Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Qupperneq 2
til þess að spila. Núna er það franskur plötusnúður sem kemur frá frönsku electro-útgáfufyrir- tæki sem heitir Kitsune. Það er eitt heitasta dansleibelið í dag og hefur verið með regluleg partí á heitustu stööunum í París, Berlín og Tókýó. Einnig koma fram Dj Alfons X, Dj Casanova og Steed lord. Þaö verður að hafa miöa til að komast inn og er miðinn festur á Smimoff-flösku sem fólk fær af- henta, líkt og var í fyrra, málið er að ef þú ert með miða, þá ferðu inn = engin röð. Þannig að þaö er um að gera að verða sér úti um flösku. Fólk getur kíkt á myspace- síðima og sent fyrirspumir um miða og annað sem það vill vita. Slóðin er: http://www.myspace- .com/smimofflOl. Annað kvöld verðin: haldið Smimoff-partí á vegum sömu að- ila og héldu magnað partí á Hótel Borg síðasta sumar. í því partíi var það DJ Spinna sem mætti hingað til lands og hélt uppi brjál- uðu stuði. Partíið þótti heppnast afar vel og var vel sótt Stefiit er að svipuðu fjöri þetta árið en partíið er nú haldið í stúdíói Loftkastal- ans. Ekki vantar útíensku nöfnin í KVÖLD ER HALDIfi SMIRNOFF-PARTÍ f STÖÐÍÓILOFKASTALANS. FRANSKUR PLÖTUSNÚÐUR ERKOMINN HINGAÐTIL LANDS TIL PESS AÐ SPILA FYRIR GESTINA f TEITINU. ROBBICRONICER MAÐURINN A BAK- VIÐ PARTÍIÐ. Dead-fatalínan var lengi vel heitasti skíturinn á Klakanum. Svo fór köld hendi mainstreamsins að laesa krumlunum í fótin. Áður en maður áttaði sig á því hvað var á seyði voru krakkar famir að fermast í Dead-jakkafótum. Bó Halldórs og Rúnar Júl sáust skarta jökkum með hauskúpunni ffægu á síðum glanstímarit- anna. Fátt er púkalegra en að klæða sig eins og Bó. En fyrir skemmstu ákvað Jón Sæmundur að bera verslun sína til grafar. Nú er einmitt tíminn til þess að næla sér í síðustu flíkumar úr búðinni eða þá að dusta rykið af gamla jakkanum og klæðast honum sem sorgartákni. Sirkus mælir með nýjasta disknum með Dr. Mister og Mr. Hand- some. Þessir gaurar eru eins bad-ass og þeir gerast: flottir, sexí og hættulegir. Strákamir pósa berir að ofan, við alvæpni. Þeir syngja um kókaín, partí og tryllt kynferðismök. Diskurinn kemur út undir COD music-merkinu í næstu viku og ber hinn viðeigandi titil Dirty Slutty Hooker Money. Setjið þennan á fóninn, takið eina Ifnu, sleikið hárið aftur og „dry-humpið" einhvem. Sirkus mælir með brúnkuspreyi hjá Fyrir & eftir, það er ekki hægt að treysta á sólina á þessu skítalandi og Ijósabekkimir virka of hægt, langgáfulegast er að skella sér í brúnkusprey og þú verður jafn brúnn og Ásgeir Kolbeins á 5 sekúndum og getur farið að girða niðrum þig og losa um spenning. Sirkus mælir með því að skalla fólk. Hvert mannsbarn hefur nú séð Zidane skalla Materazzi á úrslitaleik HM í fótbolta. Það er greinilegt að þetta er það heitasta í sumar og má búast við því að allir verða að skalla fólk í bringuna næstu mánuði. Þú getur byrjað á því að skalla mömmu og pabba, unnið þig síðan upp í að skalla vini og vandamenn. Þegar þér finnst þú tilbúin/n getur þú haldið galvaskur/-vösk niður í bæ og skallað stöðumælaverði, afgreiðslufólk í búðum eða túrista. SONUR TÍUNDA Aratugarins Þegar tíundi áratugurinn gekk í garð var ég sjö ára. Þá voru fighter-jakkamir svokölluðu að líða undir lok. Svartir, dökkbláir eða grænir og allir appelsínu- gulir að innan. Það þótti flott. Um miðjan tíunda áratuginn var ég mættur á grunnskólaböll sem stóðu til 22 á kvöldin. Um svipað leyti hlustaði ég öllum stundum á diskinnTrans dans sem ég hafði fengið í jólagjöf. Þar voru lög eins og Rythm is dancer sem fengu hvað mesta spilun í tækinu. Ég safnaði líka körfuboltamyndum en var þó aldrei mikill Jordan-maður enda alltaf verið vin- ur litla mannsins. Undir lok tíunda áratugarins leit ég niður á þessi danslög þó svo að ég væri alltaf tilbúinn að rjúka út á gólf þegar þau voru spiluð. Hins vegar lofaði ég 80's tímabiliö sem mér þótti það langt í burtu að ég gæti alveg sagt að það væri töff - allavega geðveikt flippað. Nú virðist sem 90's sé að öðlast sömu virðingu. Ég fagna því enda er ég sonur tíunda áratugarins. Sólmundur Hólm Auglýslngastjóri: Jóhannes Már Sigurðarson Kynningarstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson Sölustjóri: Hörður Jóhannesson hordur.johannesson@365.is Ritstjóm: Sigríður Ella Jónsdóttir, Hjörvar Hafliðason Áskrift 550 5000 / askrift@365.is Prentun: (safoldarprentsmiðja 4 - Partí-Hanz tekinn á teppið 6-7 - Nexusnördamir opna sig 8 - (slenska kom mér í hljómsveit 10 - Nana lét pabba smíða giftingarhringinn 12 - Manúela og Karen Lind blogga frá Ameríku 16-17 — 90's er komiö aftur 20*21 - Antisportistar hjóla hringinn fýrir Spes-samtökin 22*23 — Sirkus fylgir straumnum 27-28- Allt sem þú þarft að vita um menningar- og skemmtanalífið 31 - Fréttastofa Gillz þorir meðan aðrir þegja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.