Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Page 23
UV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 23 Lesendur Á þessum degi árið 2002 var framið valdarán í Venesúela. Forsaga valda- ránsins er sú að í mótmælagöngu nokkrum dögum áður kom til skotbar- daga sem leiddi til þess að nokkrir lágu í valnum. Tveim dögum seinna um- kringdi hersveit venesúelska hersins forsetahöllina og krafðist þess að for- seti landsins, Hugo Chavez, segði af sér vegna óstjómar í landinu. Chavez neitaði að segja af sér og var hann því tekinn höndum og fluttur á eyju úti fyrir strönd Venesúela. Þegar Chavez var horfinn á braut tók stjómarand- staðan völdin í landinu. Hennar fyrsta verk var að ógilda stjómarskrána, leysa upp þingið og hæstarétt landsins og gefa út handtökuskipun á hendur ráð- hermrn landsins. 13. apríl var efnt til fjölda mótmæla í landinu. í Caracass umkringdi almenningur forsetahöll- ina og krafðist þess að Chavez, rétt- kjörinn forseti landsins, tæki aftur við völdum. Á sama tíma var veisla í for- setahöllinni þar sem stjómarandstæð- ingar fögnuðu valdaráninu. Verðir for- setahallarinnar, sem flestir vom hlið- hollir Chavez, gripu tækifærið og tóku yfir forsetahöllina og handtóku fjöl- marga valdaræningja. Nokkrum tím- Valdarán íVenesúela Hugo Chavez fi setinn sem var steypt afstóli. í dag R þessum degi árið 1970 hófst minkarækt að nýju þegar níu hundruð læður komu með flugvél frá Noregi um seinna tókst venesúelskri fallhlífa- hersveit að frelsa Chavez úr haldi vaidaræningjanna. Chavez tók aftur við embætti forseta landsins tæplega 48 tímum eftir honum hafði verið steypt af stóli. Bandarísk stjómvöld hafa verið sökuð um að hafa staðið á v bak við valdaránið, en þau neita því. Réttarhöld yfir valdaræningjunum standa enn yfir en þau hafa tafist vegna stöðugra áfrýjana. Úr bloggheimum Hnýsni „ Well Hellúúúú... Þið þarna sem eruð að ýtaáeftirmérað blogga...Þiðeruð hnýsnustu mann- eskjuriheimL.and youknowitiAfþví að efþið getið ekki tifað án þess að vita hvað er að gerast I minu lífi, þá á ég sima... og hefaldrei breytt um síma- númer síðan að ég fékk minn fyrsta síma. Jæja búin að koma þessu frá. Ekki það að ég séeitthvað brjáluð útiykkur...það erbara til svo mikið affóiki sem lætur svona... ég meina come on! Dæmi: Ég fer á Isketch ogerað geta á orðið eða er kannski að teikna... og þegar fólk manneskjan sem er að teikna er kannski bara ný byrjuð... Þá byrjar fólk að skrifa HINTi!!! HINT!!! aiveg svona þúsund sinnum... ég meina... það fólk á bara ekkert . að vera að spila þennan leik efþað þarfalltaf að vera að stjórna fóiki... Well... búin með þetta!“ Asta - blog.central.is/budda Lóumaðurinn „Virðist vera að ná mér í fugta- veikina er búinn að vera eitt- hvað slappur síðastliðna daga, ég hefðikannski átt að sleppa því að sleikja þessa dauðu fugia sem láuútí garði hjá mér um daginn. Upp- selt er á sturtuóperuna. Ég er hættur að„kaupa mér“ tón- list í bili, var að fara í gegnum tölvuna mína og komst að þvi að ég á eftir að hlusta ai- mennilega á heilan helling afþessu stöffi sem ég er með. Er búinn að brjóta 2 skrif- borðsstóla á siðastliðnum mánuði, ég veit..... ég er Vignir, ég er hlunkur. Sitnúnaí hálfnýj- um stól sem Villi pimpaði saman. Verð I Þýskalandi yfír páskana aðsafna yfírvara- skeggi.