Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 52
64 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 Helgin DV allir puntá sig upp íyrir hátíðina og við reynum að skapa heimilislegan anda." Hættan við einkavæðingu Því meira sem við rœðum þessi mál, þess meira hitnar þeim í hamsi: „Það er búið að flá svo mikið af heilbrigðiskerfinu að það er orðið brothætt," segir Vésteinn. „Heilbrigð- iskerfið hefur verið skorið svo mikið niður á síðustu árum að nú er kom- ið í óefni. Starfsfólk hefur lág laun, sjúklingar fá annars flokks þjónustu og maður spyr sig, hvað er til ráða?" Hanna bendir á að kosningar eru á nœsta ári. „Mun þetta leysast þannig að vinstri sinnuð sjónarmið verði ofan á og kerfið verði bætt á nýjan leik eða verður kerfið einkavætt?" spyr hún. „Með einkavæðingunni kemur auk- in stéttaskipting þar sem þeir sem eiga pening geta keypt sér þjónustu, en hinir mega eiga sig. Við höfum val í kosningum: Á stéttaskiptingin að vaxa eða minnka? Þarf að koma til bylting til að augu manna opn- ist? Heilbrigðiskerfið er að springa og það verður að setja meiri pening í það, en alls ekki einkavæða það. Ef heilbrigðiskerfið verður einka- vætt lenda geðsjúklingar á lægsta plani. Þetta er spurning um póliú'sk- an vilja." „Mér finnst ótækt að ætlast til þess að ófaglært starfsfólk sé sett í þá stöðu að það beri ábyrgð á því að það fari ekki allt til fjandans í hagkerf- inu," segir Vésteinn. „Það er eins og þjóðfélagið verði knésett ef við fáum mannsæmandi laun! Síðan hvenær er það á ábyrgð lægst launaða fólks- ins að þjóðarskútan haldist á floti?" Lyf leysa ekki allan vanda Fólk segir oft í hálfkœringi þeg- ar álagið er mikið: „Ætli ég endi ekki inni á geðdeild?"... „Já, og miðað við áreitið í þjóðfé- laginu er ekki skrítið að sífellt fleiri þjáist af streitu eða veikist andlega. Lyf eru góð tfl síns brúks, en þau eru ekki aUtaf svarið við þunglyndi og kvíða. Númer eitt, tvö og þrjú verður fólk að einfalda líf sitt, ætla sér ekki um of og missa sig ekki í lífsgæða- kapphlaupinu. Hlúa að sjálfum sér og þeim sem manni þykir vænt um - og hreyfa sig. Fólk vanmetur áhrif hreyfingar á andlega heUsu. Okkur finnst sorglegt hvað það er dýrt að fara til sálfræðinga, því fólk þarf oft einhvern til að tala við og segja frá sínum málum. Lyf leysa ekki allan vanda og stundum eru þau óþörf." Þeim finnst eftirfylgni líka ábóta- vant: „Fólk sem leggst inn á bráðageð- deild, kemur þangað vegna þess að það er í sjálfsvígshættu, í sturl- unarástandi eða annað þvíumlíkt. Það leggst inn í einhvern tíma, en er svo útskrifað og jafnvel fylgist eng- inn með því. Það hættir að taka lyf- in og hættir að leita læknis. Þá er bara tímaspursmál hvenær veikind- in skjóta aftur upp kollinum. Það vantar aðhald - að fólk innan heil- brigðiskerfisins, hjúkrunarfræðing- ar, læknar og iðjuþjálfar vinni meira saman þegar fólk fer aftur út í sam- félagið. Kleppur á að vera endur- hæfingarspítali, en hýsir nú fjölda langveikra geðfatíaðra, sem þarfn- ast betri úrræða og þjálfunar til að geta orðið virkir í samfélaginu. Það eru ekki einu sinni til peningar til að láta alla fá sjúkraþjálfun og