Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Fréttir DV Fótbolta- mennítitr- aradeilu Fótboltamennimir Michael Ballack og Oli- ver Kahn gera kröfu um skaðabætur eftir að nöfn þeirra voru notuð á nýja línu af titrurum með nöfnum þekktra fót- boltamanna. Fyrirtækið Beate Uhse í Miinchen nefhdi tvö af kynlífstækj- um sínum Michael B og Olli K. Titrari með nain- inu David B er einnig hluti af nýju línunni en ekki er vitað til þess að David Beckham hafi lagt fram kvörtun vegna þessa. Ballack og Kahn segja hins vegar að titrarar þess- ir séu brot á persónulegum réttindum þeirra. Klámbann hjá Sádi-liðinu Landslið Sádi-Arabíu mun ekki fá að falla fýrir vest- rænum freistingum meðan á dvöl þeirra á HM í Þýska- landi stendur. Forráðamenn liðsins hafa tekið heilt hótel á leigu og það fýrsta sem þeir báðu um var að allir mín- íbarir yrðu fjarlægðir úr her- bergjunum svo og sjónvörp- in þar sem hægt er að kaupa sér aðgang að klámrásum. Auk þess var gerð krafa um að myndir af léttklæddum stúikum í líkamsræktarsal hótelsins yrðu teknar niður. Páfinn drap steggjapartí Steggjapartíshópur frá Bretlandseyjum sem fór til Póllands að skemmta sér endaði allsgáður alla síðustu helgi þökk sé páfanum. Páf- inn var í opinberri heim- sókn í Póllandi og af því til- efni settu stjómvöld á algert áfengisbann í landinu í þrjá daga. Þessu vissu Bretamir ekki af. f stað fyllerís enduðu þeir í að tefla skák á næsta torgi. Brúðguminn Carl Smith var ekki hress. „Við drukk- umkafflmeð nokkrum nunn- um í morgun. það var huggulegt en ekkialvegrokkog ról," segir Carl í samtali við TheSun. Kvartaryfir 68áradóttur Félagsmálafulltrúum í smábænum Hildesheim í Þýskalandi var töluvert bmgðið er þeir vom kallað- ir út af áhyggjufuilri móður sem kvartaði yfir siðferðis- brestum dóttur sinnar. í ljós kom að móðirin er 92 ára og dóttirin 68 ára. Fulltrúamir sögðu móðurinni, Adelheid Schmidt, að þeir gætu ekki skipt sér af málinu. Móðir- in hafði kvartað undan Tinu sinni þvf hún væri stjómiaus, siðlaus og lauslát í samskipt- um sínum við karlmenn. Kvörtunin kom í fr amhaldi af því að Adelheid komast að því að Tina væri komin með kærasta. Hópur manna frá FBI hefur leitað að líki verkalýðsforingjans Jimmys Hoffa á bónda- býli rétt fyrir utan smábæinn Milford í Michigan undanfarnar vikur. Leitin hefur eng- an árangur borið þótt FBI hafi rifið niður hesthúsið á bænum og brotið upp steingólfið undir húsinu. íbúar Milford hafa snúið málinu upp i brandarasmíð. Vinsælasti rétturinn á matseðli Milford Baking Company er Hoffa-kökur á 95 sent stykkið. Þær skarta grænni plasthendi sem kemur upp úr miðri kökunni sem er hulin súkkulaðiglassúr og brjóstsykurmulningi sem tákna á mold. Neðar í sömu götu og bakaríið stendur við selur listabúð Leslie Watson stuttermaboli með áletruninni „The F.B.I. digs Milford, Do You?". Báðar þessar vörur seljast eins og heitar lummur þessa dagana. Jimmy Hoffa Hvarffyrir 31 ári en er nú leitað sem aldrei fyrr. Hópur manna frá FBI hef- ur unnið við það síðustu vikur að leita að líki verkalýðsforingjans Jimmys Hoffa á bóndabýfi skammt frá Milford sem liggur um 25 km norðvestur af Detroit. Um er að ræða umfangsmestu leit sem gerð hefur verið að Hoffa frá því hann hvarf fyrir 31 ári. FBI hefur unn- ið eftir ábendingum frá Donovan Wells sem vann á býlinu á þeim tíma sem Hoffa hvarf. Býlið sjálft, Hidden Dreams Farm, var í eigu Rollands McMasters á þessum tíma en MacMasters var einn af forráðamönnum The Teamsters- félagsins og sérstakur skjólstæð- ingur Hoffa. Sérfræðingar