Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 66
78 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006
Síðast en ekki síst DV
Furðufréttin
Karlar flýja á
kamarinn
„Ó afhverju hugsar þú ekki
á kamrinum eins og restin af
heiminum gerir," öskrar Martin
Crane á Fraiser son sinn í sam-
nefndum gamanþáttum. Þetta
var löngum vitað, að karlar
hugsa best á kamrinum. Nú hef-
ur Morgunblaðið birt frétt þess
efnis að kamarsetur karla eigi
sér dýpri rætur en svo. Þeir nota
sumsé kamarinn sem flóttaleið
undan nöldri og yfirgangi í kerl-
ingum sínum.
„Karlar verja meiri tíma á
klósettinu en fyrir fimm árum
þar sem þeir sitja sem fastast til
þess að flýja samtöl í eldhúsinu
við eiginkonur sínar. Munurinn
frá því fyrir fimm árum er mikill
því karlmenn dvelja nú tveimur
tímum lengur á viku á kamrin-
um til að hvíla á sér eyrun." seg-
ir Morgunblaðið og hefur þessa
stórmerku frétt upp úr hinum
danska Jyllands-Posten sem aft-
ur byggir sína frásögn á nýrri
danskri rannsókn.
„Ganga niðurstöðurnar þvert
á hina rósrauðu ímynd róman-
tískra samverustunda í eldhús-
inu, þar sem málefni líðandi
stundar eru brotin til mergjar yfir
rauðvínsgiasi," segir Morgun-
blaðið. Furðufréttir sjá ekki beint
hið rósrauða og rómantíska við
það að sitja á eldhúskolli, drekka
rauðvín, og ræða um t.d. nýja
meirihlutann í Reykjavík. Slíkt
er nú eiginlega meira biturt og
hrollvekjandi.
Hvað um það. Morgunblaðið
hefur svo eftir Mette Mechlen-
borg, cand. mag. í menningar-
fræðum, að karlar séu einnig að
flýja undan konum sem „...hafi
smátt og smátt hreiðrað um sig
á stöðum þar sem eitt sinn var
aðeins að finna karla, á borð við
skrifstofuna og í garðinum." Og
Mette heldur áfram og segir að
karlar séu „...orðnir heimilislaus-
ir á eigin heimili." Tja væntan-
lega þá að kamrinum undan-
Karlar
flýja samtöl
í eldhúsinu
,AR verja meiri tíma 4
tinu en fyrir fimm árum
an þeir sitja sem fastost
38 að flýja sam«i> i eW- 1
ii við eiginkonur sínar.
irinn frá því fyrir fimm
er mitóU, þvi karlmenn
a nú tveimur tímum ksng-
viku á kamrmum tfl að
áeéreyrun.
,tta kemur fram í fré«
JyJiands-Posten,
• ->-n«kn
Eru þeir í fýlu?
/
Fiskateljari telurfólk í Firðinum
Forsvarsmenn verslunar-
miðstöðvarinnar Fjarðar í
Hafnarfirði fara nýstárlegar
leiðir til að hafa yfirsýn yfir
fjölda heimsóknargesta í mið-
stöðina. Settir hafa verið upp
teljarar við hvern einasta inn-
gang í verslunarmiðstöðinni
Ha?
Það sem er kannski
skemmtilegast við þessa telj-
ara er að þeir eru upphaflega
hannaðir til að telja fiska. Fyr-
irtækið Peocon hannaði telj-
arann og sagði Albert Páll Steingrímsson,
framkvæmdastjóri Fjarðar, í samtali við DV,
að mikil ánægja ríkti með teljarana sem virka
bæði vel á fiska og menn.
„Við höfðum frumkvæði
að því að fá þá setta upp. Og
það verður bara að segjast
eins og er að þeir hafa virkað
vel. Þetta gjörbreytir öllu fyrir
okkur. Það er nauðsynlegt að
vita um umferðina inn og út
úr miðstöðinni. Þetta heldur
okkur á tánum og við höfum
betri yfirsýn yfir hvernig um-
ferðinni í verslunarmiðstöð-
ina er háttað," sagði Albert.
Búnaðurinn var settur
upp í nóvember á síðasta ári
og samkvæmt fiskateljaranum heimsóttu
95 þúsund manns Fjörðinn að meðaltali á
mánuði fyrstu fjóra mánuði þessa árs.
Allttalið
Komið hefur verið fyrir
svokölluðum fiskateljurum í
hverjum einasta inngangi
versiunarmiðstöðvarinnar
Fjarðar. Tilgangurinn er að fá
yfirsýn yfir gestafjölda
miðstöðvarinnar.
