Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 Helgarblaö DV Magga Gauja verður þrítug í nóvember, ætlar inn í bæjarstjóm í Hafnarfirði fyrir Samfylkinguna, stefnir að því að ljúka BA- prófi og svo á hún von á bami um verslunarmannahelgina. „Viltu kaffi?" spyr hún þegar ég heimsæki hana á Suðurgötuna þar sem hún býr með eiginmanni sín- um, Davíð Arnari Stefánssyni, og Björk, átta ára dóttur þeirra hjóna. „Ég kann sko á kaffivélina en þá er líka upptalið það sem ég kann í eldhúsinu. Ég kann ekki einu sinni að sjóða egg,“ segir hún og þykist ekkert vera að ýkja. „Málið er að ég á tvo bræður og er miðjubarn með öllum þeim komp- lexum sem því fylgir. Þess vegna hef ég verið á kafi í jafnréttisbaráttu allt mitt líf. Ég neitaði alltaf að taka þátt í heimilisstörfunum, kannski ekki sfst af því að bræður mínir komust einhvern veginn hjá þeim. Svo er ég örugglega meiri strákur en þeir báð- ir til samans. Þú ættir að sjá Davíð bróður með tuskuna, það er ólýsan- legt." Eins og tímasprengja í pólitíkinni Magga Gauja ber fram prýðis kaffi og fær í leiðinni skýr skilaboð um að þetta viðtal eigi ekki að snú- ast eingöngu um pólitík. „Það er líka allt í lagi,“ segir hún. „Það vita allir hvað ég stend fyrir." Svo ræðir hún góða stund um pólitík og segist hafa sóst eftir fjórða sæti á lista Samfylkingar í Hafnar- ftrði og það gengið eftir. „Ég stóð samt lengi í þeirri trú að ég væri sjálfstæðismaður. Það gerir uppeld- ið,“ segir hún og hikar ögn. „Má ég ekki alveg segja frá því?“ Jú, að sjálfsögðu. „Já, pabbi var sem sagt varabæj- arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur unnið trúnaðarstörf fyrir þann flokk, svo ég tók það fyrir geflð að ég fylgdi honum að málum. Ekki það að við pabbi vorum oft ósammála um pólitík og rifumst mikið. Það var samt ekki fyrr en ég eignaðist Björk dóttur mína sem ég fór að hugsa um pólitík af einhverri alvöru. Björk er fötluð, með svokallaða vinstri helt- arlömun, og í framhaldi af því þurfti ég að eiga heilmikið við kerfið. Þá breyttust viðhorfm talsvert. í háskól- anum kynntist ég svo Guðnýju Guð- björns, fyrrverandi alþingiskonu, og fleiri kjarnakonum og þar opnuðust nýjar víddir. Ég var eins og tíma- sprengja og áður en ég vissi af var ég komin út úr skápnum í pólitíkinni." Pabbi helsti aðdáandinn Magga segir pabba sinn ekkert hafa skilið í þessu til að byrja með en í rauninni sé hann hennar helsti að- dáandi og stuðningsmaður. „Hann gleymdi að taka með í reikninginn stærstu breytuna, sem er sú að ég er kona. Ég er samt alltaf með pabba á línunni. Það er svo gott að tala við hann því hann er alltaf með góð mótrök í öllum málefnum. Þannig þjálfast ég vel í að rökstyðja mína skoðun." Magga Gauja sem var formaður „Fólk heldur alltafað sjokkið komi þegar maður fær greining- una en sjokkið kemur tvisvar til þrisvar á ári þegar maður þarfað takast á við nýjar að- stæður." Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tvö ár var þó ekkert sérstakt félags- málatröll í framhaldsskóla. „Ég fór ekki f Flensborg heldur Kvennó en ég hafði engan tíma til að sinna fé- lagsmálum. Ég var alltaf að vinna svo mikið með skólanum og svo braut ég upp námið og fór sem skiptinemi til Argentínu. Aðallega var ég þó að vinna. Mig langaði að eignast svo margt og keypti mér til dæmis bíl sem ég átti reyndar ekki nema í átta mánuði. Þá klessti ég á Ingólf Finnsson, pabba Finns Ing- ólfssonar, á Þjóðvegi 1. Það meiddist ttM sem betur fer enginn en báðir bíl- arnir voru ónýtir. Um daginn var ég svo að hjálpa ræðuliðinu í Flensborg sem var að keppa í undanúrslitum í Morfís og það var ógeðslega gaman. Ég var eiginlega alveg eyðilögð að hafa ekki gert þetta á sínum tíma." Lífsreynsla að eiga fatlað barn Magga Gauja á samt í ekki í nein- um vandræðum með að tjá sig og gerir óspart grín að sjálfri sér. Hún eignaðist dóttur sína nákvæmlega níu mánuðum eftir að hún útskrifað- ist sem stúdent og glottir út í annað. „Þetta var svona ansi vel heppnuð veisla," segir hún hlæjandi. Dóttirin Björk fæddist sem fyrr segir fötluð en greining á fötíuninni kom þegar hún var sex mánaða. „Við tókum eftir því þegar við vor- um að dingla hlutum fyrir framan hana að hún greip þá alltaf með annarri hendinni, en notaði hina ekki neitt. Fólk heldur alltaf að sjokk- ið komi þegar maður fær greining- una en sjokkið kemur tvisvar til þrisvar á ári þegar maður þarf að takast á við nýjar aðstæður. Þegar litíir hlutír, eins og að reima skóna sína, reynast henni of erfiðir, þá fer maður í fýlu. Það vilja allir að barnið sitt sé heiíbrigt og geti gert þessa ein- földu hluti en Björk er samt algjör hetja. Hún þarf að vera með spelkur en fylgir sínum jafnöldrum í skóla og er svo dugleg, klár og aktív. Hún hef- ur verið í mikilli sjúkra- og iðjuþjálf- un og við höfum alltaf verið mjög heppin með það allt saman." Nú á Magga Gauja von á öðru bami og segist vissulega vera örlítið kvíðin. „Ég er að fara í sónar og ætía að fá að vita kynið, en svo ætía ég ekkert að hugsa um það meir. Maður tekur bara því sem að höndum ber." FH-hjörtu sem slá í takt Eiginmaður Möggu, Davíð Arnar, stendur með henni eins og klettur í pólitíkinni og er ef eithvað meira til vinstri. „Hann er smiður og um- hverfisfræðingur, svo þú getur rétt ímyndað þér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er samt stoltust af honum fyrir að þjálfa kvennalið FH í fótbolta. Fótboltí er aðaláhugamál okkar beggja og FH-hjörtun slá alveg í takt. Ég fór í fótbolta þegar ég var yngri, hætti í píanótímum og fimleikum sem var of stelpulegt fyrir minn smekk, og fór á kaf í fótboltann. Ég var meira að segja frekar góð." í enska boltanum heldur Magga Gauja með Chelsea. „En ekki hvað? Ég held bara með Eiði Smára hvert sem hann fer. Hann var sko kærast- inn minn í tvær vikur þegar við vor- um 14 og 16 ára." Sagði já í gegnum spaghettítaumana Hún segir eiginmanninn ekkert spældan yfir tryggðinni við Eið Smára, en Magga Gauja og Davíð giftu sig í júni í fyrrasumar. „Við vorum búin að gera margar tilraunir til að hætta saman. Mér fannst eitthvað svo hallærislegt að giftast stráknum sem ég varð ást- fangin af sautján ára og hélt alltaf að ég þyrfti að „rasa út". En við erum sjúklega happý. Bón- orðið var samt frekar illa heppn- að.“ Hvernig? Ja, hann eldaði handa mér spaghettí á afmælisdag inn minn °g síðan fórum við að rífast í klukku- tíma, ég man ekki lengur af hverju. Ég var í brjálæðislegri fýlu þegar hann kom og sagði fyrirgefðu, ég er bara svo stressaður af því ég ætlaði að biðja þig að giftast mér. Ég var með skeifu dauðans og spag- hettítaumana í munnvikunum þeg- ar ég sagði já. Þetta er svo týpískt fyrir okkur, við getum verið svo mikið skítapakk og aldrei neinn gla- múr í gangi." Magga hlær dátt og rifjar upp brúðkaupið sem fór fram