Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Fyrstog fremst DV Fyrst og fremst Ætlarðu i leikhús í vetur? „Nei, ég bý IDanmörku og verð ekkert hérálandi." Sveinn Magni Jensson pípulagningamaður „Nei, ég hefekki farið frá þvf ég var lltillogfinnstekkertgaman/leikhúsi." £ Grétar Már Garðarsson, nemi í Fiensborg „Vonandi, efég kemst. Þá ætla ég á Footioose." Alda Elíasdóttir ræstitæknir „Já, við ætlum að fara á söngleik I Borgarieikhúsinu um áramótin." Hanna Rún og Bjarni Þór m * fZr^^'*. W'J Já, ég ætla i leikhús hér heima." Helga Þórey Eyþórsdóttir, meistaranemi i Hl Veturinn er tími leikhúsanna og er dagskrá þeirra sneisafuli af eðalefni. Fólk hafði þó mismunandi mikinn áhuga á að nýta sér dagskrána. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@dv.is Aðstoðarritstjóri/fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is Berglind Hásler - berglind@dv.is Friðrik Indriðason - fridrik@dv.is Garðar örn Úlfarsson - gardar@dv.is Guðmundur Þ. Steinþórsson - gudmundur@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir - indiana@dv.is Jakobína Davíðsdóttir jakobina@dv.is Jón Mýrdal Harðarsson myrdal@dv.is Kormákur Bragason - kormakur@dv.is Sigríður Ella Jónsdóttir - sigga@dv.is DV Menning: Óttar Martin Norðfjörð - ottar@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Um alla jarðarkringluna stríða menn við ameríska sorp- hauga gegnsósa af mengandi efnum efir heri Kanans. Líka í þeirra eigin landi. Embættis- menn og stjórnmálamenn sem handsala slíka samninga verða allir komnir undir græna torfu þegar nágrannar sorphauga Kanans verða enn að kljást við mengaðan jarðveginn. Nú ræða menn um hundraða milljóna kostnað við að hylja svæðin ofankomu, jafnvel grafa þau upp, en fyrst af öllu verður að kortleggja nákvæmlega hvar jarðmengun er slík að nátt- úru, mönnum og dýrum staf- ar hætta af. Það verður að gera með ítarlegum rannsóknum.. Samninganefndirnar geta skákað í því skjólinu að þær eru nafnlausar og falla fljótt í gleymsku. Aðrir borgarar í landinu sem bæru ábyrgð á spillingu lands og grunnvatns með svipuðum hætti og her- inn yrðu dæmdir fyrir bragðið, látnir bera þungar skaðabætur. En ekki jakkadrengirnir í utan- ríkisráðuneytinu sem nú eru að fyrir forsætisráðherra og unnu 1989 fyrir utanríkisráðherrann Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir eru ofan við lög og rétt. Ekki eru heldur líkur á að sjálfstæðismenn eða gamlir kratar sem arka nú í framboð á Suðurnesjum verði látnir gjalda fyrir landspjöllin og ábyrgð á þeim: það verða sveit- arstjórnarmenn og almenn- ingur á Suðurnesjum sem fá skellinn. Þar munu menn nú loksins drekka sinn bikar í botn - og eitraðar dreggjarnar með. Páll Baldvin Baldvinsson Samninganefnd íslenska forsætisráðherrans er að ganga frá nýjum kontrakt við Kanann. Eins og gjaman er í samskipt- um við stórveldi eru öll atriði samningsins leyndarmál sem koma ekki öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum á löggjafar- þinginu við. Hvað þá þjóðinni. Eitt er þó ljóst: Kaninn ætlar ekki að hreinsa eftir sig: Kefla- víkurstöðin þræðist á band með öðrum eitruðum perl- um sem heimamenn um víða veröld verða að búa við eftir að hafa setið við katla hers- ins í boði amerísku þjóðanna um áratugaskeið. Tvær skýrsl- ur sem til eru frá íslenskum og bandarískum stjórnvöld- um verða leyniplögg þar til nýi