Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Side 51
Helgarblað DV LAUGARDACUR 18. MARS 2006 S1 Söngkonan Ragnheiður Þórdís Stefánsdóttir kemur vel fyrir. Hún er falleg og vel til höfð en úr augum hennar skín mikill sársauki og það er ekki að undra ef tekið er tillit til þess að hún hefur ekki fengið að sjá fjög- urra ára gamlan son sinn í meira en viku. Forræðisdeilan tekur á sig óhugnanlegar myndir Ragnheiður kynntist barnsföður sínum árið 2000 og ári síðar eignuð- ust þau son sem hún segir hafa ver- ið ljósið í lífi þeirra beggja frá fyrstu stundu. Við tók þó ekki eintóm ham- ingja því þegar drengurinn var að verða tveggja ára fékk Ragnheiður taugaáfall í kjölfar kvíðaröskunar sem hún hafði glímt við og þurfti að leggjast inn á spítala. Áfallið’endur- tók sig svo í kringum brúðkaup þeirra. „Fjölskylda mín stóð með mér en maðurinn minn átti mjög erfitt með að sætta sig við þessi veikindi mín." „Fjölskylda mín stóð með mér en maðurinn minn átti mjög erfitt með að sætta sig við þessi veikindi mín," segir Ragnheiður döpur en tekur fram að hún hafi ávallt reynt að hafa fullan skilning á viðhorfi fyrrverandi eiginmanns síns. Kvíðaröskun Ragnheiðar og þau vandamál sem henni fylgdu urðu svo síðar til þess að það slitnaði upp úr hjónaband- inu í nóvember árið 2004 en lög- skilnaðurinn gekk í gegn síðastliðið sumar. Eftir það tók við erfið forræð- isdeila sem undanfarna daga hefur tekið á sig nýjar og óhugnanlegri myndir en áður. „Hann byrjaði að hóta mér því að láta taka barnið af mér síðastliðið sumar. Algerlega að ástæðulausu eftir því sem ég veit og læknirinn minn hefur sagt mér að ekkert ami að mér lengur," segir Ragnheiður um fyrstu tildrög deilunnar. „Sjúkdómurinn háir mér ekki lengur" Ragnheiður segir að faðir barns- ins hafi tekið það til sín fimmtu- daginn 10. mars en hann hafi svo átt að koma með það til baka sunnudaginn eftir. Það gerði hann ekki. „Ég veit ekkert hvar hann er og hann hefur ekki svarað neinum símtölum frá mér eða aðstandend- um mínum. Ég veit að hann er hjá föður. sínum en ég er svo hrædd," segir Ragnheiður titrandi röddu. Hún segist hafa náð sér af veikind- unum sem hún glímdi við fyrir tveimur árum með hugrænni at- ferlismeðferð og því geti hún ómögulega skilið hver ástæðan er fyrir þessum aðgerðum. „Sjúkdómur minn háir rnér ekk- ert í dag en auðvitað er ég í áfalli yfir því sem gerst hefur. Ég vil barninu mínu hið besta og ég geri mér fulla grein fyrir því að þegar ég var veik var ég oft mjög dofin en þannig er ég ekki í dag. Ég vil bara fá að sjá litla gullmolann minn og mér finnast miklir fordómar af hálfu föðurins að leyfa mér það ekki einungis vegna þess að ég var veik. Ef ég hefði veikst af krabbameini og náð mér myndi engum detta í hug að koma svona fram við mig," segir Ragnheiður sem fullyrðir að hún hafi leitað allra leiða til að fá drenginn aftur. „Ég er búin að hafa samband við sýslumann, lögreglu og barna- verndarnefnd en ekkert gerist. Ég hef áhyggjur af því hvað svona mál ganga seint fyrir sig. Það var ekki ætlun mín að fara í fjölmiðla með þetta mál en ég er orðin ráðþrota," segir Ragnheiður ákveðin en hún telur vinnubrögð yfirvalda þurfa að vera mun skjótari í forræðismálum. Vil sátt „Ég vil að við getum lifað saman í sátt og samlyndi," segir Ragnheið- ur og tekur fram að þrátt fyrir hve mjög barnsfaðir hennar hefur brot- ið á henni telji hún hann góðan Ragnheidur Þórdís Segir að þegar myrkrið hefur tekið völdin geti aðeins biit til. mann. Margt hafi gengið á þeirra á milli og hún skilji vel að sökin liggi einnig hjá sér. Aftur á móti réttlæti ekkert þessa framkomu - að taka barnið, svara ekki hringingum hennar og lát| hana ekki vita hvar barnið er statt í veröldinni. Rödd lítils drengs Á meðan blaðamaður ræðir við Ragnheiði hrifigir síminn hjá henni og þegar hún ér hver hringir tekur hún andköf ofe svarar. A hinni lín- unni heyrist f idd lítils drengs sem spyr hvers ve ;na móðir hans hafi slökkt á símanum sínum. „Ég hef ekkert slökkt á símanum mínum, elskan mín, hver hefur sagt það,“ spyr Ragnheiður. Barnið svarar spurningu hennar ekki en spyr hvort henni sé batnað. „Ég hef ekkert verið lasin," segir Ragnheið- ur og spyr svo hvar hann sé stadd- ur og fær þau svör að hann sé nú hjá ömmu sinni og afa og líði vel. Þegar Ragnheiður hefur kvatt soninn fer hún að gráta. „Ég hef ekkert vitað og ekkert heyrt þar til núna. Hvers vegna eru þau að segja að „Það var ekki ætlun mín að fara í fjölmiðla með þetta mál en ég er orðin ráðþrota." ég hafi slökkt á símanum mínum. Hvers vegna eru þau að segja að ég hafi verið veik," spyr hún forviða blaðamann sem hefur engin svör enda eru forræðisdeilur tilfinn- ingaþrungnar og við tilfinninga- málum eru ekki til nein kjarnyrt svör. Rangt að stía okkur í sundur „Hann fer fram á fullt forræði og umgengnisbann við mig," segir Ragnheiður þegar hún hefur þurrk- að sér um augun. „Ég vona samt að dómsyfirvöld sjái að það er rangt að stía okkur í sundur. Ég elska hann og hef alltaf reynt að vera honum góð móðir, ég vil fá að lita með honum, syngja með honum, halda utan um hann og ég vil að hann fái að umgangast báða for- eldra sína. Ég hef aldrei ætlað mér að koma í veg fyrir að hann geti fengið að umgangast föðurfjöl- skyldu sína. Þau eru gott fólk þó þau hafi að undanförnu komið illa fram við mig." Vil bara fá að sjá drenginn „Mér er alveg sama þó allt land- ið fái að heyra um að ég hafi glímt við kvíðaraskanir. Það eru veikindi sem ég gat ekki gert að en tókst að yfirstíga. Það eina sem ég vil er að fá að sjá litla drenginn minn og ég vil sátt við föður hans. Ég reyni ávallt að hafa það að leiðarljósi aðt< eftir að myrkrið hefur tekið völdin getur aðeins birt til." karen@idv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.