Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 9
I ElttAR ÖRN OG CURVER ERU GHOSTÐIGITAL „HÓN KEMUR BARA ÚT UM ALLAN HEÍM. MAÐUR TILTEKUR ÞESSA IÐALMARKAÐISVO FÓLK GETI SAGT: „VÁ ÞIÐ ERUÐ BARA AÐ GEFA ÚT ALLS STAÐAR."," Síðasta plata sveitarinnar kom ekki út um allan heim. Hún átti að fara annað en gerði það ekki. Hún var gefin út í Bretlandi meðal annars. „Við vorum að láta EMI gefa plötuna út en þeir treystu sér ekki til þess. f dag vilja þeir allir fá að vinna með okkur. Ástæðan fyrir því er sú að það sem við vorum að gera þá var bæði frumlegt og ný- stárlegt og það sem við erum að gera núna er bæði frum- legt og nýstárlegt. En út af því að við erum búnir að leyfa fólki að heyra hvað við erum að gera þá þora þessi fyrir- tæki að taka sénsinn á þessu, um leið og við setjum eitt- hvað fram getum við unnið út frá því," segir Einar sem hefur marga fjöruna sopið í útgáfumálum og veit sínu viti. DREYMIR EUROVISION Einar heldur áfram að útskýra hvaða áhrif það hefur að fólk fái að kynnast þeim hljóðheimi sem Ghostdigital er að vinna með. „Hljóðheimur kanaútvarpsins er ótrú- legur og framandi. Ég var að vinna á póstinum þegar ég var nítján ára og þar gat maður bara hlustað á Am rásirn- ar í Ford Econline-inum sem ég var að vinna á. Nú þegar ég hlusta á Kanann þá dett ég í eitthvað sem ég hef heyrt áður og kannast við þetta, þetta er mjög framandi. Það er eins með tónlistina plötuna okkar. Þegar fólk heyrir plötu númer tvö þá flnnst því þetta ekkert mjög framandi því það heldur að það hafi heyrt þetta áður. Þannig er nú bara eðli dægurtónlistar í dag - þetta er alltaf sama vísan sem er verið að kveða. Það er galdurinn við Eurovision að segja sömu vísuna aftur á nýjan hátt þannig að fólk haldi að það hafi heyrt þetta áður. Ég vakna upp með andfæl- um á hverri nóttu og syng Til hamingju fsland," segir Einar af mikilli ákefð. SÖLUHÆSTISÖNGVARI ÞJÓÐARINNAR Curver segir gaman að vinna með rödd Einars. „Hún er mjög fjölbreytt. Reyndar í sumum söngtökum sem eru yfirleitt bara ein taka. Þá breytir Einar svo oft um karakt- er að það er stundum eins og þetta komi klippt út úr hausnum á honum,“ segir Curver og hlær sínum smit- andi og stórskemmtilega hlátri. Curver er þó ekki sá eini sem kann að meta söng Einars Arnar því hann er sölu- hæsti karlsöngvari þjóðarinnar. Hveinig kanntu viö það? Vissiiöu alveg afþessu? „Maður hugsar ekkert um svona lagað. Þá er líka hægt að segja að Bragi Ólafsson sé söluhæsti karlbassaleikar- inn. Og er þá Þór Eldon ekki söluhæsti karlgítarleikar- inn?,“ segir Einar og gerir lítið úr þessum titli sem hann ber. ÁDEILA Á FÖKKING HAGSMUNAPOT Titill plötunnar - In cod we trust - hlýtur að eiga sér einhverjar eðlilegar skýringar en fyrir þá sem ekki vita þá þýðir það - Við stólum á þorskinn. Titillinn er setning úr laginu Not clean sem er annað lag plötunnar. „Þetta er vísun í trú, pólítík og ástandið í heiminum í dag. Það er bara þannig að lagið er um tvo menn sem hittast á fundi og eiga að geta leyst heimsins vandamál. Þeir ræða í staðinn uppruna þorsksins. í staðinn fyrir að tækla: „Mr. President - hvað segirðu um að hætta við stríðið í Irak?“ Pólitísk ádeila á hvað stjórnmálamenn eru yfirleitt far- lama í öllu öðru en sínu eigin fökking hagsmunapoti," segir Einar með skemmtilegri ö- áherslu í enska orðinu fucking. „Þetta snýst um hvað stjórnmálamenn geta ver- ið miklir aular. Ég var að lesa frétt um Bush sem var ný- lentur í Afganistan. Og eftir að hann var búinn að vera þar í tvo tíma þá var hann voða ánægður með hvað lýð- ræðið er búið að skjóta rótum þar. Ok. Hvernig getur hann séð það karlinn? Hann er kannski svona bráðgáfað- ur,“ segir Einar ákveðinn en fáránlega yfirvegaður. SVARTIR ALLAR HELGAR Þá er komið að því að kveðja þá félaga en það er ekki hægt að hitta hljómsveitarmeðlimi án þess að kasta spurningunni fram: Er mikið sukk á ykkur? „Við erum svartir allar helgar. Alveg gjörsamlega svartir um allar helgar," segir Einar. „Hvítir á virkum dögum og síðan sjáum við ekki út úr augunum um helg- ar. Það eru margar mílur á bakvið okkur sem gera það að verkum að við erum þeir verstu í þessu. Við kunnum að velja okkur vettvanginn," segir hann og þá er það búið. Sólmundur Hólm i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.