Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 26
26 LAUGARDACUR 18. MARS 2006 Helgarblað jyv Slakað a Með Hákoni synl slnum i luittúrulouglnni við Nauteyri i hafíarðardiúrii. hressilega um Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra síðustu dag- ana. Mesta gagnrýnin kemur vegna þáttarins Kompáss sem sýndur var á sunnudagskvöldið. í viðtali sem Anna Kristine átti við Siv í vikunni kemur fram að nú er í forgangi að efla hágæslu við barnaspítalann. Siv Friðleifsdóttir gengur röskum skrefum á móti vindinum vestur á Gróttu. Klukkan er að verða ellefu að kvöldi og löngum vinnudegi var að ljúka. Hún hefur verið heilbrigðisráðherra í nákvæmlega eina viku þegar hér er komið sögu en það blæs fleira í kringum hana á þessari stundu en bara vindinum á Sel- tjarnarnesi. Og er þá mikið sagt... Það er þátturinn Kompás á sjón- varpsstöðinni NFS sem veldur þessu fjaðrafoki, en á sunnudaginn fjallaði Jóhannes Kristjánsson fréttamaður um málefni hjóna sem misstu ungan son sinn á leiðinni frá Barnaspítala Hringsins að gjör- gæsludeild Landspítalans. Við vinnslu þáttarins var Siv Friðleifs- dóttir innt svara um nauðsyn starf- semi hágæsludeildar við Barnaspft- alann og svör hennar fóru svo mjög fyrir brjóstið á mörgum foreldrum að á spjallrásum netsins hafa marg- ir þeirra farið hamförum gegn nýj- um heilbrigðisráðherra: „Ég hafði verið heilbrigðisráð- herra í þrjár klukkustundir þegar þetta viðtal var tekið," svarar Siv. „Ég hefði ekki getað svarað þessu á annan hátt þótt staða mín hefði verið önnur. Hágæslan var ekki í forgangi spítafans fyrr en fyrir skömmu. Nú er í forgangi að efla hágæsluna á tilfallandi álagstím- um. Við erum með eina bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á, því má ekki gleyma." „Made in Berlin!" „Mamma og pabbi, Björg Juhlin Árnadóttir, námsstjóri í norsku, og Friðleifur Stefánsson tannlæknir kynntust í Berlín, þannig að það má segja um mig að ég sé „Made in Berlin!" segir hún brosandi. „Mamma var mjög duglegur náms- maður og hafði hlotið Willy Brandt-styrkinn til náms í fjöl- miðlafræði. í Berlín kynntist hún pabba, sem þar var við tannlækna- nám, og mamma varð ófrísk af mér. Hún fékk meðgöngueitrun á seinni hluta meðgöngunnar og ákvað þá að snúa heim til Noregs og eignast mig þar." Með litlu stúlkuna í farteskinu flutti Björg svo til íslands; lands sem henni fannst við fyrstu kynni afskaplega lokað: „Hún mætti bara á sínum sfíg- vélum, ung, norsk stelpa með mig, nokkurra mánaða, og stundum hef ég hlustað á hana rifja upp þennan tíma. Hér voru samheldnar stór- fjölskyldur og henni fannst samfé- lagið vera frekar lokað. Tveimur „Mér fannst ég fá að gera miklu minna en jafnaldrar mínir og kannski varþað áð einhverju leyti vegna þess að mamma var alin upp i norsku samfélagi. Égþurfti til dæmis alltafað vera komin heim löngu fyrr en aðrir krakkar á kvöldin." árum síðar fæddist íngunn Mai systir mín, síðan Árni árið 1968 og loks Friðleifur árið 1970, en í fyrra hjónabandi hafði pabbi eignast hálfsystkini mín, Stefán og Hildi. Skömmu eftir að Ingunn fæddist fluttum við á Seltjarnarnesið, þar sem ég bý enn." Súperkona sjöunda áratugarins „Það var alltaf fullt hús af fólki," segir