0(r EF eb-HBLD
SVOMA OCr LOKA
Fyfilg FVAfrRÁSINAÞASOAp''
TU- TyfPtfc) ep. ALVBír
AV SPftlNfrA, 00 SLm
SVO 0(j Hap PUTTANm
5AAÁ PYRIft, ÞÁ kf/KuP-
SVÖAJA SPfiey EFFECT.'
r
hugleikur
Húðflúr Tribal er úr tísku og fóik villstærri
myndir.
Sverrir Þór Einarsson er einn
þeirra sem tekur þátt í alþjóð-
legri húðflúrunar- og rokkhátíð
um næstu helgi. Það verða bæði
íslenskir og erlendir tattúlista-
menn sem sýna listir sínar á hátíð-
inni og verða þeir með bása á Gauk
á Stöng og Bar 11. „Það verður gam-
an að sjá hvaða straumar og stefn-
ur eru í gangi í faginu og hvað er-
lendu gestirnir eru að fást við þessa
dagana," segir Sverrir en hann hef-
ur stundað húðflúr í ein 18 ár og
er því í hópi reyndustu íslending-
anna. „Hér heima er tribal-dótið
komið úr tísku og fólk vill meira af
stærri myndum á líkama sinn."
Meðal þeirra erlendu húð-
flúrunarmeistara sem koma á
hátíðina má nefna hina margverð-
launuðu Santana og JJ frá Oddity
Ink, Jason June frá Atomic Tattoo,
Cheryl „The Devil" Cline frá Bayou
Tattoo og Colin Dale frá Kunsten
pá Kroppen í Danmörku. Allar ís-
lensku tattústofurnar munu eiga
fulltrúa á hátíðinni.
Aðspurður um hvað hann sé
helst að fást við þessa dagana seg-
ir Sverrir að töluvert sé um að fólk
vilji bæta við flúr sem fyrir eru á
líkama þess. „Viðkomandi hef-
ur kannski fengið sér eitt lítið kín-
verskt tákn áður en vill nú fá stærra
flúr á kroppinn," segir Sverrir. „Og
svo er maður oft fenginn til að lag-
færa eða betrumbæta eldri flúr."
Fram kemur hjá Sverri að á hátíð-
inni sjálfri geti gestir og gangandi
komið við og fengið flúr. Hann
muni ekki vera mikið með fyrirfram
ákveðin módel til að vinna við.
„Allur ágóði af þessari hátíð
rennur óskiptur til Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra og það finnst
mér hið besta mál," segir Sverrir.
„Og miðaverðinu er stillt í hóf, dag-
passinn kostar aðeins 500 krónur."
Sem fyrr segir er þetta einnig
rokkhátíð og kemur fjöldi af hljóm-
sveitum fram á henni. Má þar nefna
sem dæmi Jan Mayen, Dr. Spock,
Lokbrá, Sign og Andrúm. Hátíðin
verður sett á fimmtudagskvöldið
kemur og lýkur á sunnudagskvöld.
Sverrir Þór Hefur
unnið við húðflúrí 18
ár og er einn sá
reyndasti hériendis.
Gamla myndin
Indriði gerði okkur orðlausa
„Þessi mynd er tekin á þeim árum
þegar Tíminn var að ná sér á strik
aftur eftir NT-ævintýrið og við vor-
um enn staðsettir í Síðumúlanum,"
segir Birgir Guðmundsson blaða-
maður um gömlu myndina að þessu
sinni. Myndin er tekin af honum og
Eggert Skúlasyni sem þá voru frétta-
stjórar Tímans í mars 1987.
„Og minnisstæðasta atvikið frá
þessum tíma er örugglega þegar
Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri gerði
okkur Eggert gjörsamlega orðlausa,"
segir Birgir. „Albertsmálið var í full-
um gangi á þessum tíma og Ind-
riði hafði verið inni hjá útlitshönn-
uði blaðsins að hanna með honum
nýtt útlit á Tímann. Hann kom svo
með forsíðu blaðsins daginn eftir og
lagði hana á borðið fyrir framan okk-
ur. Forsíðan var mynd af Albert Guð-
mundssyni og fyrirsögnin var að-
eins tvö orð, blásin upp í 20Ó punkta
letur. Á forsíðunni stóð einfaldlega
„Hvert Albert?" Við Eggert horfðum
lengi á þetta fyrirbrigði án þess að
segja nokkuð."
Birgir segir að það hafi verið gam-
an að vinna á Tímanum á þessum
tíma enda var fjárhagur blaðsins
réttu megin við núllið aldrei þessu
vant. Síðan var ákveð-
að ráðast í kaup á hús-
næði upp á Lynghálsi
og fór þá að fjara undan
blaðinu aftur. „En maður
var alltaf að læra eitthvað
nýtt á þessum tíma og
það var ánægjulegt,"
segir Birgir.
wtr- —'TH'nr
Fréttastjórar Þeir Birgir Guðmundsson og
Eggert Skúiason, fréttastjórar Tfmans árið
1987. Á innfelldu myndinni er Birgir i dag.