Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 18. MARS2006
Helgarblað DV
Á bruðkaupsdaginn Sama dag og Karla
og Paulgengu upp að altarinu fannstlík
stúlku, sem þau höfðu myrt, I vatnifná-
grenni við fallega heimilið þeirra.
Lottó-nauðgar-
inn fundinn
Iorworth Hoare, sem kallaður
hefur verið Lottó-nauðgarinn, var
myndaður úti á götu í vikunni en
Hoare hefur verið laus í tvo mán-
uði. Hoare, sem er 53 ára gamall,
hefur aíþlánað 33 ára dóm fyrir
nauðganir og nauðgunartilraunir.
Þegar hann var leystur úr haldi
sagði dómarinn sem dæmdi hann
£ fangelsi að konur væru í hættu í
kringum hann. Daginn sem Ho-
are var leystur úr haldi vann hann
7 milljónir punda í lottói. Ljós-
myndari The Sun myndaði Hoare
á göngu nálægt Newcastle.
Nauðgari, ekki
hryðjuverkamaður
Bresk kona heldur því fram að
hinn brasilíski Jean Charles de
Menezes hafi nauðgað henni fyrir
þremur árum. Lögreglan skaut
Menezes til bana í síðasta júlí í
misgripum fyrir hryðjuverka-
mann stuttu eftir hryðjuverka-
árásina þar í landi. Konan, sem er
tvítug, hafði samband við lögregl-
una eftir að hafa séð myndimar
af Menezes í blöðunum eftir
morðið. Hún segir atburðinn hafa
átt sér stað um áramótin 2002 og
að hún hafi orðið viðskila við vini
sína þegar Menezes réðst á hana.
Níðingur og
morðingi áfrýjar
Morðinginn og barnaníðing-
urinn Roy Whiting, sem svívirti
og myrti hina átta ára Söruh
Payne, ætlar að áfrýja dómi sín-
um. Lögfræðingur hans segir fyrr-
verandi ráðherrann David
Blunkett hafa skipt sér ólöglega af
málinu og því séu réttarhöldin
ógild. Móðir Sömh segist ætla að
gera allt sem í hennar valdi
stendur svo að Whiting fái afdrei
frelsi en hann var dæmdur í 50
ára fangelsi. Whiting rændi Sömh
við ströndina í Sussex árið 2000.
Karla Homolka og PaulTeal voru glæsilegt par. Nágrannarnir uppnefndu þau
Ken og Barbie sökum þess hve upptekin þau voru af útliti sínu. Engan gat grun-
að að þetta fólk ætti eftir að vekja hrylling meðal íbúa Kanada.
Ken og Barbie
Þau Karla Homolka og Paul Teal
vom einstaklega laglegt par og ein-
býlishúsið þeirra var afar snyrti-
legt. Nágrönnum þeirra í kanad-
íska bænum St. Catherine þótti
þau full hégómleg og uppnefndu
þau í laumi Ken og Barbie. Engan
gat gmnað að þetta fólk ætti eftir
að vekja einn mesta hrylling meðal
íbúa Kanada fyrr og síðar.
Sjúkar hvatir vakna
Karla Homolka var komin af fá-
tækum pólskum innflytjendum.
Hún þótti afar falleg og metnaðar-
gjöm. Á menntaskólaárunum vann
hún daglega með skóla svo hún
ætti þess kost að sækja háskóla.
Það tókst henni og þar kynntist
hún Paul. Það var árið 1989 og hún
var þá nítján ára gömul. Karla var
afar lukkuleg með kærastann en
Paul var ekki aðeins myndarlegur
heldur fetaði hann metorðabraut-
JLUIL!
ina hratt og ömgglega. Fyrsta árið
þeirra var mjög hamingjuríkt en
árið 1990 fór Paul að sýna afar af-
brigðilegar tilhneigingar á sviði
kynlffsins. Karla gat þó ekki hugsað
sér að missa manninn sem hún
elskaði og ákvað að láta þetta eftir
honum. Eftir aðeins hálft ár var
hún svo farin að aðstoða hann við
að ná í ungar stúlkur, vart komnar
af fermingaraldri. Allt til þess að
hann gæti fullnægt sjúkum hvöt-
um sínum.
Gaf systur sína í jólagjöf
Ein þeirra stúlkna sem Paul
hafði augastað á var Tammy, fjórt-
án ára gömul systir Körlu. Á þor-
láksmessukvöld árið 1990 ákvað
Karla því að gefa honum litlu syst-
ur sína í jólagjöf. Meðan foreldrar
hennar sátu í stofunni heima hjá
parinu kallaði Karla hana inn í eld-
hús og gaf henni snafs sem hún
Á þorláksmessu-
kvöldáríð 1990
ákvað Karía því að
gefa honum litlu
systur sína í jólagjöf.
hafði sett deyfilyf í. Þegar Tammy
missti meðvitund dró hún hana
niður í kjallara og þar nauðgaði
Paul henni. Að því loknu bám þau
hana upp í rúm en Tammy vaknaði
aldrei aftur. Læknar töldu að hún
hefði selt upp í sveftii og og hún var
jarðsett án frekari rannsókna.
Bjugqu til sína eigin
„snuffmynd"
Vorið 1992 fluttu þau Karla og
Paul í einbýlishús í dýrasta hverfi
bæjarins. í kjallara hússins komu
þau upp hljóðeinangmðu herbergi
með hlekkjum og pyntingartólum.