í mál- efnum The Teamsters segja að MacMasters hafi snúist gegn Hoffa skömmu áður en Hoffa hvarf. Horfði á gröf tekna Hinn 75 ára gamli Donovan Wells afplánar nú 10 ára dóm fyrir maríjúanasmygl og vonar að upp- lýsingar sínar til FBI muni stytta þann dóm. Wells heldur því fram að hann hafi horft á gröf tekna við bóndabýlið og að síðan hafi sam- anrúlluðum vöndli verið skellt í hana. Wells segir að MacMast- ers, sem var viðstaddur, hafi sagt: „Þarna fer Jimmy." Lögmaður MacMasters segir að þessi saga sé bull. Skjólstæðingur sinn hafi ver- ið í Gary, Indiana, alla vikuna þeg- ar Hoffa hvarf. Áreiðanlegar upplýsingar FBI telur upplýsingar Wells áreiðanlegar og þær bestu sem stofnunin hefur fengið árum sam- an. Á milli 40 og 50 FBI-menn hafa unnið að uppgreftrinum og njóta þeir aðstoðar fornleifafræð- inga við verkið. Robert Garrity, einn þeirra sem rannsökuðu hvarf Hoffa á sínum tíma, telur að FBI hljóti að hafa eitthvað naglfast í höndunum miðað við þann mann- afla sem vinnur við uppgröftinn. Og Garrity man eftir MacMasters. „Við töldum hann áhugaverðan á sínum tíma," segir Garrity í sam- tali við The New York Times. Ferðamennska blómstrar Frá því að FBI hóf að grafa í kringum Hidden Dreams Farm hafa fjölmiðlar fylgst náið með framvindu málsins. Og þótt íbú- ar Milford hafi verið iðnir við að semja brandara í kringum þetta brölt FBI er málið hvalreki á fjörur bæjarins. Ferðamannastraumur- inn til bæjarins hefur verið stöð- ugur og mikill síðustu vikur og all- ir vilja hagnast á þessu máli. FBI hefur ekki riðið feitum hesti frá allri þessari leit. Þeir gáfust upp nú í vikunni. Það eina sem þeir fundu var ryðguð bjórdós. Mafían myrti Hoffa Almennt er talið að mafían hafi myrt Hoffa. Hann sást síðast fyrir utan veitingastaðinn Machus Red Fox en þar átti hann að hitta maf- íósana Anthony Giacalone og Anth- ony „Tony Pro" Provenzano. Um- ræðurefni fundarins var tilraunir Hoffa til að ná aftur völdum innan The Teamsters en mafíunni var það mjög á móti skapi. Hafði Hoffa ítrek- að fengið ábendingar frá háttsettum mafíuforingjum um að halda sig á mottunni og draga sig í hlé. Dómari í Los Angeles léttir hulunni af skjölum Michaels Jackson Jackson er ekki faðir barna sinna Það á ekki af Michael Jackson að ganga. Nú hefur dómari í Los Angel- es ákveðið að létta hulunni af skjöl- um sem sýna að Jackson er ekki líf- fræðilegur faðir barna sinna, Prince og Paris. Skjölin eru hluti af skilnað- arsamkomulagi þeirra Jacksons og móður barna hans, Debbie Rowe. Að sögn bandarískra fjölmiðla sýna skjölin ekki aðeins að Jackson er ekki faðirinn heldur upplýsa þau hver það sé í raun og veru. Þau Jackson og Rowe hafa barist lengi um forráðréttinn yfir börnun- um tveimur. Með því að gera skjöl- in opinber er víst að vígstaða Rowe í þessari baráttu verður sterkari en ella. Jackson hefur hingað til gert allt sem í hans valdi stendur til að halda Rowe frá börnunum. Hún hefur að- eins einu sinni fengið að hitta þau og það var undir ströngu eftirliti barna- píunnar, Grace Rwarmba. Fox-sjónvarpsstöðin heldur því fram að Jackson hafi sagt bömunum að móðir þeirra sé látin. Því mátti hún alls ekki, þessa stuttu smnd sem hún hitti þau, segjast vera móð- ir þeirra. Lögmaður Jackson, Robert Sanger, hefur án árangurs reynt að koma í veg fyrir að fýrrgreind skjöl væru gerð opinber. „Það eina sem hefur þýðingu er ást Jacksons á bömunum," segir Sanger. Michael Jackson sagt börnum slnum að móðir þeirra sé látin. Hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.