Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Qupperneq 7
PÉTUR BREKI
MYNDASÖGUSÉNI.
“®i!!!!!!!!!‘, nd iií 11 rl L';| r* p Iplfi iiiill! iliilj'Í
PÉTUR BREKIBJARNASON, 16 ARA, STARFSKRAFTUR í NÓA-
TÚNIHRINGBRAUT EN ER AÐ BYRJA í MH í HAUST.
Uppáhaldsmanga?
„Erfitt val, enginn vafi á því, Blade of the Immortal eftir Hiroaki
Samura því að í 5. bekk voru blóðsúthellingar og sverðaglamur
nóg til að heilla hvaða krakka sem er, eyddi mörgum dögum
yfir ævintýrum Manji & Rin í teiknistíl sem er jafn eftirtektar-
verður og hávaxinn rauðhærður maður í Japan. Good Stuff."
Uppáhaldsanime?
„Fruits Basket,Tohru Honda flytur inn á heimili þriggja manna
sem breytast í dýr samkvæmt klnversku stjörnumerkjunum,
skipar sér samstundis í fremstu raðir. Klassík."
Lélegasta mangað1
„Án efa Legendz eftir Makoto Haruno og Rin Hirai. Serían fer
eftir gömlu þreyttu formúlunni: Vinskapur, traust og furðuver-
ur. Einstaklega illa framkvæmt og heiladautt. Þetta hefur allt
verið gert áður í gegnum Pokémon og Digimon."
Ofmetnasta mangað?
„Ef manga er gott, þá er það vel metið, það eru aðeins minni-
hlutahópar og nýgræðingar sem lesa slæmt manga."
Hvað eyðir þú mörgum klukkutímum í að lesa myndasögur á
dag?
„I fyrsta lagi heitir það manga, myndasögur eru saur eins og
súperman/the punisher/batman/spider-man. Þegar Nexus fær
góða sendingu er oft eytt heilu dögunum í lesturá góðu
manga við kertaljós og rauðvín."
Hvaða ofurhetja/persóna værir þú til í að vera?
„Lee Bailong úr Shaman King eftir Hiroyuki Takei. Lee „Hvíti
drekinn" Bailong, kung-fu meistari sem dó þrítugur."
Hvað eyðir þú miklum peningum í myndasögur á mánuði?
„Manga, 20-30 þúsund. Á góðum mánuði upp í kr. 40.000. Allt
í nafni lista og afþreyingar."
Hvers vegna manga?
„Manga gengur út á persónusköpun og söguþráð, þrátt fyrir að
fylgja oftast ákveðinni formúlu ná höfundarnir langoftast að
gera bækurnar bæði ávanabindandi og æðri öllum öðrum
miðlum."
Ertu í einhverju mangafélagi?
„Ég og eldri bróðir minn, Nökkvi Jarl Bjarnason18 ára, erum
báðir miklir safnarar og eigum um 600 bækur hvor, og höldum
við talningardaga ölljól."
Bestu búðirnar til að kaupa myndasögur?
„Nexus á Hverfisgötu er eina búðin sem selur manga á íslandi,
ég nota netið til að kaupa bækur og anime (japanskar teikni-
myndir), sem er stór partur af otaku-menningunni (einbúa-
menningunni).
Hverju mælirþú með fyrir forvitna?
„Svo sem amazon.com/co.uk, Animecornerstore.com,
toycup.com, jafnvel ebay.com."
JG 06 ÍLDRIBRÓBIR MINN NÖKKVIIRUM BÁBIR M/JH/ff SAfHARAR OG CI6UM
IIM 600BÆKUR HVOR 06 HÖLDUMIW TALNINGARDAGA ÖLLJÓL.'
ENDALAUST ÚRVAL
LÁRA DANÍELSDÓTTIR, 16
AraogeinsmAnaðarog
ATVINNULAUS. VILL
EINHVER RAÐA MIG?
Uppáhaldsmyndasaga?
