Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 4
if*vrr ir \m
/ij j 'Ji
Mmmmm
SEFURÐU NAKINN?
Stundum. Það fer soldið eftir því hvað maður
hefur verið að bardúsa áður en maður fer að
sofa.
HVORT MYNDIRÐU FREKAR VILJA SÆNGA
HJÁ FEITRISTELPU MEÐ SÆTT AND-
LIT EÐA LJÓTRIMEÐ FLOTTAN
SKROKK?
Ætli sú með flotta skrokkinn
yrði ekki fyrir valinu.
HVAÐ VARSTU HREINN SVEINN í
MÖRGÁR?
f 16 ár.
HVER ER MEÐ VERSTU ÚTVARPSRÖDDINA?
Guðni Már á Rás 2. Hann mætti vera líflegri.
GERIRÐU GRÍN AÐ RAUÐHÆRÐUM EÐA LITUÐU
FÓLKI?
Rauðhærðum. Það er alveg á hreinu. Ég þekki
marga rauðhærða og hef leyfi til að gera grín
að þeim.
EF ÞÚ FENGIR AÐ VELJA ÞÉR Ein STRÍÐ í SÖG-
UNNITILAÐ BERJAST í, HVERT YRÐIFYRIR VAL-
INU?
Mig hefur aldrei langað að berjast í stríði öf-
ugt við marga aðra karlmenn. En ef ég fengi
að velja yrði það eitthvað stríð þar sem fáir
lágu í valnum.
HVORT HÉLSTU MEÐ SOVÉTRÍKJUNUM EÐA
BANDARÍKJUNUM í KALDA STRÍÐINU?
Ég var með Kananum. Trúði aldrei á
kommúnismann og hugmyndafræðina
á bak við hann.
m
se
HORFÐIRÐU EINHVERN TÍMANN Á ÞÆTTINA
STRANDVERÐIEINN MEÐ SJÁLFUM ÞÉR?
Já auðvitað. Og sá karlmaður sem neitar því
er að ljúga.
HVAÐ ER LANGT SÍÐAN ÞÚ HORFÐIR í SPEGIL OG
HUGSAÐIR MEÐ ÞÉR, SHIT HVAÐ ÉG ER FLOTTUR?
Bara nú í morgun. Ég byrja alla daga á því.
UNNUR BIRNA, LINDA PÉ EÐA HÓFÍ?
Linda Pé. Hún var bara svo
áberandi faileg og er enn. Hún
minnir mig mikið á konuna
mína. Svona ódýrari útgáfan
afhenni.
HEFUR ÞÚ Hin HEIÐARLEGAN FAST-
EIGNASALA?
Einu sinni. Og var þá búinn að hitta Qöl-
marga.
LESTU FYRIR MIG SÍÐASTA SMS OG FRÁ HVERJUM
ERÞAÐ?
Birgir Tryggvason hljómaður sendi mér. „Jök-
ul um helgina?" Sem þýðir hvort ég ætli að
koma með sér á upp á jökul um helgina og
svarið við því er að sjálfsögðu já.
FINNST ÞÉR ÞETTA ALTER-EGÓ GRÍN FARIÐ
AÐ VERA ÞREYTANDI?
Nei ekki þannig. Ég sá aldrei þátt með
Silvíu og því er ég ekki orðinn er þreytt-
ur á þessu. En ég skal trúa því að þeir
sem hafa fylgst með Silvíu frá upphafi séu
orðnir þreyttir.
SEM YFIRMAÐUR, HEFURÐU LAMIÐ STARFSMANN
FYRIR AÐ LJÚGA SIG VEIKANN TIL AÐ SLEPPA VIÐ
VINNU?
Já ég sló einhvern tíman á puttana á Heiðari
Austmann.
SUPERMAN, HE-MAN EÐA BATMAN?
Shit hvað það er erfitt að gera upp á milli HE-
Man og Superman. Fyrst það er að koma
Superman mynd í sumar þá ætla ég að segja
hann.
LETTERMAN EÐA LENO?
Letterman. Ég er kominn með leið á Leno.
Letterman er svo skemmtilega kaldhæðinn.
SÆTASTIMAÐUR SEM ÞÚ ÞEKKIR?
Karlmaður? Mér finnst enginn karlmaður
neitt svo sætur ef ég á að segja alveg eins og
er.
BÚÐU TIL SPURNINGU FYRIR NÆSTA VIÐMÆL-
ANDA!
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú
vaknar á morgnana?
$mw$
ðflÆLSR EIOO MED'
...Sirkus mælir ekki með MSN á vinnustöð-
um. MSN er mikill tímaþjófur og detti starfs-
maður í djúsí spjall er líklegt að hann afreki
ekki neitt.yfir alian daginn. Þá er MSN staður
þar sem misskilningurinn fæðist, þ.e.a.s. ef þú
notar ekki réttu blikk kallana á réttum tíma.
...Sirkus mælir ekki með ofurölvun. Nú
þegar erfiðustu skammdegismánuðimir eru
að baki er um að gera að sýna stilli í drykkju.
Það var í góðu lagi að vera slefandi fullur í jan-
úar og febrúar en nú er mars og því skulum
við róa okkur aðeins.
...Sirkus mælir ekki með óþarfa skotum og
leiðindum gagnvart fólki með freknur. Flestir
þeir sem eru með freknur vita vel af því og
þurfa því ekki að láta minna sig á það sí og æ.
Freknur eru hraustleika merki sem ber að
státa sig af.
..Sirkus mælir ekki með SMS skeytum.
Flvað er leiðinlegra en að skrifa SMS með ein-
um putta eins og eitthvað algjört viðrini. Einu
skiptin sem senda á SMS er þegar maður er
að huga að ástarmálunum. Það er ekki eðli-
lega vont af fá SMS sem á stendur„Flvad segir
tu gott" frá bróður sínum.
SONJA ER HETJA SVAVAR5.
„Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla er
hetjan mín," segir Svavar Pétur Eysteinsson í
Skakkamanage. „Ég kynntist henni í gegnum
ævisögu hennar sem er kyngimagnað ævintýri
stórkotlegrar heimskonu sem áttar sig ung á
því að ísland er pínulítið sker þar sem er ekk-
ert stuð. Hún flýr út í heim og tekst á skjótvirk-
an og undraverðan hátt að sleikja upp helstu
framámenn í athafna, lista og viðsldptalífinu
og auðgast þannig á tá og fingri. Sonja var
kerling í krapinu sem lét ekki einu sinni frú
Vigdísi Finnbogadóttur segja sér fyrir verk-
um,“ segir Svavar sem sjálfur hefur notað loft-
brú Icelandair þegar hann fær nóg af smæð ís-
lands.