“ Vignir Svavarsson - vignir.biog.is/biog/vignir/ Hvar er vorið? „Kemur bara og fer þeg- arþvihentar. Ég fór og keypti mér ís áðan I mótmælaskyni. En ég er kannski að fá Ipod I næstu viku. Greip Gerði glóðvolga og bað hana að kaupa fyrirmiglAm- erlkunni. Þetta ersamt ekki öruggt afþvi þau fá bara nokkra tima I mollinu og bla bla. Hún getur bara keypt hann efhún fínnur eitt stykki strax. Þau eru nefnilega I einhverju svaka prógrammi 13 daga ferð. Mér er sko al- veg sama...ég vil bara Ipodinn minn!!!“ Guðrún Sveinsdóttir - blog.central.is/gudrunin Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta i Ijós skoðanir sínar á málefnum Ifðandi stundar. Taugaveikisnollurinn Svava Sigbertsdóttir r á skemmtilegan u pabba. ■ L Ballerína s< *gi r Pabbalíusog ferðatöskurnar Hljómskálgarðurinn Býður upp á mann- drápshálku á veturna. -----------------, ' Unnur skrífáði Hvað er þetta með þennan Hljómskálagarð. Ég get ekki séð til hvers þessi garður er. Hann er að- eins notaður sem leiktækjageymsla á 17. júní og svo sem vinnubúðir fyr- ir óþroskaða unglinga á sumrin. Þess á milli er hann notaður sem Lesendur skítakamar fyrir salmónellusýktar gæsir sem hvæsa á vegfarendur. Þegar maður hættir sér svo að labba í gegnum þetta rokrassgat á veturna þá má maður prísa sig sæla að drepa sig ekki á hálkunni. Hvernig væri.að setja hitalagnir undir göngustígana? Ef maður sleppur lifandi í gegnum garðinn þá sleppur maður ekki við að vera úðaður af gæsaskítslykt og taugaveiki. Nei því miður, frú borg- arstjóri, nýi gosbrunurinn er engu betri en sá gamli. Ég er eins og flest-- ir mjög hrifinn af grænum svæðum, en Hljómskálagarðurinn þjónar ekki þeim tilgangi. Mér leist mjög vel á hugmyndina hans Hrafns Gunn- laugssonar um að færa Árbæjarsafn- ið niður í Hljómskálagarð. Miðbær- inn yrði miklu myndarlegri fyrir vik- ið. Hægt væri að hafa kaffihús og veitingastaði inn á milli hús Árbæj- arsafnsins. Vændi á íslandi nema að vændiskonan stundar þjónustu en bóndinn framleiðir. Það er hins vegar allt annað mál þegar konur leiðast út í þessa starfs- grein vegna neyðar eða eituriyfja- neyslu, þá hafa þær ekkert val. Einnig er skammarlegt þegar dópsalar eru orðnir millliðir eins og DV hefur sagt okkur frá. Með því að gera vændi löglegt er hægt að fylgjast bet- ur með því. Einnig Vændi Ætti ekki að vera stundað ímyrk um sundum. er væri það óvitlaust að gera ríkis- valdið að milliliðnum. Það sem er slæmt við vændi er að það er ekki stundað fyrir opnum tjöldum. Það gerir það skuggalegt. í því felst skömmin. Gunnar hríngdi Ég skil ekki af hverju fólk er svona á móti vændj. Eins og klisjan segir er þetta elsta 'atvinnugrein í heimi. Konur ættu alls ekkert að skammast sín fyrir að selja mönnum blíðu sína. Þær eru að sinna mjög mikilvægu starfi. Að lifa kynlífi er jafn mikilvægt og að borða, sofa og hafa félagsskap. Þetta er frumþörf mannsins. Sumir ____________i *_______________________ L ísendur eru það óheppnir að fæðast mjög ófríðir og sumir mjög fatlaðir. Fyrir þessa aðila getur verið mjög erfitt að fá einhverja aðila til lags við sig. Að mörgu leyti er starf vændiskon- unnar ekki ósvipað starfi bóndans, Hildur systir fór til pabba okkar um daginn. Pabbi er ekki eins og aðrir feður, á góðum degi má segja að hann sé stórskrítinn. Það sem á móti kemur er að hegðun hans er svo fáránleg að hún hefur gífurlegt skemmtanagildi. Eins og gjafimar sem að við fáum. Um síðustu jól kom hann með fulla ferðatösku af gjöfum. Ferðatöskumar em reyndar eitt af einkennum hans, sama hvað hann gefur þá virðist hann aldrei getað pakkað því inn. Þarf alltaf að gefa það í ferðatöskum. Þegar hann kom með