iðjuþjálf- un! Við, ófaglærða starfsfólkið, erum að gera okkar besta við að vinna þau verk! Það er eingöngu einblínt á þá sem hafa möguleika á að komast aft- ur út í lífið. Okkar fólk fær oft og tíð- um ekJd viðunandi sjúkraþjálfun og stirðnar jafnvel upp, við höfum séð fólk fast í sitjandi stellingu þar sem það er bundið við hjólastól. Fólki er sífellt ýtt aftar á biðíistann. Viðhorf- ið er að „heilbrigt" fólk gangi fyrir. Þversagnakennt fyrir spítala!" Stolt af starfinu Þau eru stolt af starfsvali sínu; stolt af að vinna á Kleppi. Hanna Ruthfœr orðið fyrst: „Ég skammast mín ekki fýrir að vinna á Kleppi, ég er ánægð með að vinna við það sem mér finnst merki- legt, gefandi og skemmtilegt. Það finnst mér mikilvægt í lífinu, að vera ánægður í starfi. Það er svo stór hluti af tilverunni. Ég vildi miklu fremur vinna á Kleppi en vera í leiðinlegri skrifstofuvinnu! Vissulega gætum við verið í „virðurlegrí" störfum, en við vitum að starfið okkar á Kleppi nærir sálina betur en bara peningar." Vésteinn tekur undir þessi orð: „Mér finnst ég vera að gera gagn, en auðvitað sárnar manni hvernig er komið fram við mann, sérstaklega af tikisins hálfu. Ég er býsna ánægður með starfið en finnst samt ekki að við eigum skilið að það sé komið fram við okkur eins og skepnur. Láglauna- störf eru að töluverðu leyti mönn- uð af útíendingum. Fyrir mitt leytí finnst mér að stéttarfélögin mættu koma meira til móts við útíendinga. Það er til dæmis enginn trúnaðar- maður á Kleppi, að mér vitandi, sem talar pólsku en þar starfa margir Pól- verjar og Pólverjar eru stærsti hópur nýbúa á Islandi. Stéttarfélögin gætu kannski tekið sig á þarna, boðið upp á þjónustu við fólk sem talar ekld góða íslensku." Vésteini liggur mikið á hjarta þeg- ar málefni ófaglcerðra starfsmanna eru rœdd. Hann bendir á stéttaifé- lögin og kallar félagsmenn þeirra til ábyrgðar; „Þau kjör sem heilbrigðiskerf- ið býður ófaglærðu starfsfólki eru þannig að fæstír staldra lengi við," segir hann. „Hins vegar er fleirum um að kenna en bara ríkisstjórn- inni. Skýringanna er að leita víðar og þar leika stéttarfélögin stórt hluverk. Mér þykir vera mikill misbrestur á því að fólk skuli ekki vera virkara í stéttarfélögunum sínum. Fólk kvart- ar hvert við annað, talar ofan í kaffi- bollann sinn, en bara það að mæta á fundi hjá stéttarfélaginu, kynna sér kjarasamingana eða bara vita hvar skrifstofan er... það er ekki gert! Við erum stéttarfélögin, með því að vera svona óvirk í þeim erum við í raun að samþykkja lélega samninga. Stétt- arfélögin eru tæki sem er alveg full ástæða tíl að nota. Stéttarfélögunum er stjórnað af félagsmönnum þeirra, þau þarfnast aðhalds þeirra." Mannréttindi Framtíðarsýn þeirra er einföld: „Það þarf fyrst og fremst að minnka fordómana, þar á meðal inn- an heilbrigðiskerfisins," segir Hanna Ruth ákveðin, og Vésteinn bendir á að það þurfi að taka alvarlega að það eru mannréttindi að hver maður fái þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf á að halda: „í samfélaginu þarf fólk líka að fara að átta sig á því að geðsjúkdóm- ur er í eðli sínu ekkert frábrugðnir hverjum öðrum sjúkdómi." Kerfið gallað, blindar það