Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 18
MdÍMÉÉÉÉ Ktmuswi m. FHm mm fiu í ELLEN ERLA EGILSDÓTTIR ER REYKJAVÍKURMÆR SEM BÚIÐ HEFUR NÁNAST ALLA ÆVI í NÁGRENNIMIÐBÆJARINS. í VETUR AKVAÐ HÚN AÐ SÖÐLA UM OG ÖÐLAST TILBREYTINGU í LÍFIÐ. HÚN SKELLTISÉR í HÚSSTJÓRNARSKÓLANN Á HALLORMSSTAÐ. HÚN SEGIST HAFA HAFT GOH AF ÞVÍ AÐ KÍKJA ÚT Á LAND ÞVÍ ÁÐUR HAFÐIHÚN VARLA KOM- IÐ ÚT FYRIR HAFNARFJÖRÐ. LISTIN ER ELLEN NÆRTÆK ÞVÍ FORELDR- AR HENNAR OG BRÆÐUR ERU ÖLL ÞEKKT Á SÍNU SVIÐI. MAMMAN TINNA ER ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI, PABBINN EGILL ER SÖNGVARIOG LEIK- ARI. SIRKUS RVK FÉKK ELLEN ERLU TIL AÐ SÝNA SÉR HVERNIG DAGUR í HÚSTJÓRNARSKÓLANUM GENGUR FYRIR SIG. - msá snw sciiEKflBit» mm mm 'jttÉ i HEIMASÆTAN!„ÉG SÉEKKIEFTIRÞVÍAÐ HAFA KOMIÐ. SVEITIN ER ÆÐISLEG, í HÓFI." DAGURAÐ tr KVELDIKOMINN! TAKK FYRIR KOMUNA Á HALLORMSSTAÐ." ÆTLAR AÐ VERÐA FATA- HÖNNUÐUR! ELLEN ERLA ÆTLAR í FATAHÖNNUN ( LISTAHÁSKÓLANUM EFTIR ÚTSKRIFT ÚR MENNTA- SKÓLA. ELLEN ERLA FÆR 30 || EININGAR FYRIR ÖNNINAI HALLORMSSTAÐ SEM ER MEIRA EN Á ÖNN í VENJU- LEGUM FRAMHALDSSKÓLA EBA MENNTASKÓLA. g vaknaði klukkan 7:30. Auðvit- að þarf ég að búa um rúmið og hafa allt fínt áður en einkunna- gjöf fyrir almenna umgengni hefst. Mínar einkunnir hafa ekki verið háar, er líka frekar mikil subba en þetta er allt á batavegi. Þessa vikuna eru það ég og Freyr skóla- bróðir minn sem sjáum um morgunmatinn svo ég þarf að vakna 20 mínútum fyrr tii að setja morgunmat á borðið. Það er skyldu- mæting í morgunmatinn. Fyrsta daginn mætti ég nývöknuð á bleiku snoopy-náttföt- unum mínum og Kolbrún aðstoðarskóla- meistari var ekki sátt, sagði að í morgmæti maður fullklæddur og greiddur. Það eru regl- ur hérna sem eru oft mjög tiigangslausar og kannski of gamaldags. Kennararnir punkta niður einkunnir fyrir nánast alit sem við ger- um. Svo maður þarf að gera allt vel og vand- lega Fyrsti tíminn í dag er veitingatækni klukk- an 8:30. Þar um innra eftirlit. Þar er líka farið út í þjónustu og framkomu við viðskiptavini. Ég er búin að læra að taka diska af borðum og halda á þeim eins og alvöru þjónn. Helena vinkona mín er einmitt að fara í prufu að þjóna á Broadway næsta laugardag, ég kem einmitt heim og get kennt henni taktana. Skólastjórinn, Þráinn Lárus- son, kennir þetta fag hann hefur sterkar skoðanir á þessum málum enda stjómmálamaður svo þessir tímar eru svona hálfgerð predikun. Við gemm oft lent upp á móti hvort öðru í tímunum og getum verið mjög ósammála. Eftir á er svo bara hleg- ið að því. Mér finnst rosalega kósí að sitja bara öll saman að sauma. Klukkan 10:30 hefst sauma- tími. Strákamir em ekki að standa sig neitt rosalega vel í þessu fagi og vilja frekar fá að vera í eldhúsinu en það er nú samt gaman að sjá þá reyna að þræða saumavél. Ég er að sauma buxur núna sem ég hef einn dag til að klára. Þétta nám er mjög mikil vinna og ég