hamborgarahrygg handa mér um daginn, þá fékk ég hann í ferðatösku (niðri í geymslu em í það minnsta 15 þannig töskur). Svo em gjafimar líka fyndnar. Aldrei hef ég fengið neitt sem hann keypti út úr búð (eða virkar), ég veit ekki einu sinni hvar hann finnur þetta dót. En alla vega veit ég áð úrið sem ég fékk í afinælis- gjöf fyrir tveimur ámm, alltof stórt, brotið karlmannsúr, fann hann úti á götu. í síðustu viku hringdi svo maður dyrabjöllunni hjá okkur sem sagðist vera með sendingu frá pabbalíusi og rétti okkur fullan kassa af skóm í öUurn stærðum. AUir á heimilinu (tíu manns) fengu nýja skó og ekki eitt par var venju- legt. Þeir vom allir alveg fáránlega furðulegir og í öllum regnbogans litum. Jæja, en Hildur var hjá honum og þegar hún fór fékk hún gjöf með sér eins og við fáum í hvert einasta skipti og em þær ekki af verri endanum. Hún fékk tvo bU- aða gemsa, trefil sem hann fann í strætó og geislaspUara sem virkar vel sagði hann. Ef maður situr bara á honum og hreyfir sig ekki. í alvöru, er hægt að óska sér skemmtUegri pabba? Nei veistu, ég held ekki. VO Qj •N -4 ■O 2 T3 CO % fN o ; m Gaman að leika Frímann „Við semjum handritið í grófum dráttum en ákveðum ekki nákvæm- lega hvað mun eiga sér stað“, segir Gunnar Hansson ■ leikari. Gunnar hefur verið áberandi á Skjá einum síðustu vikur sem karakterinn Frí- mann Gunnarsson, þáttastjórnandi Sigtisins. Sigtið er nýr gamanþáttur sem hóf göngu sína á Skjá einum fyrir tæpum mánuði og hefur væg- ast sagt vakið mikla lukku. Sigtið er þó ólíkt íslenskum grínþáttum eins og Spaugstofunni og Stelpunum sem byggjast upp á stuttum grín- senum. Þáttinn mætti flokka sem leikinn viðtalsþátt. Gunnar kynntist Halldóri Gylfasyni og Friðriki Frið- rikssyni í Leiklistarskólanum á sín- um tíma og hafa þeir unnið mikið saman upp frá því. „Ég og Halldór Gylfason vorum með margar pælingar í gangi. Búnir að vera í mikilli hugmynda- ® vinnu sem ekkert varð úr og vor- um orðnir pirraðir á því. Fyrir til- viljun hitti ég Magga Ragnars á Skjá einum og ræddi þetta við hann. Hann bað okkur um að henda sam- an prufuskjetsum. Við fengum Frið- rik Friðriksson og Ragnar Hansson bróður minn til að aðstoða okkur. Við byrjuðum að gera grínfrétta- þætti en þeir voru of uppskrúfaðir og ekki nógu spennandi að okkar mati.“ Gunnar segir fréttaþættina þó hafa komið þeim á sporið. í þeim varð til karakterinn Frímann Gunnarsson sem varð að spyrli Sigtisins. „Við semjum gróft handrit, hálf- gerða beinagrind og vinnum út frá því. Oft tekur þetta allt aðra stefnu en við settum okkur í upphafi", segir Gunnar. Þátturinn á morgun fjallar um glæpa- og fíkniefnaheiminn. Svo er þáttur sem fjallar um líf og stfl, einn um fordóma og í þeim síðasta fjall- ar Frímann um sjálfan sig. Gunnar segir að kvikmyndin This Is Spinal Tap og bresku grín- þættirnir Human Remains og Allan Partridge séu áhrifavaldar í gríninu, án þess að vera alveg eins og Sigtið. Gunnar segir að hann hafi mjög gaman af að leika karakterinn Frí- mann Gunnarsson: „Þegar ég fer í gervi Frímanns þá tekur hann yfir, ég byrja að hreyfa mig eins og hann og tala eins og hann“, segir Gunnar og hlær. Gunnar Hansson er borgarbarn í húð og hár, fæddur 26. maí 1971.Gunnar er sonur hjónanna Hans Kristjáns Árnasonar og Önnu Sigríðar Páisdóttur. Gunnar hefur unnið ýmis störf en hefur aðallega fengist við leikstörf síðan hann útskrifaðist ur Leiklistarskólanum árið 1997. _____ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.