„Það erekkibara ein,
Saikano, Johnny the
homicidal maniacog
Snakepit eru I uppáhaldi
hjá mér. Saikano er ekk-
ert nema drama og þess
vegna verðurmaðurfrek-
ar háður því en JTHM er
fyndið og frekar ógeðs-
legt."
Lélegasta myndasagan?
„Ég veit ekki, kannski
naruto... vona að ég verði
ekki hötuð fyrir að segja
þetta, en ég hef allavega ekki kynnt mér það nógu vel svo ég
get varla dæmt."
Ofmetnasta myndasagan?
„Líklegast Yu-gi-oh."
Hvað eyðirþú mörgum klukkutímum á dag í að lesa mynda-
sögur?
„Öllu kvöldinu og nóttinni þess vegna ef sagan er það spenn-
andi."
Hvaða ofurhetja/persóna værir þú til íað vera?
„Erfitt val, allavega ekki Chise í Saikano samt, hún er the
ultimate weapon og þarf bæði að höndla það og að eiga
kærasta sem vill flýja af þvf að það er stríð."
Hvað eyðirþú miklum peningum ímyndasögurá mánuði?
„Ég kaupi mér sjaldan myndasögur, kannski í kringum
1000-1500 krónum, annars bíð ég oftast eftir því að vinkona
mfn sé búin að lesa sínar og þá tek ég við af henni."
Hvers vegna myndasögur?
„Af því það eru myndir með og oft ekki of mikill texti."
Hvað áttu mörg blöð/bækur?
„Sex bækur og átta blöð, frekar Iftið safn."
Bestu búðirnar til að kaupa myndasögur?
„Á íslandi myndi ég segja að Nexus væri besta búðin."
Hverju mælirþú með fyrir forvitna?
„Ég les líka mikið af myndasögum á netinu, til dæmis White
Ninja og svoleiðis. Það er eitthvað sem ég mæli eindregið með;
www.whiteninjacomics.com."
AUBUROGIÍRA
MYNDASÖGUSÉNÍ.
AUÐUR ÝR, 16 ÁRA, ER EKKI
AÐ GERA NEITT í AUGNA-
BLIKINU.
Uppáhaldsmyndasaga?
„Ég held að það sé bara
Saikano, þetta er svo
ótrúlega falleg saga, al-
veg rosalega dramatísk.
Mérfinnst myndirnar í
bókinni svo flottar og ég
er algjörlega ástfangin af
sögupersónunum.
Lélegasta myndasagan?
„Ég hefbaraekki ennþá
lesið myndasögu sem
mérfinnst ekki góð."
Ofmetnasta mynda-
sagan?
„Ég held bara að mérfinnist það vera Dragonball. Það eiga ekki
mjög margir eftir að verða ánægðir með að ég segi það en ég
bara skil ekki hvað fólki finnst svona frábært við þessar bækur."
Hvað eyðirþú mörgum klukkutímum á dag í að lesa mynda-
sögur?
„Ég get nú ekki sagt að ég eyði mörgum klukkutímum í það að
lesa myndasögur á dag, en ég les bækurnar mfnar við og við."
Hvaða ofurhetja/persóna værirþú til í að vera?
„Momiji Sohma í Fruits Basket, þvf hann er svo óendanlega
krúttlegur og líka svo hress."
Hvers vegna myndasögur?
„Því þær eru svo skrautlegar. Mér finnst svo gaman að skoða
smáatriðin í myndunum, mér finnst líka miklu auðveldara að
lifa mig inn í söguna ef ég hef myndirnar fýrir framan mig og
átta mig á persónunum ef ég veit hvernig þær líta út.
Hvað áttu margar bækur?
„Ég á 21 bók, vonandi bætast þó fleiri við í sumar."
Bestu búðirnar til að kaupa myndasögur?
„Ég kaupi bara í Nexus, veit ekki um aðra staði á íslandi það
sem ég get fengið svona bækur nema bara bókasafnið."