Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Frístundahúsin breiða úrsér Hver landspildan á fætur ann- arri á Suðurlandi er nú skipulögð undir frístundahús og herra- garða. Á síðasta fundi skipulags- nefndar Rangárþings ytra voru til afgreiðslu beiðnir um hátt í eitt hundrað nýjar slíkar lóðir. Tekið var jákvætt í þær allar. í allflestum tilfellum er notkun viðkomandi spildu endurskilgreind frá þvf að vera fyrir landbúnað í það að vera undir frístundabyggð. Þessar lóðir eru meðal annars í landi Hauka- dals, Galtalæks, Ketilhúshaga og Merkihvols. Má ekki kaupa tölvuna sína Fyrrverandi bæjarstjóri í Garðinum fær ekki að kaupa tölvuna sem hann hafði til afnota á bæjar- stjórastóli. Sig- urður Jónsson, sem hætti eftir kosningar í vor, vildi eignast tölv- una sem bærinn keypti fyrir hann í byrjun þessa árs en meirihluti bæjarstjórnar taldi það vera góða vinnureglu að starfsmenn bæjar- ins skiluðu tækjum sem þeir hafa til afnota þegar þeir hætta. Minni- hlutinn sagði þetta óvinsamlega framkomu við Sigurð sem gegnt hefði æðsta embætti sveitarfélags- ins í sextán ár. Færheldurekki kaffiboð Nýr meirihluti í Garðinum hafnar ekki bara tillögu um að selja Sigurði Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, tölvuna sem hann hafði í vinnunni heldur neitar einnig ósk fyrrverandi meirihluta um að standa fyrir opnu kaffiboði til að kveðja Sigurð eftir sextán ára starf. Lýstu samherjar Sigurð- ar þessu sem „ómannúðlegri og óvinsamlegri afstöðu." Meirihlut- inn sagði óviðeigandi fyrir sig að standa fyrir kaffisamsæti fyrir Sig- urð sem starfað hefði fyrir fyrr- verandi meirihluta og tekið þátt í kosningabaráttu hans. Jólasveinará Strandgötunni Hafnfirðingar eru farnir að huga að jólahaldi ársins. Menn- ingar- og ferðamálanefnd bæj - arins er nú með til skoðunar hugmynd Jeans Posocco um að skreyta Strandgötuna með jóla- sveinaijölskyldunni. Nefndar- menn segja að sér lítist vel á hug- myndina og er hún til nánari skoðunar. Þá er undirbúningur að Jólaþorpinu á Thorsplani haf- inn og velta Hafnfirðingar fyrir sér áherslum í markaðssetningu. Strax eftir að bæjarráð Kópavogs svipti Kára Stefánsson lóð á Vatnsenda sendu arki- tektar inn uppdrætti að risavöxnu húsi. í gær ákvað bæjarráðið því að Kári fengi lóðina aftur. Húsið stendur á þrefaldri lóð og verður yfir 600 fermetrar að grunnfleti. Kári sviptur Kári leitaði ásjár bæjarráðsins sem í gær samþykkti að Kári fengi lóðina sínaaftur. Risalóð á flottum stað Lóðin sjálf er á mjög góðum stað við Vatnsenda. Stærð lóðarinnar er á við þrjár til fjórar venjulegar einbýlis- húsalóðir eða 3272 fermetrar. Fram kom hjá Hlédísi arkitekt í DV um liðna helgi að hönnun húss Kára væri mjög metnaðarfull. DV fékk ekki aðgang að teikningum að húsinu en samkvæmt heimildum blaðsins er botnplata hússins vel ríflega 600 fermetrar. Aðalhönnuðir eru Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson og sagt er að sjálfur Ólaf- ur Elíasson myndlistarmaður hafi lagt hönd á plóg auk arkitekts ins Hjörleifs Stefánssonar, sem er bróðir Kára. Heyrst hefur að inni í húsinu sé meðal annars hringlaga hveliing þar sem verður geysimikil rannsóknarstofa ogbókasafii. Þrautagangan á enda? Það hefur sannarlega ekki gengið þrautalaust fyrir Kára Stef- ánsson að reisa sér drauma- hús á höf- uðborgar- svæðinu. DV í síðustu viku Sagtvar frá því í DV um liðna helgi að svipta ætti Kára Stefánsson risalóðinni á Vatnsenda. Fyrir nokkrum árum gafst hann upp á áformum um að byggja meira , en 500 fermetra hús á sjávar- . lóð í Skerjafirði eftir marg- . víslega hnökra á framgangi I þess máls. Nú virðist ætla að ganga betur því Kári fékk ekki aðeins lóðina sína til baka í bæjarráði í gær heldur fékk hann einnig greftrarleyfi fýrir nýja húsinu. Sjálft húsið á þó enn eftir að samþykkja hjá bæjaryfirvöldum. Og nýja lóðaúthlutunin er lokaútkall fyrir Kára á Vatnsenda. Hann verð- ur að hefj- ast handa strax. Ólafur Elíasson Sagterað listamaðurinn heimsfrægi eigi hiutað máli við hönnun risavillu