í Skál- holtskirkju. „Það var plan B, við ætluðum að gifta ókkur úti í sumar- bústaðnum hjá ömmu og afa, en það mígrigndi, svo við urðum að fara með þetta inn. Veislan var svo á Borg í Grímsnesi og ofsalega vel heppnuð." Lúlli óður í bumbuna Árið í ár stefnir í að verða við- burðaríkt hjá Möggu Gauju því hún verður þrítug á árinu og nokkuð ör- ugglega nýr bæjarfulltrúi í Hafnar- firði, fyrir utan að Ijúka námi í menntunar- og atvinnulífsfræðum og eignast barn. „Ég ætla að taka þriggja mánaða fæðingarorlof og 'Davíð tekur sex mánuði. Það eru margir sem segja að ég muni hafa nóg með að hugsa um barnið en ég hef engar áhyggjur af því. Ég tek bara barnið með mér á bæjarstjórnarfundi og verð fyrsta konan til að gefa brjóst á svoleiðis samkomu. Og ég ætla heldur ekki að draga lappirnar í kosningabar- áttunni. Þegar ég uppgötvaði að ég var ófrísk, þremur vikum eftir próf- kjörið, varð ég hálf smeyk og óttað- ist að ég missti trúverðugleika. Meðframbjóðendur mínir tóku þessu hins vegar vel og hlógu bara að mér. Lúlli bæjarstjóri er alveg óður í bumbuna og þau eru svo glöð fyrir mína hönd. Þorgerður Katrín gat þetta og ég hef hana sem fyrirmynd þótt hún sé auðvitað í kolvitlausum flokki." Afbrýðisöm út í hestana Magga Gauja ætlar samt að minnka aðeins við sig vinnu þegaf kosningabaráttan hefst og mun til dæmis ekki vinna áfram á bóka- safninu þar sem hún hefur verið í forstöðu fyrir Competo sem er jafn- ingjafræðsla gegn fordómum. Jafn- ingjafræðslan var einmitt tilnefnd til samfélagsverðlauna Fréttablaðs- ins nýlega. „Ég hlakka bara til framtíðarinn- ar,“ segir Magga. „Það er svo margt spennandi framundan. Við Davíð þurfum líka að halda áfram að gera eitthvað fyrir þetta hús," segir hún og horfir hugsandi í kringum sig. „Það er mikið búið en líka mikið ógert. Svo þarf að rækta vinina og fjölskylduna." Hvað með hestamennskuna, ertu ekkertíhenni með mömmu og pabba? „Nei, ég reyndi einn vetur, datt af baki og brotnaði á fjórum stöð- um. Þau eru alltaf á hestbaki og ég er að drepast úr afbrýðisemi út í þessa hesta. Ég var nú nógu afbrýð- isöm þegar litli bróðir minn fæddist þó að þau bættu ekki hestunum við. Ef þau gætu myndu þau hafa þá uppi í hjá sér. Svo geta þau ekki passað lengur. Það er óþolandi þeg- ar fullorðið fólk ákveður að eiga sér áhugamál og eigið líf, og ég sem er að koma með annað barn. Ég verð að fara að setja þeim stólinn fyrir dyrnar," segir Magga og hlær hjart- anléga. „Nei, þau eru alveg frábær og styðja vel við bakið á mér. Nú er bara að bretta upp ermarnar og henda sér í kosningabaráttuna, eftir það fer ég svo kannski að strauja einhverjar samfellur..." edda@dv.is Magnús Kjartansson Magga Gauja er dóttir Magnúsar Kjartansson- ar tónlistarmanns og söng með honum hina freegu Sólarsömbu t undankeppni Euro- vision fyrir margt löngu. í Margrét Gauja Magnúsdóttir er ekki lengur litla skott- an með tíkarspenana sem söng Sólarsömbu með pabba sínum í Eurovison árið 1988. Hún segist hlæjandi enn vera að reka af sér „slyðruorðið“ sem enn dúkkar upp í kringum Eurovision. Magga Gauja hefur snúið sér að öðrum og merkilegri verkefnum. Árið í ár lítur út fyrir að verða sérlega viðburðaríkt. Mnryrí!f Cmujn Maýrtiití clóttir f i nlrð ffiötfj jóni / r/r/ lnufn þéttii ótið þ'/l (fntfiutidnn er knwingabartUfti, IfA (•rKud’.afirt-nli urj nýft buin,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.