Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 Fréttir DV • Senn hefst önnur þáttaröð bandaríska raunveruleikaþáttar- ins Rock Star. Töku- lið frá þættinum kom hingað til lands og hélt áheyrnarprufur á Gauki á Stöng. Marg- ir þekktir popparar spreyttu sig og eftir prufumar fengu nokkrir þeirra símtal og vilyrði um að komast áfram; Idol-Heiða, Jenni í Brainpol- ice, Hreimur í Landi og sonum, Leif- ur Björnsson í Hoffmann og Magni í Á móti sól. Nú berast þær fregnir frá Hollywood að tveir til fjórir fs- lendingar verði í 50 manna hópn- um. Þeir keppa þá um að komast í 15 manna aðalhópinn, sem verður sjónvarpað út um allan heim... • Sjónarsviptir er að tónlistarhátíð- inni Reykjavík rokkar, sem var aflýst í gær vegna lélegr- ar miðasölu. David Gray, Justin í Dar- kness og Lemmy í Motörhead verða því að sitja heima og sjá Gullna hringinn við annað tækifæri. Síðustu ár hafa verið góð fyrir tón- leikaþyrsta íslendinga og stjörnurn- ar hafa streymt hingað og fyllt hús um alla borg. Nú kveður aftur á móti við annan tón, enda gengi krón- unnar afar óhagstætt tónleikahöld- urum. Svo virðist sem íslendingar séu einnig áhugalitlir um tónleika- ferðir, furðu vekur til dæmis að ekki sé löngu uppselt á Reykjavík Tró- pík nú um helgina, ódýra hátíð með ógrynni af góðum tónleikasveitum... • Nú er sumarþing hafið og er út- varpsfrumvarp Þorgerðar Katrínar efst á dagskrá á verk- efnaskrá þingsins. Menn uppí Efsta- leití eru þegar farn- ir að undirbúa sig andlega undir kuta Páls Magnússonar en hann dreymir bunka af uppsagnarbréfum. Talið er víst að þá muni Rúnar Gunnarsson, dag- skrárstjóri innlendrar dagskrárgerð- ar, fara að hugsa sér til eftirlauna en eftirmaður hans þykir líklegastur Þórhallur Gunnarsson, sem er nú um stundir mikið uppáhald Páls... • Sigtíð með Frímanni Gunnars- syni vöktu mikla athygli þegar þeir voru sýndir á dögun- um, enda afbragðs grínþættir. Nú hefur Skjár einn samið við leikarana Gunn- ar Hansson, Hall- dór Gylfason, Friðrik Friðriksson og Ragn- ar Hansson leikstjóra um að útbúa veglega DVD-diska með Sigtinu og gera aðra þáttaröð fyrir haustið. Þættirnir verða með öðru sniði en þeir síðustu og verður nú skyggnst á bak við tjöldin hjá Frímanni við gerð Sigtisins og í daglegu lífi... • Tónlistarmaðurinn Mugison hef- ur í nægu að snúast þessa dagana. 1 gær hélt hann tón- leika á flotbryggju í Kaupmannahöfn, í dag spilar hann í Ár- húsum og á morgun í Þýskalandi. Þá er hann að leggja loka- hönd á þriðju hljóð- versplötuna og tónlist við Mýrina. Mugison tilkynntí nýlega að hann væri í átaki tíl að losa sig við kíló- in sem hann bætti á sig þegar Rúna Esradóttir, Mugimama, gekk með barn þeirra hjóna, sem þau kölluðu Mugibaby. Það ætti að reynast hon- um erfitt, því annað barn er á leið- inni, Mugisister eða Mugibrother... Börn tveggja fyrrverandi forseta íslands áttu í lok apríl viðskipti með íbúð á Tómsar- haga, einum eftirsóttasta staðnum í Reykjavík. Dóttir Vigdísar Finnbogadóttur og maður hennar greiddu 43 milljónir króna fyrir íbúð sem Eldjárns-systkinin fengu í fyrir- framgreiddan arf frá móður sinni. Dóttir Vigdísar kaupir arf Eldjárns-systkina Tómasarhagi 13 MiðhæOin í þessu húsi er nýtt heimili dóttur Vigdisar og sambýlismanns hennar. Forsetabústaðurinn Astrlöur fékk sumarbústað Vigdlsar móður sinnará Þingvöllum aðgjöfinóvemberog seldi þremur dögum