Kára Stefánssonar. Mmir. IIWM flihSS hju'ín' mAllh. hW.Mmrí»l.loK6„ifZ Kári Stefánsson svaraði ekki margítrekuðum viðvörunum bæjar- yfirvalda um að hann yrði sviptur lóð sem hann fékk úthlutað í Vatnsenda í febrúar 2003 ef hann hæfi ekki framkvæmdir við hús- ið. Það var ekki fyrr en bæjarráðið missti endanlega þolinmæð- ina og tók af honum lóðina að nauðsynlegar teikningar að húsinu bárust. Hann fékk lóðina aftur í gær. Bæjarráð Kópavogs ákvað í gær að endurúthfuta Kára Stefánssyni ein- býlishúsalóð sem tekin hafði verið af honum aðeins viku áður. Þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir á síðustu misserum um að hann yrði sviptur stórri einbýlishúsalóð í Fagra- þingi 5 fengust engin viðbrögð ffá Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar. Bærinn hefur viljað að ffamkvæmdir hefjist á lóð- inni sem Kári fékk úthlutað í febrúar árið 2003. Seinagangurvið hönnun f fyrrasumar hófu bæjaryfirvöld að krefja Kára um að standa við skil mála úthlutunar- innar og hefja framkvæmd- ir. Um síðustu helgi greindi DV ffá þessari þróun í sam- skiptum Kára og bæjaryfir- valda. Þá var Hlédís Sveinsdottir Annar arkitektahússKára Stefánssonar segir hönnunina vera mjög metnaðarfulla. haft eftir Hlédísi Sveinsdóttur arkitekt að vinnan við hönnunina hefði far- ið seint í gang en að teikningar væru á lokastigi og ffamkvæmdir í þann mund að hefjast. Allt væri verkefn- ið unnið í samráði við bæjaryfirvöld og því ekki ástæða til að óttast að Kári yrði sviptur lóðinni. Engu að síður er það einmitt það sem bæjarráðið gerði á þarsíðasta fundi sínum. Þeirri ákvörðun var þó breytt í gær og Kári fékk aftur lóðina sína. Vaknaði upp við vondan draum Samkvæmt heimfid- um DV virðist það loks hafa runnið upp fyrir Kára að bæjaryfirvöld- um var alvara með það að afturkalla lóðina þeg- ar það var orðinn hlutur. Þær teikningar sem beð- ið hefur verið eftir voru sendar til Kópavogsbæj- ar í ofboði. Einn heimild- armanna DV taldi að það hafi verið Kári sjálfur sem tafði hönnun hússins með sífelldum breytingum. Kári Stefánsson Kominn á slðasta séns hjá bæjarráði Kópavogs með húsið sitt á Vatnsenda. ■**■.* .'7* " t • ■ m Bíræfnir bílaþjófar losuðu sig við fenginn á bilastæði fatlaðra við Bónus á Nesinu Skildu stolinn bíl eftir í stæðum fyrir fatlaða Fatlaðir og hreyfihamlaðir gátu ekki lagt í stæði þeim ætluðum við Bónusverslunina á Seltjarnarnesi í vikunni. Ástæðan var ekki eins og svo oft áður að tillitslausir borgarar hefðu tekið stæði þeirra. Eða hvað? Bíræfnir bílaþjófar tóku upp á því að skilja feng sinn, Suzuki Vitara jeppa, eftir í tveimur stæðum æduðum föti- uðum. „Ég hefði notað stæðið hefði þessi bíll ekki verið skilinn eftir í því," segir Sigurður Magnússon, fyrrver- andi framkvæmdastjóri ÍSÍ og upp- hafsmaður íþróttastarfsemi fatl- aðra á íslandi. „Svona gjörningur er hreint út sagt hneisa gagnvart sam- félaginu og þeim sem fatlaðir eru." Omar Smári Ármannsson hjá lög- reglunni í Reykjavík segir viðskilnað bílaþjófa vera af margvíslegum toga. „Sumir bílar eru skemmdir en aðrir ekki. Það fer allt eftir því hvaða ein- staklingur á hlut að máli. Það er þó Furðu lostinn Sigurður Magnússon, upphafsmaður íþróttastarfsemi fatlaðra var tröu lostinn yflr aðkomunni fyrir utan Bónus á Seltjarnarnesi þar sem stolnum bll hafði verið lagt þvertyfir tvö stæði. DV-myndGVA ljóst að sá sem hefur stolið þessum legast að fá ástæður fyrir málinu hjá bíl hefur ekki viljað taka tillit til fatl- þeim sem stálu bílnum. aðra einstaklinga," segir hann en Galvaskir starfsmenn Bónuss á bendir á að sennilega sé áreiðan- Seltjarnarnesi hringdu í Vöku og létu draga bílinn á brott og upplýstu um leið bílaþjófn-aðinn - svo til. Því eigandi bíls- ins hafði æti- að að selja tilteknum einstaklingum hann fyrir um tveimur mánuð- um en uppskar ekki erindi sem erf iði þegar bílnum var stolið af sömu aðilum. Hann var því feginn að fá hann aftur þegar DV hafði uppi á honum í gær. gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.