Siv þegar hún rifjar upp æsku- árin. „Þetta var eins og á járnbraut- arstöð enda erum við öll miklar fé- lagsverur og erum vinamörg. Það var mikið fjör á heimilinu þar sem mamma stýrði öllu styrkri hendi og lét sér ekkert bregða þegar hún stóð á svölunum og kallaði: Matur! að það kæmu fleiri en hennar börn að matarborðinu. Við fengum, að mínu mati, mjög gott uppeldi. Við fengum gott aðhald, en á sama tíma mikla hvatningu tO þess að takast á við alls konar verkefhi. Mampta var ein af súperkonum sjöunda áratugarins," segir hún hugsi. „Hún sá um heimilið og börnin á daginn meðan pabbi var í sinni vinnu, en á kvöldin tók við nám og starf hjá henni. Fyrst lærði hún íslensku í Háskólanum og sneri sér svo að kennslu í norsku." ÖIl sumur hélt fjölskyldan til Noregs til að efla tengsl við móður- fólkið: „Þetta eru ógleymanleg sumur með ömmu og afa í Noregi. Landið stórkosdega fallegt, nánast alltaf sól og mikið útilíf. Farið út í skóg með nesti, synt í sjó og vötnum, algjör paradís fyrir böm. Við ferð uðumst líka mikið um ísland en frá mömmu höfum við „norska göngulagið" sem er brandari í okkar fjöl- skyldu. Þá gengur maður rösklega, fer hratt yfir og aðrir en þeir sem eru í fjöl- skyldunni hafa orð á hvað við göng- um hratt," segir hún og hlær. Siv er elst fjögurra systkina, en hvernig upplifði hún að vera elsta barnið á heimilinu? „Ég fann til ábyrgðar og um tíma var ég ekki alveg sátt við að vera elst," svarar hún heiðarlega. „Mér fannst ég fá að gera mikJu minna en jafnaldrar mínir og kannski var það að einhverju leyti vegna þess að mamma var alin upp í norsku samfélagi. Ég þurfti til dæmis alltaf að vera komin heim löngu fyrr en aðrir krakkar á kvöldin. Ég er rrijög sátt við þetta í dag, en meðan á því stóð fannst mér það mikið órétt- læti. fngunn komst upp með miklu meira og bræður mínir Árni og Leifur lifðu bara frjálsu lífi!" Samvinnuverkefnið Húnbogi Maki Sivjar er Þorsteinn Hún- bogason viðskiptafræðingur ogþau eiga synina Húnboga, sem er 21 árs læknanemi, ogHákon, 12ára: „Ég hef reynt að flytja það besta úr mínu uppeldi yflr til þeirra. Eg hvatti þá tfl að stunda íþróttir og legg áherslu á að við ferðumst og stundum útivist eins og ég sjálf var alin upp við. Við eigum hús á Siglufirði, þaðan sem pabbi er ættaður og þar höfum við stundað skíðaíþróttina af kappi, þar tfl síðasta eitt og hálfa árið að ég hef hvorki mátt stunda bad- minton né skíði eftir að ég sleit krossband í hné." / átökum á Alþingi eða... ?! „Nei, reyndar ekki!" svarar hún hlæjandi. „Ég hef síðari ár spflað með hópi sem kalla sig Lurkarnir. Við leigjum þrjá velli hjá TBR, einu sinni í viku, og fáum mikla útrás við að berja kúluna eins og við getum en á einni slíkri æfingu slitnaði krossbandið. Ég fór í aðgerð í fyrra og nú styttist í að maður geti byrjað að leika aftur." Eiginmaðurinn og samviskubitið Manni sínum kynntist Sivþegar þau voru bæði við nám í Háskóla íslands þar sem Siv lærði sjúkra- þjálfun. Var það ást við fyrstu sýn? Hún hugsar sig um skamma stund: „Kannski ekki við fyrstu sýn, en við Siv og strákarnir Með eiginmanni slnum Þorsteini Húnbogasyhi ogsonunumHúnboga og Hákoni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.