Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 Fréttir DV Þórdís er sönn og góð vin- kona. Hún er iðjusöm og ótrú- lega hress og jákvæð. Henni hættir til að vera pínulítill besservisser og er á stundum of ráðagóð. „Þórdís er náttúrulega gullfalleg kona, en fyrst og fremst er hún drulluklár. Hún er iðjusöm og fellurekki verk úrhendi þegar kemur að vinnu og er stanslaust að. Svo er hún sérstaklega lagin við að finna upplýsingará netinu sem er mikill kostur þeg- ar maður er að vinna með henni. Stundum finnst mér hún hafa furðulegan fatasmekk, sem getur svo sem talist kostur líka. Hún á það til að detta út þegar hún einbeitir sér og þá veit maður ekki aiveg hvar maður hefur hana, en almennt hefég ekkert nema gott um hana að segja." Friðrik Friðriksson leikari. „Hún er bara jafnfalleg að inn- an og utan, algersnillingur. Reynsla mín afhenni í samstarfi er mjög góð, hún er metnaðargjörn og fylgin sér og ég hefekkert nema gott um hana að segja. Hún getur verið pínulítill besservisser, en svo kemur ævin- lega í Ijós að hún hefur rétt fyrir sér." Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona. „Hún Þórdis ereinstaklega sönn og góð vinkona og stendur við bakið á manni. Hún er alltaf ótrúlega hress og jákvæð og er mjög hæfileikarík á ýmsum sviöum, svo eldar hún líka geðveikt góðan mat.Húnáþaðtiiað gera ofmarga hluti í einu og svo er hún oft áttavilt í bók- staflegri merkingu. Eins ráðagóð og hún er þááhún það til að hella yfir mann ofmörgum ráð- um, en það er svo sem ekki stór- vægilegur galli." Ósk Gunnarsdóttir kvlkmynda- gerðarmaður. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Backman, leik- kona og leikskáld, er fædd 1. ágúst 1980. Hún útskrifaðist frá leiklistardeild University of Georgia í Bandaríkjunum áriö 2003. Síöan hún lauk námi hafa leikritin Áttu smit, sem sett var upp ÍTÓnlistarþróunarmiðstööinni og BrotiÖ sem var sett upp I Hafnartjaröar- leikhúsinu komiö fyrir augu almennings auk þess sem útvarpsleikritiö Kista töframanns- ins var sett upp hjá útvarpsleikhúsinu. Þórdís var fyrsti fulitrúi Islands á ráöstefnu fyrir 50 efnilegustu leikskáld I heiminum. Nú sföast var verkiö Hungur frumsýnt I Borgarleikhús- inu. Verkiö hefur hlotiö mikið lofsýningar- gesta og gagnrýnenda.. Viðar Þórðarson í Kópavogi hefur kært bæjaryfirvöld vegna álagningar fasteigna- gjalda. Segir Viðar íbúum mismunað eftir því hvort þeir búi í sérbýli eða fjölbýli. Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmaður í Kópavogi, segir í svari til félagsmála- ráðuneytisins að ætlunin hafi verið að halda fasteignasköttum óbreyttum frá fyrra ári. Bærinn hafi gætt jafnræðis. Eigendur sécb .a° . . . mein Fensalir Viðari Þórðarsyni og öðr- um ibúöareigendum í Fensölum er gert að greiða hæra hlutfaíl affast eignamati en eigendum einbýiis- húsa og raðhúsa í nágrenninu. Viðar Þórðason sem býr í blokk í Salahverfinu í Kópavogi hefur kært bæjaryfirvöld fyrir að hygla eigendum sérbýlishúsa á kostn- að eigenda íbúða í fjölbýlishúsum. Eins og annars staðar hækkaði mat á fasteignum í Kópavogi um áramótin. Hækkunin var meiri á sérbýli en fjölbýli. Á þeim grund- velli var ákveðið að lækka álagn- ingarprósentuna á sérbýli meira en á fjölbýli. Ætlunin var að eyða út áhrifum hækkandi fasteignamats á skattbyrði íbúa bæjarins. Niðurstaða bæjaryfirvalda var sú að eigendur sérbýlis fá 34 pró- sent afslátt af fasteignaskatti, hol- ræsagjaldi og vatnsgjaldi en eig- endur íbúða í fjölbýli aðeins 28 prósent. Það er þessi mismunur sem Viðar sættir sig ekki við. Til að eigendur sérbýlis fái svo háan af- slátt þurfi eigendur fjölbýlis að greiða meira en ella. Tapar níu þúsundum „Ef ég tek dæmi um mína fast- eign, þá eru fasteignaskattur, vatnsgjald og holræsagjald 133.282 [krónur] fyrir árið 2006. Ég bý í fjöl- býli og þarfþví að greiða 95.963. Ef ég hins vegar byggi í sérbýli þyrfti ég að greiða 87.966,“ bendir Viðar á í kæru sem hann sendi félags- málaráðuneytinu