið Alcoa er gamalgróið og risavaxið fyrirtæki. Tekjur fyrirtækisins nema tæplega tvö þúsund milljörðum króna. Fyrirtækið rekur 27 álver í fimm heimsálfum. - Risavaxió íypip- tseki sem grseoir þúsundip milljaröa Alcoa er risavaxið íyrirtæki, eitt stærsta fyrirtækið í áliðnaði í heiminum og leiðandi á ýmsum sviðum álframleiðslu. Alcoa framleiðir efni fyrir ýmsa geira, eins og fyrir byggingariðnað, geimskipasmíðar, bflaframleiðslu og fleira. í ljósi áhuga yfir- manna Alcoa á fslandi er ekki úr vegi að skoða fyrirtækið nánar. ALCOA Hjá fyrirtækinu starfa 129 þús- und manns í 42 löndum. Það rekur 27 álver í fimm heimsálfum. Tekjur fyrirtækisins eru miklar og fara vaxandi. Á síðasta ári námu þær tæplega 1.720 millj- örðum króna. Árið 2004 voru tekjur fyrir- tæksins 1.540 milljarðar og árið 2003 um 1380 milljarð- ar. Fyrirtækið er því í miklum vexti. Tekjur af framleiðslu áls og súráls hafa auk- ist gríðarlega. Á síðasta ári hagnað- Á síðasta árí voru tekjur fyrírtækisins tæplega 1.720 millj- arðar króna. -129 þúsund starfsmenn - 27 álver I fimm heimsálfum - Framleiðir ýmsar pökkunarvorur fyrir matvörur, t.d. Reynolds Wrap. - 1.720 milljarðar í tekjur á síðasta ári - Stofnað 1888 | utan I um ýmsar I teg- undir mat- væla. Tvær helstu vöru- tegundirnar sem framleiddar eru af fyrirtækinu eru Reynolds Wrap og Baco. Einnig fram- leiðir fyrirtækið felgur fyrir bíla, Alcoa Wheeís, sem eru vinsælar. Alls hagnaðist Alcoa um 410 milljarða á vörum sem fara beint til neytanda, vegur Reyonlds Wrap þar þyngst en einnig selur fyrirtækið fleiri tugi milljarða af áldósum sem notaðar eru undir drykkjarföng. Gamalgróið fyrirtæki ist fyrirtækið um tæpa 450 millj- arða á þess konar framleiðslu og er það helsta tekjulind Alcoa. Ekki bara í álinu Fyrirtækið starfar ekki bara í kringum áliðnað. Starfsmenn fyrir- tækisins framleiða álpappír, poka og annað sem notað er 1 umbúðir Reynolds Wrap Ein afþeim vörum sem Alcoa framleiðir. Fyrirtækið var stofnað árið 1888 og hét þá Pittsburgh Reduction Company. Árið 1907 var nafninu breytt í Aluminium Company of America og árið 1910 var óopin- berlega byrjað að kalla fyrirtækið Alcoa. Árið 1999 ákváðu stjórnend- urnir síðan að Alcoa yrði opinbert nafn fyrirtækisins og var það liður í alþjóðavæðingu þess. Fyrirtækið er þekkt víða um heim. Til dæmis kemur það við sögu í myndinni Good Night, and Good Luck, sem nú er sýnd í kvik- myndahúsum landsins. Myndin fjallar um fjölmiðlamenn sem eru með fréttaskýringaþátt í Bandaríkj- unum. Alcoa er styrktaraðili þáttar- ins í myndinni og hættir því í kjöl- farið á gagnrýni fréttamanna á Jos- eph McCarthy, öldungardeildar- þingmann. kjanan@dv.is Forstjórinn Alain J.P. Belda kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu til að undirrita samning um álverá Austurlandi. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er dugleg að halda sér í formi Condoleezza Rice vaknar kl. 4.30 til að æfa Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er ákaflega dugleg við að halda sér í formi. Á hverjum morgni vaknar hún klukk- an 4.30 til að stunda líkamsþjálfun. Hún er með æfingaaðstöðu á heim- ili sínu, í íbúð sem hún í og í vinn- unni. Hún er með einkaþjálfara, Tommi Tomlo, sem var áður í bandaríska sjóhernum. Hann segist ekki fara illa með ráðherrann. „Við byrjum alla morgna rólega, tökum tvær mínútur í rólegum spinning á hverjum morgni. Maður þarf ekkert að setja nein hraðamet á þessum æfingum." Rice segist ekki eiga auðvelt með að taka mikið á í einu. „Ég er rétt rúmlega 50 ára," segir hún brosandi og heldur áfram: „Ég æfði listdans á skautum í mörg ár og lenti þá oft í salnum Rice tekursig vel út Iæfingasaln- um sem er staðsettur i utanrikisráðuneyti Bandarikjanna. illa á hnjánum og leggjunum. Þess vegna hentar mér betur að taka því rólega og ganga frekar en hlaupá." Tomlo þjálfari tekur undir þessi orð stjórnmálakonunnar. „Að mínu mati er ganga ákaflega vanmetin æfing. Hún er mikilvæg fyrir fólk - hjartað styrkist og líkaminn verður fallegur í laginu." Rice segist reyna að æfa hvar sem hún er stödd í heiminum. „Þegar ég er á ferðalögum skipu- legg ég tíma minn þannig að ég geti æft í byrjun hvers dags." Hún segir að heilsuleysi föður hennar hafi verið víti til varnaðar. „Faðir minn kynnti mig fyrir íþrótt- um, hann æfði alltaf mikið. En svo hætti hann að æfa og þá fóru alls kyns kvillar að hrjá hann, til dæmis hjartabilun og þess háttar. Þetta var lærdómsríkt. Þetta kenndi mér að mað- ur má aldrei hætta að æfa, maður verður að halda sér í þjálfun alla ævi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.