siðar. sinnará Þingvöllum aðgjöfínóvemberog seldi þremur dögum siðar. Ástríður Magnúsdóttir, dóttir Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta íslands, hefur keypt íbúð af börnum Kristjáns Eld- járns forvera Vigdísar í forsetaembættinu. Halldóra og Kristján Eldjárn Faðir Eldjárns- systkinanna varforseti Islgnds frá 1968 til 1980. Vigdís og Astríður Dóttir forsetans ástsæla hefur nú, ásamt sambýlis- manninum Eggerti Elmari Þórarinssyni, fest kaup á 180 fermetra íbúð á eftirsóttum stað I Vesturbænum. Eldjárns-systkinin Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigrún Eldjárn myndlistar- maður eru þekktust fjögurra barna forsetalyónanna, Halldóru og Kristjáns Etdjárns Þessi skondna tilviljun í fasteigna- viðskiptum höfuðborgarinnar varð staðreynd í lok apríl síðastliðins. Ástríður Magnúsdóttír og og sambýl- ismaður hennar, Eggert Emil Þórar- insson, keyptu þá miðhæðina á Tóm- asarhaga 13 í vesturbæ Reykjavíkur á 43 milljónir króna. Fyrirframgreiddur arfur Seljendur íbúðarinnar á Tómas- arhaga voru systkinin Ólöf, Þórar- inn, Sigrún og Ingólfur Eldjám. Þau eru böm Halldóru og Kristjáns Eld- jám sem voru forsetahjón á íslandi frá 1968 til 1980 þegar Vigdís tók við embættinu. íbúðin á Tómasarhaga er 154 fer- metrar. Að auki fylgir 29 fermetra bíl- skúr. íbúðin var áður í eigu Halldóru Eidjám, ekkju Kristjáns, en tveimur vikum fyrir söluna var íbúðin færð yfir á nöfti bama Halldóru sem fyrir- framgreiddur arfur. Útsjónarsemi Eldjárna Skýringin á þessari tilhögun við söluna er sennilega útsjónarsemi Eldjáms-fjölskyldunnar. Hefði Hall- dóra sjálf selt íbúðina og síðan arfleitt böm sín að söluandvirðinu hefðu þau þurft að greiða mun hærri erfða- fjárskatt. Með því að arfleiða börn- in fyrst þurfa þau aðeins að greiða erfðaskatt af fasteignamati íbúðar- innar en ekki af raunverulegu sölu- verði. f staðinn fyrir að greiða fimm prósent erfðaskatt af 43 milljónum króna greiða systkinin þann skatt af þeim 28 milljónum króna sem er fast- eignamat íbúðarinnar. Mismunur- inn á skattstofninum er því 15 milljónir króna. Mæðgurnar líka séðar Reyndar virð- ist sams konar út- sjónarsemi hafa ver- ið höfð að leiðarljósi þegar sumarbústað- ur Vigdísar á Þing- völlum var í vetur sem leið færður á nafn Ástríð- ar, þremur dögum áður en hann var seldur Ásdísi Höllu Bragadótt- ur, forstjóra BYKO, og eiginmanni hennar. Ekki hef- ur reynst unnt að fá stað- fest hvert Með því að arfleiða börnin fyrst þurfa þau aðeinsað greiða erfða- skatt af fasteignamati íbúðarinnaren ekki af raunverulegu sölu- verði. söluverð sumarbústaðarins þeim viðskiptum en gera má ráð fyr- ir að það hafi verið að minnsta kostí fjórfalt hærra en þær 10,3 milijónir sem er fasteignamat eignarinnar. Þar hafi sparast 1,5 milljónir í erfðaskatt. Frægir nágrannar Híbýli á Tómasarhaga eru ein þau allra eftirsóttuátu í vesturbæ Reykja- víkur. Meðal þekktra íbúðareigenda þar í götunni má nefna Bjama Felix- son íþróttafréttamann, Magnús Tuma Guðmundsson jarðfræðing, Val Ingi- mundarson sagnfræðing, Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi forseta borg- arstjómar, Heimi Sindrason, tónlist- armann og tann- lækni, og parið Elfu Dögg Mel- steð, fyrrver- andi ungffú island.is og Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi formannHeim- dalls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.