í febrúar. Þannig hefur Viðar reiknað út að í hans tilfelli er skatturinn 9 þúsund krónum hærri en hann hefði átt að borga af jafnverðmætri eign sem væri í sérbýli. Viðar vildi ekkert láta hafa eftir sér um kæru sína að svo komnu máli. ' Félagsmálaráðuneytið sendi bæjaryfirvöldum í Kópavogi bréf og óskaði eftir viðhorfum þeirra til kærunnar. Bærinn mótmælir kærunni „Við álagningu fasteignagjalda var tekin sú ákvörðun af bæjar- stjórn að hækkanir á fasteignamati milli áranna 2005-2006 yrðu ekki íþyngjandi fyrir eigendur íbúðar- húsnæðis í Kópavogi," segir í svari Þórðar Clausen Þórðarsonar bæj- arlögmanns til félagsmálaráðu- neytisins. Þórður bendir sfðan á að Fast- eignamat ríkisins hafi ýmist hækk- að mat á íbúðarhúsnæði í Kópa- vogi um 30 prósent eða 35 prósent eftir því hvort um sé að ræða fjöl- „Er því mótmælt að ekki hafi verið gætt jafnræðis við veitingu umrædds afsláttar." býli eða sérbýli. „Með vísan til þess sem rakið hefur verið er því mótmælt að ekki hafi verið gætt jafnræðis við veit- ingu umrædds afsláttar," segir í niðurlagi bréfs Þórðar bæjarlög- Hækka gjöld á sérbýli? Kæra Viðars er nú í augnablik- inu hjá félagsmálaráðuneytinu. Samkvæmt heimildum DV mun sú skoðun vera uppi innan ráðuneytisins að líklegt sé að af- sláttarfýrirkomuiag- ið við fasteigna- gjöldin í Kópavogi eigi sér ekki stoð í lögum. Ástæðan sé einmitt sú sem Viðar tiltekur; að verið sé að mismuna íbúum bæjarins eftir búsetuformi. Ætli Kópavogsbær að fá sömu krónutölu og áætlað hefur verið úr fasteignasköttunum verður að lækka afslátt þeirra sem búa í sérbýli til að geta hækkað af- slátt þeirra sem eiga íbúðir í fjöl- býlishúsum. Ekki náðist tal af Gunnari I. Birgis- j syni, bæjarstjóra í Kópavogi, í gær. gar@dv.is Gunnar I. Birgisson Bæjarstjór- inn ætlaði aö eyða áhrifum hækk- andi fasteignamats á gjöld bæjar- búa en er sagöur mismuna húseig- endum eftir búsetuformi. Samstarf Landsbókasafnsins viö Intrum Justitia hefur skilað miklum árangri Suður með sjó finnst mörgum gaman að leika sér á fjórhjóli og það veit lögreglan í Keflavík manna best. ökumenn fjórhjólanna eru oftast á þeim úti í Sandvflc þar sem meðal annars Clint Eastwood keyrði á skriðdrekum í sum- ar. Það var þó í Sandgerði í fyrradag sem lögreglan hugðist stöðva mann á fjór- hjóli. Maðurinn ætlaði þó ekki að láta ná sér og freist- aðist til að reyna að stinga lögregluna af. Það gekk þó illa og náðist maðurinn skömmu síðar. Fjórhjólið var ljóslaust og óskráð. Oskilvísi minnkað töluvert „Sumar bækumar höfðu verið í vanskilum í mörg ár," segir Áslaug Agnarsdóttir starfsmaður Lands- bókasafnsins við Suðurgötu. í fyrra- haust hóf Landsbókasafnið samstarf við innheimtufyrirtækið Intrum 'Justitia. Áslaug segir að áður en samstarfið hófst hafi óskilvísum verið tilkynnt með bréfi að safnið væri að hefja samstarf við Intrum Justitia. I bréfinu Intrum Justitia Þú getur átt von á bréfi frá Intrum efþú ert óskilvis. vom þeir hvattir til að skila bókunum áður en Intrum fengi mál þeirra til meðferðar. „Viðtökumar vom ótrúlegar. Rúmlega 70% af þeim bókum sem vom í vanskilum skiluðu sér aftur til safnsins eftir að við sendum bréfið." Áslaug segir að það sé neyðarúr- ræði að senda kröfúna til Intmm Justitia. „Við sendum fólki bréf bæði með pósti og tölvupósti og biðjum það að ganga ffá sínum málum. Það líða þrfr mánuðir ífá skiladegi og þar til við sendum málið til Intmm Justitia." Þegar óskilvísum einstaklingi berst krafa frá Intmm Justitia getur hann átt von á að vera krafinn um tæplega 7.000 krónur fyrir hverja bók sem hann skuldar. Ef hann svo skilar bókinni em 5.000 krónur af skuldinni felldar niður en hver bók á safninu er metin á 5.000 krónur. Á mánudaginn lýkur sektarlausri viku hjá Borgarbókasafninu. Sektir á bókum sem skilað er fyrir þann tíma em felldar niður. í næsta mánuði hefur Borgarbókasafnið svo samstarf við Intrum Justitia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.