Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 17
NYTT UF VAR UPPHAHD „Kanntu einhverja fleiri brandara," voru fyrstu viðbrögð Skagfirðingsins Frímanns Lúðvflcsson- ar þegar blaðamaður bað hann um að rifja upp góða frammistöðu í kvikmyndinni Nýju lífi írá árinu 1983.1 myndinni lék Frímann, Júfla hús- vörð sem sýndi þeim Þór og Danna herbergið sitt og hélt aga í verðbúðinni í vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. „Ég var húsvörður á þessum tíma á verðbúð- inni í Vestmannaeyjum og því lá beinast við að ég tæki að mér þetta hlutverk," segir Frímann sem vinnur nú sem málari í MosfeUsbæ en var húsvörður í næstum 14 ár. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tfmi þegar myndin var tekin upp í Eyjum og það hefði auð- veldlega verið hægt að gera aðra mynd úr því efni sem ekki var notað.“ Arthúr VÍGLUNDUR VERKSTJÓRISEGIST EIGA LÍTIÐ EFTIR „Ég hætti eiginlega alveg að leika eftir þessa mynd,“ segir Runólfur Dagbjartsson sem fór á kostum sem Víglundur verk- stjóri. Runólfur sem nú er 83 ára var vinsæU leikari í leikfélagi þeirra Vestmanneyinga áður en hann tók að sér hlutverk Víg- lundar. „Þetta var alveg frábær tími. Og mér finnst í raun með ólfldndum hvað myndin er vinsæl en þann dag í dag." En á ekkert aö leika meira íbíómyndum ?„Mér bauðst að taka þátt í einhverjum verkefnum eftir Nýtt líf. En ég afþakkaði allt saman," segir Runólfur sem segist eiga fá ár eftir. „Pabbi minn varð 85 ára, mamma mín líka og nú er ég 83 ára. Þannig að þetta er að verða búið,“ segir Eyjamaðurinn síkáti og hlær. Ef marka má rödd Runólfs þá á hann nóg eftir og aðdáendur hans þurfa engu að kvíða. Á vissan hátt var það súrrah'sk stund fyrir blaðamarm að tala við Runólf því hann er enn með nákvæmlega sama róm og Víglundur verkstjóri en þó er Runólfur mun blíðari en Víglundur nokkurn tímann var. KYNNTIMENN FYRIR JOHN REAGAN Eftirlætisatriði fjölmargra aðdáenda Nýs lífs er þegar Þór Ólafsson (leikinn af Eggerti Þor- leifssyni) lýgur að Alla ballgesti sem leikinn er af Hlyni Ólafssyni að hann heiti John Reagan og sé frændi Ronalds Reagan sem þá var forseti Bandaríkjanna. Alli fer síðan og lætur vini sína vita að ffændi Ronalds Reagan sé á staðnum. Síðan komast þeir að því að þetta sé bara alls ekki John Reagan og þá taka Eyjamenn í lurginn á Þór og sparka honum út úr Alþýðuhúsinu. „Ég hef alveg látið systur mína sjá um leiklistina, ég fór teikna í staðinn," segir Hlynur Ólafsson sem lék Alla. Systir Hlyns er Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona sem farið hefur mikinn í danska spennuþættinum Erninum sem sýndur er í Rfldssjónvarpinu. Elva Ósk fór með hlutverk Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu sem Þór Ólafsson reyndi að sofa hjá en með misheppnuðum ár- angri. „Ég var í leikfélaginu á þessum tíma og mörg okkar sem voru þar tóku síðan þátt í myndinni. Ég fékk eitthvert handrit en það var nánast ekkert stuðst við það. Atriðið var spunnið að mestu á staðnum. Þetta var fyrst og fremst gaman og skemmtilegt að fá tældfæri til að leika í bíómynd/'segir Hlynur sem var einn þeirra sem tók þátt í því að henda Þór út úr Alþýðuhúsinu. HH t it2í"l Aqosc Ofsson bcaism Éferc isscai Ég vil bara láta þig vita að þú ert kærastan mín af því ég er svo hrifmn af persónuleika þínum Frábært Þá get ég hætt að lita á mér hárið, fara í Ijós, mála mig í framan, ganga með magabelti og í undrabrjóstahaldara PERSÓNA Þú ert ekkert með svo góðan persónuleika þegar ég fer að pæla f því Arthúr verfiur vikulega í Siitus hér eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.