Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Sakamál DV Stal öllu steini léttar Hann kom til íslands sumarið 2000. Framdi fyrsta innbrotið á Höfn í Hornafirði. Hélt til Reykjavíkur og braust þar inn. Sjö stað- ir urðu fyrir barðinu á honum. Verðmæti upp á 25 milljónir króna hefðu horfið - hefði lögreglan ekki gripið í taumana. Arnþór Bjarnason rannsóknarlögreglumaður segir hann hafa litið út fyr- ir að vera ungur háskólanemi fremur en harðsvíraður þjófur. ROMANIA 02136353 TlÖrÍh , ’c'Étjm" MHA' t C-A ■ - ÍAILA A -s •$» 1 ■\\ . ,, * Éj * m j - > I í útvarpinu Útvarþsem I fannst á leið úrlandi hafði | að geyma á þriðja kíló af MBHKBKRSsamm 1 gulli úrinnbrotum í \Reykjavík og Kópavogi. um að þetta væri útlendingur - fyrr en að myndir náðust úr myndavél sem hann reiknaði ekki með Sígauni og laumufarþegi? Auðgunarbrotadeild LR fór strax að leita að innbrotsþjóf: um. Eftir að hafa spurst fyr- ir með mynd- ina af honum var ákveðið að leita til Rauða krossins, þar sem hugsanlegt var að þjófurinn væri af erlendu bergi brotinn. Ferðin til Rauða krossins bar árangur því í ljós kom að þjófurinn hafði leitað til samtakanna eftir að- stoð. í ljós kom að þjóf- urinn var karlmaður frá Rúmeníu. Sígauni sem sagðist hafa komið hingað til lands sem laumufarþegi með grísku skemmtiferðaskipi. Hann sagðist við komuna til landsins heita Stefan Catalini og fékk stöðu pólitísks flóttamanns hér á landi. Catalini þessi hafði fengið inni hjá Rauða krossin- um og hafði aðsetur á Nýbýlavegi. „Við fundum hann þar í samvinnu við rannsóknardeild lögreglunnar f Kópavogi, það var enginn einn sem átti þetta mál," segir Arnþór. Þjófur eða skokkari? Þann 17. ágúst varleitað á dvalar- stað hans og í ljós komu skartgrip- ir sem hann gat enga skýringu gef- ið á ásamt úlpu sem svipaði mjög til þeirrar sem innbrotsþjófurinn í Faco hafði notað. „Við sáum skartgripi úr síðasta ráni á gólfinu og í rúminu. Það fór ekkert á milli mála þegar við vorum komn- ir inn hver hann væri," segir Arnþór. Téður Ca- talini gaf rann- sóknarlögreglu- mönnum þá skýringu að hann hefði farið út að skokká í heilsuá- taki sem hann byrjaður í og fundið bæði skartgripina og úlpuna í tösku á leið sinni. Skartgripirn- ir voru úr innbroti þann 15. ágúst í skartgripaverslunina Tímadjásn og var verðmæti þeirra um sjö millj- ónir króna. Erfiður í yfirheyrslum Sama dag var hann handtekinn, grunaður um innbrotin sem höfðu átt sér stað undangenginn mánuð og daginn eftir, 18. ágúst, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. september. í fyrstu sagði þessi Ca- talini mjög lítið og skýringar hans á ferðum sínum hérlendis voru mjög ótrúverðugar. Þann 19. ágúst óskaði hann eft- ir viðtali við þá Arnþór og Sigurð og héldu þeir austur á Litla-Hraun og tóku hann tali. Þá kom í ljós að Ca- talini þessi hét í raun og veru Dinu Florin, 26 ára sígauni frá Rúmeníu. I sama viðtali viðurkenndi hann innbrotin fimm sem átt höfðu sér stað frá 26. júlí til 15. ágúst hér í Reykjavík. „Hann var snúinn og það þurfti að sækja hart á hann í yfirheyrsl- um," segir Arnþór en vísar til þess að kollegi hans, Sigurður V. sé harð- ur í horn að taka í yfirheyrslum. „Þú ferð ekkert í gegnum þennan gamla harðjaxl úr RLR." Tómar holur í Fossvogi Dinu sagðist hafa sent þýflð úr innbrotinu í Faco til móður sinn- ar í Rúmeníu en féllst á að sýna lögreglumönnunum tveimur hvar hann hefði komið fyrir skartgrip- unum. Þá hafði hann falið á svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi í holum sem hann gróf. En galli var á gjöf Njarðar. Holurnar voru tómar þegar þeir komu á stað- inn og sagði hann að skartgripun- um hefði verið stolið. Það var svo ekki fyrr en lögregl- Sumarið 2000 voru framin nokkur kræf innbrot í Reykjavík og á Höfn í Homafirði sem öll tengdust sama manninum. Tímabifið 25. júlí fram til 15. ágúst var þó sérlega áhugavert hjá lögregl- unni í Reykjavík. Fjómm sinnum var brotist inn í skartgripa- verslanir og einu sinni í raftækjaverslun. Arnþór Bjamason og Sigurður V. Benjamínsson komu mest að máfinu af hálfu lög- reglunnar. Sígauni frá Rúmeníu af hálfu glæpahrings. Verknaðarlýsing var eins á öllum stöðum. Rúða brotin og hreinsað úr hirslum sem verðmæti geymdu. Sá sem hlut átti að máli skildi aldrei eftir sig neinar vísbendingar. Hvorki fingraför né fótspor fundust á vett- vangi eða verkfæri. „Aðferðirnar voru allar þær sömu, brotin rúða, inn og út. Mjög snöggt," segir Arn- þór Bjarnason, annar þeirra rann- sóknarlögreglumanna sem hvað mest komu að málinu. Hann seg- ir aðferðirnar hafa verið fagmann- legar: „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera," segir hann og bætir við að eftir fyrstu innbrot- in hafi mikil áhersla verið lögð á að leysa þessi stórfelldu innbrot. Falin myndavél bjargaði löggunni Síðasta innbrotið í nokkra daga var framið sunnudaginn 6. ágúst og það tilkynnt til lögreglu rétt eftir hádegið. Það var í hljómtækjaversl- unina Faco sem staðsett var í Faxa- feni. Sex stafrænar myndbands- upptökuvélar voru horfnar og góð ráð voru dýr. Engin þjófavörn var í versl- uninni en hún hefði mögulega komið lögreglu fljótar á staðinn. Úr eftirlitsmyndavél Myndin sem varð Dinu að falli. Eigandinn átti þó tromp á hendi því hann hafði falda myndavél á sínum snærum. Upptakan úr þeirri vél átti eftir að koma að góðum not- um við að upplýsa þetta undarlega innbrotatímabil í júlí og ágúst árið 2000. „Þessar myndir björguðu okk- ur," segir Arnþór en vísar í að þessi maður hefði allt eins getað verið ís- lendingur hvað vinnubrögð varðar. „Það var ekki endilega að við héld- Vegabrefið Dmu fékk sent vegabréf hingað til lands. Það var með hans rétta nafni. Hann ætlaði aflandi brott skömmu eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.