Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Page 52
52 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006
Menning DV
Meðanalltlékílyndifóruþauútálífið |
og drukku sig útúrfull og Helena horfði á
Guðjón fuli af ást, aðdáun og þrá. Hún
horfði á hann og glotti eins og púki og svo |
hló hún og Guðjón hló líka og baðaði út 1
öllum öngum og fylltist stolti yfir aðdáun- |
inniogþránniíaugumþessararkonusem
beindustaðhonum.Húnsettilæriðámilli I
fótahansogþaudönsuðuogsvofóruþau 1
heim og sváfii saman án þess endilega að y
vera að reyna að skapa með því annað en 1
fáein augnablik.
- Hermann Stefansson, Stefhuljos.
Hermann Stefánsson rithöfundur er vinsamlegast beðinn að sleppa því að ræða um póst-
módernisma í viðtalinu. Það hugtak hefur þó nánast fest við nafn hans, eftir einhverjar rit-
deilur í Morgunblaðinu, sem engin ástæða er til þess að fara nánar út í hér. Þetta á að vera
opinskátt viðtal um æsku og innstu tilfinningar.
. ... h'. -
„Hjá afa og ömmu á Akureyri
var bókaskápur sem við bræðurn-
ir lásum upp til agna," segir Her-
mann þegar hann er beðinn að
ræða lestur sinn í æsku, eins og
rithöfundar eiga alltaf að gera í
viðtölum.
„Ég las átakanlega sænska bók
um Hróa hött, sósíalrealíska sögu
og í henni leitaði Hrói skjóls í
klaustri, en nunnurnar sviku
hann í hendur yfirvaldanna og
hann var drepinn í lokin. Þetta var
heldur átakanlegt allt saman, en
það hentaði, þar sem sósíalism-
inn þoldi náttúrlega ekki kirkjuna
í samkrulli við kúgandi yfirvöld.
Ég heillaðist af Hróa, sennilega
var það barnsleg réttlætiskénndin
í bland við áhuga á framandi æv-
intýrum, svo ég gróf upp skáld-
sögu Þorsteins frá Hamri, í Skíris-
skógi, sem er alls ekki barnabók.
En framan á var mynd af vöru-
merki hveitisins Robin Hood, sem
ég kannaðist við, og ég var svo
húkkt á hinum sænskættaða Hróa
að ég þrælaði mér í gegnum hana.
Ég las því Þorstein frá Hamri fyrir
slysni, en var allt of ungur til þess
að botna nokkuð í honum.
Svo var ég fljótt farinn að sækja
bókasöfn og byrjaður að skrifa ell-
efu, tólf ára. Þá skrifaði ég ljóð.
Þegar ég var fimmtán ára átti ég
fullar stflabækur af ljóðum, tvær
skáldsögur og mikið af greinum
um stjórnmál."
Þú hefur verið pólitískt ung-
menni?
„Já, ég gleypti í mig Þórberg og
var sennilega kommúnisti, en þó
ég las frjálshyggjufræði og skrifaði
einhverjar abstrakt greinar í
endalausri samræðu við frjáls-
hyggjuna og mér datt alltaf í hug
að senda þær til einhverra blaða,
en hugsaði með mér að sennilega
yrðu þær ekki birtar ef ritstjórinn
fengi vitneskju um að höfundur-
inn væri tólf ára. Við bræður skrif-
uðum báðir og við flíkuðum skrif-
unum mátulega mikið. En ég
gerði mér ýmislegt fleira til dund-
urs. Halldóra Geirharðs var góð
vinkona mín og hún útvegaði mér
hlutverk í Óvitum, eftir Guðrúnu
Helgadóttur og ég lék því í Þjóð-
leikhúsinu heilan vetur þegar ég
var ellefu ára. Eins og flestir muna
léku fullorðnir börn og öfugt, en
ég lék illmennið sem lamdi kon-
una sína og flæmdi börnin sín að
heiman."
Hafði þetta ekki slæm áhrif á
ómótaðan unglinginn?
„Nei, þá hjálpaði það mér að
vera alinn upp á sænskum sósíal-
realisma."