í aprflmánuði þess árs lokkaði
Karla svo fjórtán ára stúlku að
nafni Lesley Mahaffy heim þar sem
hún gaf henni drykk blandaðan
lyfjum. Paul dró hana svo niður í
kjallara, misþyrmdi henni,
nauðgaði og myrti. Líkinu hentu
þau í Ontario-vatn, í nágrenni við
heimili þeirra. Hún fannst
skömmu síðar en sama dag gengu
þau Karla og Paul upp að altarinu í
sínu fínasta pússi.
Ári síðar var Paul sagt upp en
hann tók þá að vinna fyrir sér með
með innflutningi á svokölluðum
„snuffmyndum", sem innihalda
ofbeldisfull kynferðisbrot og morð.
Þessar myndir færðu hjónunum
tekur og þau ákváðu að framleiða
sínar eigin. Dag einn tældi Karla
fimmtán ára gamla stúlku að nafni
Kristen French heim með sér. í
þrettán daga var henni nauðgað og
hún pyntuð. Á meðan tóku þau
hjón allt upp og að endingu kyrkti
Paul hana og kom lfldnu fyrir inni í
Á góðri
stunduÁ
yfirborðinu
varparið til
fyrirmyndar.
JMWðl
skógi. Kristen fannst ekki fyrr en
hálfum mánuði síðar.
Játningar Körlu
Um þetta leyti voru komin upp
vandamál í sambandi þeirra Pauls
og Körlu. í ársbyrjun 1993 var
Karlá flutt á sjúkrahús og sagði
læknir sem tók á móti henni að
hann hefði aldrei nokkurn tíma
séð konu jafn illa farna eftir bar-
smíðar. Það var ekki einn blettur á
líkama hennar sem ekki var mar-
inn og annað augað hafði hrokkið
úr tóftinni við að hún hafði verið
barin ítrekað í hnakkann. Lögregla
var kölluð til.
Rannsóknarlögreglumenn yfir-
heyrðu Körlu og við yfirheyrslurn-
ar játaði hún að maður hennar
bæri ábyrgð á barsmíðunum auk
þess sem hún sagði þeim frá ýmsu
öðru sem þau höfðu gert. Hlutum
sem fengu hárin til að rísa á höfði
rannsóknarlögreglumannanna.
Lögreglan kannaði feril Pauls og
komst að því að hann hét í raun
Paul Bernard. Hann hafði legið
undir grun vegna 25 nauðgana í
heimabæ hans, Scarbourogh. Svo
hrottalegar höfðu nauðganimar
verið að margar þeirra sem lentu í
honum höfðu aldrei náð sér. Lög-
reglunni hafði þó ekki tekist að afla
nægra sannanna til að sakfella
Paul. Nú horfðu málin öðmvísi
við.
Tammy grafin upp
Karla gerði sér grein fyrir því að
hún átti von á langri fangelsisvist
og í von um mildingu á dómnum
ákvað hún að vera samvinnuþýð
við laganna verði. Við rannsóloi á
heimili þeirra hjóna kom pyntinga-
klefinn í ljós auk fjölda mynda sem
sýndu ungar stúlkur pyntaðar og
drepnar. L£k Tammyar Homolka
var grafið upp og £ ljós kom að hún
hafði verið kæfð, auk þess sem
sæði og deyfilyf fundust í lfkama
hennar.
Hryllingurinn í bíó
Karla var dæmd £ tólf ára fang-
elsi en var látin laus 1999, aðeins
29 ára gömul með lffið framund-
an. Dómurinn vakti mikla reiði. Á
siðasta ári vakti það mikla athygli
þegar hún kom fram í spjallþætti
vestan hafs. Paul var dæmdur í
ævilangt fangelsi án möguleika á
lausn eða náðun.
Þetta mál hefur verið mikið í
umræðunni vestan hafs um þess-
ar mundir þvf á þessu ári kemur
út kvikmynd sem byggir á ævi
Körlu Homolka. Það er Laura
Prepon, sem íslendingum er að
góðu kunn fyrir leik sinn í ung-
lingaþáttunum That 70’s Show,
sem fer með aðalhlutverkið.
Myndin er ekki talin lfkleg til vin-
sælda og hafa kanadfsk yfirvöld
hvatt fólk til að sniðganga hana.
James Sullivan
James varfund-
innsekurumað
borga manni til
að ráða eiginkonu
sína afdögum af
ótta við að skiln-
aður myndi rýja
hann inn að
skinni.
Viðskiptajöfurinn James Sullivan var á dögunum fundinn sekur um morðið á eiginkonu sinni fyrir 19 árum
Milljarðamæringur fundinn sekur um morð
Bandaríski milljarðamæringur-
inn James Sullivan var á dögunum
dæmdur sekur fyrir morðið á Litu
Sullivan sem myrt var fyrir 19
árum. James var fundinn sekur
um að borga manni til að ráða eig-
inkonu sína af dögum af ótta við
að skilnaður myndi rýja hann inn
að skinni.
Lita, fyrrverandi leikkona í
Hollywood, var 35 ára þegar hún
var myrt þann 16. janúar 1987.
Hún var skotin til bana fyrir utan
heimili sitt í Atlanta daginn sem
lögfræðingar hennar og James
ætluðu að hittast til að fara yfir
skilnaðarpappírana. James flúði
land stuttu eftir atburðinn en
fannst á Tælandi árið 2002 þar
sem hann var handsamaður. Sak-
Lita Sullivan Fyrrverandi Hollywood-leik-
konan var 35 ára þegar hún var myrt þann
ló.janúar 1987.
sóknarinn hefur farið fram
á dauðarefsingu. James
borgaði Phillip Harwood
25 þúsund dollara fyrir
morðið en Harwood var
dæmdur í 20 ára fangelsi.
Hann hafði þegar viður-
kennt verknaðinn en tók
játningu sína til baka í
réttarhaldinu yfir James.