Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 6
KYNIÍF ALLS STAÐAR ÍTtSKUAÐVERAMEÐLfTILBRJÓST Það voru þær Sara, Brynja og Andrea sem riðu á vaðið sem stelpurnar í sófanum. Þær ræddu með- al annars um slefandi karla og þá klámvæðingu sem á sér stað innan tónlistariðnaðarins. Þær sögðu klám vera alls staðar. „Þegar við vorum ungar þá var ekki svona mikið um kynlíf. Fólk er núna byrjað að ríða miklu fyrr en hvað er málið með að það sé bara verið ríða í rass, og þetta er al- veg að gerast fyrir framan okkur," sögðu stúlkurnar alvarlegar í bragði. Þær Anna Brá, Birna Sif, Svana Lovísa og Guðný skipuðu annan hópinn í sófanum. Þær komu með tísku uppljóstrun í samræðum sínum. Þegar þær voru spurðar út í lýtaaðgerðir svöruðu þær:„Það er ekki lengur svona mikið eins og var, í dag er í tísku að vera með lítil brjóst." DJÖFULL ERIU MUdDTVPPI Steinunn, Þóra Hrund, Pattra, Sara Lind, íris Rós og Margrét Ósk voru áttundi hópurinn í sófanum. Þær sögðust ekki vilja hafa strákana of massaða og helst með skegg. Ein þeirra hafði mikið að segja um Óla Geir sem hafði verið sviptur titlinum Herra ísland. „Hann er að gera svo asnalega hluti og er eitthvað svo glataður og ósmekklegur Herra ísland. Hann á að vera elegant og og sjarmerandi." Margrét Ýr, Berta, Matthildur, Hrund og Sandra voru níundi hópurinn í sófann.Þær gáfu lítið fyr- ir flotta bíla og stráka sem monta sig af sterkum fjárhag. Þær sögðust aldrei mundu heimta einn Donald Trump.„Gaurar sem maður er að hitta í dag, eiga ekki að vera að eyða peningunum sín- um íflotta bíla, frekar í nám eða eitthvað uppbyggilegra," sögðu stúlkurnar einlægar og lausar við allt sem kallast má grunnhyggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.