Þýddi bók á galisísku
Aðspurður um hvenær hann
„Gáfumcmnastimpill-
inn er óskiljanlegur
vegna þess að það er
ekki til heimskulegrí
höfundur en ég.
Þetta er tóm brand-
aramennska."
hafi birt eitthvað af skrifum sínum
opinberlega segist hann ekki
muna hvort það var í mennta-
skóla, en hann var fyrst í MS og
síðan MH. Kannski hafi hann
skrifað eitthvað í skólablöð þar.
„En ég var ekki nógu ánægður.
Ég beit það í mig að ég myndi ekk-
ert birta fyrr en ég væri fullkom-
lega ánægður með það sem ég
skrifaði. Þó held ég að ég verði nú
seint sakaður um mikla fullkomn-
unaráráttu. Ég er fremur kæru-
laus. En ég var að minnsta kosti
nægilega sjálfsgagnrýninn til þess
að taka þá ákvörðun að gefa ekki
út strax. Þegar ég var rúmlega tví-
tugur var ég alveg kominn að því,
en eitthvað hélt aftur af mér."
Hermann ákvað að fara í bók-
menntafræði, eins og svo margir
sem finnst skemmtilegast að lesa
og skrifa. Hann skrifaði BA-ritgerð
hjá Matthíasi Viðari um Dylan
Thomas. Mastersnámið tók hann
bæði hér heima og úti á Spáni og
M.A.-ritgerð skrifaði hann um
spænskar kenningar um marg-
röddun í ljóðlist. Eri hvers vegna
fór hann til Spánar?
„Mér var alveg sama hvert ég
færi, mig langaði bara burt," segir
Hermann. „Líka hafði ég betri
grunn í spænsku en í frönsku, eft-
ir svolítið nám í menntaskóla.
Síðan lærði ég spænsku uppá nýtt
og þurfti svo að læra galisísku líka
vegna þess að ég bjó á tvítyngdu
svæði. Ári seinna þýddi ég íslenskt
ljóðasafn yfir á galisísku. En raun-
ar félck ég góða hjálp frá reyndum
þýðanda sem ég kynntist. Við
þýddum í samvinnu og ég skrifaði
formála á hræðilegri galisísku,
sem félagi minn breytti í góða
galisísku."
Ekki nóguspennandi að
vera bara rithöfundur
Hermann segist aldrei hafa vit-
að hvað hann ætlaði að verða og
þess vegna hafi hann oft tekið sér
frí frá námi og sinnt ýmsum störf-
um, svo sem járnabindingum,
bókagagnrýni fyrir Morgunblaðið
og fleira. Hann er minntur á hví-
líka huggun er hægt að finna í því
að Þórbergur skuli ekki hafa skrif-
að neitt „stórt" fyrr en hann var 35
ára og Bréf til Láru kom út og ekki
árum saman eftir það.
„Það er eitthvað sem er ekki
nógu spennandi við það að vera
„bara rithöfundur," segir Her-
mann. „Það er einhver leiðinda
íhaldssemi í fólki sem ákveður
ungt að verða rithöfundur og
gengst upp í ímyndinni. Til hvers
er það að skrifa? Sigfús Daðason
hefur eftir gríska höfundinum
Nikos Kazantzakis að góður rit-
höfundur sé sá sem alltaf getur
hugsað sér að hætta að skrifa og
snúa sér að einhverju öðru. Ann-
ars er það ekki alvöru."
Hvað með það að ef maður
verður ekki að vera rithöfundur,
þá eigi maður að hætta því?
. „Það er einmitt það. Ef maður
getur hætt að skrifa, þá á maður
að gera það - enda er ekkert upp
úr þessu að hafa. Bókmenntir
hafa áreiðanlega aldrei átt eins lít-
ið upp á pallborðið og akkúrat
núna. Hetjurnar og það sem ber
hæst er eins og viðskiptaheimur-
inn. Peningar eru kjaftaðir upp og
svo kjaftaðir niður. Eins er það
með rithöfunda. Þeir eru kjaftaðir
upp og kjaftaðir aftur niður. Það
eru mjög svipuð ferli sem ráða því
hvernig rithöfundar eru settir í
kastljós samtímans og hvernig
verðbréf eru hækkuð eða við-
skiptamenn gerðir að hvunndags-