þarf að vera rosalega skipulögð og nýta tím- ann minn vel. Meðan minn hópur saumar er allt á fuliu í eldhúsinu. Ef maturinn er ekki tilbúinn á rétt- um tíma verður skólastjórinn alveg æfur og við viljum sko ekki hafa hann svoleiðis, svo krakkamir hafa aUtaf hraðann á. Matarlyktin berst inn í saumastofu og brátt verður hringt í mat. Búið er að leggja á öll borð og í dag fáum við mjög íslenskan mat. Ég fékk að smakka saltkjöt og baunir í fyrsta skipti, ótrúlegt en satt!!! Þetta er líka bara borðað á sveitabæj- í hádegishléinu þarf ég að þrífa umsjónina mína en það eru svæði sem okkur er úthlutað vikulega til að þrífa. Klukkan 13:00 telur næringafræðin við. Þar læmm við um næringagildi matvæla. Þar NÁTTÚRUNÖRD! ELLEN ERLA SEIGR VISTINA Á LANDSBYGGDINNIHAFA GERT SIG Afi HÁLF- GERBU NÁTTÚRUNÖRDI. EINS 0G HÚN 0RÐAR ÞABSJÁLF. komst ég til dæmis að því að alkóhól hefur mestu kaloríurnar af öUu! í lok skólans klukkan 16:00 er svo þvottur þveginn. Kokkagallinn straujaður fyrir næsta eldhústíma því það skiptir miklu máU að vera snyrtilegur í umgengni - ekki beint mín besta hlið. Svo ég þarf að beita mig miklum sjálf- saga sem er stundum soldið erfitt. En þetta er aUt að koma Þegar matur er aðahiámsefnið eykst mat- arlystin gífurlega og síðan ég kom hingað er ég búin að þyngjast um nokkur kfió. Svo við fór- um þrjú saman út að labba en enduðum í sjoppunni og keyptum meira til að borða. Það er ein sjoppa héma, næsta er í 40 kUómetra fjarlægð. Svo er bara skógur og foss. Maður breytist í eitthvað náttúrunörd og er aUtaf að tala um hvað þetta og hitt sé faUegt „sjáiði himininn." Svo byrjum við að elda kvöldmat geng- ið er hratt og fljótt eftir honum því ferðinni er heitið á Egilsstaði. Nettenging er ekki ennþá komin í húsið. Hversu gamaldags þarf þetta að vera? Síminn hefur svikið skólann um nettengingu í meira en ár, það er helvíti að búa á stað þar sem engin nettenging er. Café Nielsen er í miklu uppáhaidi hjá fólk- inu úr skólanum, þar er ókeypis nettenging og við eyðum mörgum kvöldstundum þar eða uppi í sófa með góða mynd í tækinu. Ég er búin að horfa á aUar Lord of the Rings-mynd- irnar síðan ég kom. Það em nokkrir sætir strákar hérna, en þeir heitustu em aUir á föstu! Hvað er í gangi? Ætli maður verði ekki bara að halda sig við strákana úr bænum. Maður lætur nú hvort eð er ekki sjá sig með sveitalubba Ég verð að segja eins og er að þegar ég ákvað að koma hingað vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í og leist ekkert svakalega vel á þetta. Fara úr miðbænum í Reykjavík og koma hingað - ég fer varla upp í Hafnar- fjörð! Borgin er minn staður. Sveitin hefur róandi áhrif á mann og ég er rosalega ánægð hérna, skemmtilegt fólk og svo er þetta auðvitað rosalega þroskandi og frá- bær reynsla. Ég sé ekki eftir því að hafa komið. Sveitin er æðisleg, í hófi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.