samningurinn er fullnustaður. Vonlítið var að íslensk stjórn- völd hefðu döngun til að láta verkfræðideild ameríska hers- ins annast það verkefni að koma burt stórum flákum á vellinum sem hafa í hartnær hálfa öld verið dýki fyrir drullu af ýmsu tagi. í þeim efnum haga fulltrúar fslensku þjóð- arinnar sér eins og margt ann- að þýlyntyfirvald. Strax árið 1989 var ljóst að samninga- menn þjóðarinnar höfðu gefið eftir: með nýju vatnsveitunni þar suður frá sem Kaninn kost- aði var hann laus undan öllum skyldum um að hreinsa eftir sig um alla framtíð. Trúarbrögð efnishyggjunnar Trúarbrögð efnishyggjunnar fel- ast einkum í því að halda að hægt sé að leysa allt með einföldum ráðum, jafnvel andlegan vanda. Þessi trú tekur stundum á sig skoplega mynd, einkum þegar hún ákveður að taka höndum saman við hina kristnu með því að halda sam- eiginlega athöfn í kirkju. Trúarbrögð efnishyggjunnar eru hvorki tengd ákveðnum stað né stund. Glópar kunna að halda að trúin eigi sín helgu vé í bönkum og fjármálastofnunum en hún er ekki aðeins tengd íjármagni og syndum þess, svonefndu gróðabralli auð- jöfra, heldur miklu heldur barna- skap. Hann og trúgirnin sem hon- um fylgir einkenna reyndar flest trú- arbrögð. Trúar- brögð efnis- r\ & hyggjunnar eru ekki tengd ákveðinni stétt. Þau er að finna hjá ólíkleg- asta fólki, háum og lágum, ríkum og fátækum og eru með vissum hætti undirrót allrar trúar. í samtímanum bjóða þau upp á lausnir oftast tengdum tæknivæð- ingu, auglýsingaherferðum og sjón- arspili. Að undanförnu hefur verið á sviðinu gott dæmi um þetta. Háir sem lágir halda að hægt sé að stöðva slys á vegum með því að strætisvagn- ar aki um með áletrun á hliðunum: Mamma er mín fyrirmynd. Ólafur Ragnar Grímsson forseti þrýsti á tölvuhnapp í Hallgríms- kirkju með fánaborg í baksýn en samgönguráðherra og stúlka græn í stjórnmálum beygðu sig til að sjá hvaða kraftaverk birtist á skjánum. Líklega voru öll með barmmerkið Stopp til að tryggja árangurinn. Þessi bjánaskapur var sorglegur, hlægilegur, tilgangslaus. Engin leið er að ala upp manninn með tölvum eða auglýsingum. Um Hlemm fara hundruð stræt- isvagna með Mamma er mín fyrir- mynd en umhverfið sýnir hinn sára veruleika: Mamma hefur yfirgefið Ekkert getur komið í staðinn fyrir föður og móður, vitneskju um upp- runann, móðurmálið, föðurland- ið og hvar maður sjálfur er í heim- inum; þetta er það sem við köllum þjóðerni. Tilfinningalífinu verður ekki stjórnað nema með vitneskju um meginþætti þjóðar og manns. Engin auglýsingaherferð getur leyst þann flókna samsetning. Sú trú að auglýsing um hegð- un jafngildi uppeldi kom fram með kynslóðinni sem situr núna ráðvillt við stjórn og við sjáum afleiðingarn- ar - slysin - hvarvetna. Guðbergur Bergsson rithöfundur Yfirlýsing „Hinn 19. september 2006 var gengið frá sátt í dómsmáii, sem Sigurður H. Björns- son höfðaði gegn fyrrverandi ritstjórum D V þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, vegna umfjöllunar DV og myndbirtingar af Sigurði sökum þess að hann veiktistafhermannaveikiá vormán- uðum ársins2005. Afþvl tilefni vilja 365 miðlar hf, sem gefa út DV, taka fram að félagið harmar nær- göngulan fréttaflutning blaðsins af veik- indum Sigurðar, samhliða þvi sem hann er beðinn afsökunar á þeim óþægindum sem umfjöllunin olli honum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.