sýn? „Auðvitað verður maður reiður og sár," segir Hanna Ruth. „Hins veg- ar er það okkar starf að gera geðföti- uðum lífið auðveldara og þá megum við ekki einblína um of á hvað kerfið er gallað. Þegar ég byrjaði að vinna þarna og vissi ekkert hvað ég var að fara út í, hafði ég aldrei kynnst nein- um með alvarlegan geðsjúkdóm. Svo kom í ljós að þetta er frábært fólk, sterkir karakterar og hæfileika- ríkt fólk á ýmsum sviðum. Ég held ég hefði misst af svo miklu hefði ég ekki farið að vinna þarna. Þarna hef ég kynnst fólki sem er hreinasta gull og gaman hefur verið að heimsækja eftír útskrift, því að sjálfsögðu slepp- ir maður ekíd hendinni af þessari óvenjulegu fjölskyldu sinni!" „Eg held að fordómar séu ekki kynslóðabundnir," segir Vésteinn. „Það er snobbið sem verður fólki fjötur um fót. Það er ekki fínt að vera með geðsjúkdóm. Fólk getur lagst inn með hjartsláttartruflanir vegna streitu og heilsuspillandi lífsstíls, eða með krabbamein, það þykir engin minnkun. Það þykir hins vegar ekki fínt að vera öryrki með geðklofa." Starfsfólkið verðmætasta tækið „Þetta á ekki að þurfa að vera svona í einu ríkasta landi heims," segir Hanna Ruth. „Við spreðum hér í hverja vitíeysuna á fætur ann- arri, en það er ekki hægt að borga fólki mannsæmandi laun. Það er auðvelt fyrir Pétur Blöndal og Einar Odd Kristjánsson að tala um að við getum fjórmennt og fimmmennt í leiguíbúðum, þeir sitja í leðurklædd- um hægindastólum og tala niður til okkar með hroka og lítilsvirðingu. Vilja þeir ekki bara senda okkur öll í útrýmingarbúðir á Miðnesheiði og girða af með gaddavírsgirðingu?" segir hún skellihlæjandi. „Kannski þarf kreppu til að augu fólks opnist. Fólk er að missa sig í gróðahugsjón og einstaklingshyggju. Við eigum öll eftir að eldast og fá einhverja sjúk- dóma. Það skiptir ekki máli hvort manneskjan er seðlabankastjóri eða ófaglærður starfsmaður á geðdeild. Viljum við ekki öll fá þá þjónustu sem við þurfum og eigum rétt á?" „...og hana fáum við ekki nema það sé gott starfsfólk á sjúkrahúsun- um. Við eigum ný og flott tæki, þau duga ekki til. Það er starfsfólkið sem skiptír mestu máli. Starfsfólkið er miídlvægasta tækið," segir Vésteinn og Hanna Ruth kinkar kolli sam- þykkjandi. Lokaspurningin, hvað sé það dýrmœtasta sem starfið hefur kennt þeim, vefst ekkifyrir þeim: „Að allir eru jafnir og allir eiga skilið virðingu," svarar Hanna Ruth að bragði. „Hver og einn hefur svo mikið að gefa og við eigum ekki að fara í manngreinarálit eftir þjóðfé- lagsstöðu. Ég ber meiri virðingu fyr- ir heiðarlegum öryrkja sem berst fyr- ir h'finu af dugnaði og þrautseigju, heldur en spilltum, tækifærissinn- uðum pólitíkusi eða forstjóra." „Ég hef lært eitt dýrmætt og það er orðatiltæki góðs manns sem dvaldi hjá okkur til skamms tíma," svarar Vésteinn: „Svona er lífið... skrítið." annakristine@dv.is SIÐUSTU DAGARNIR , JAKKAR, KÁPUR .... BUXUR, DKNY 4YOU DIESEL EVERLAST LEVI'S FILA INWEAR STUDIO NY FCUK GERARD DAREL TARK IMITZ WRANGLER SAINT TROPEZ LEE KOOKAI MATINIQUE MORGAN £ OUTLET 10 + + + merki mmna merki fyrir minna OUTLET 10 FAXAFENI 10 s. 533 1710
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.