Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Page 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 17 Stripphiti á ráðstefnu Það hitnaði heldur betur í kol- unum á ráðstefnu um gróðurhúsa- áhrifin í Sydney í Ástralíu. Ástæðan var sú að skipuieggjendur ráð- steínunnar ákváðu að létta aðeins andrúmsloftið og bjóða gestunum upp á nektardans. Hins vegar urðu margir vísindamennimir rauðir og þrútnir í framan af hneykslun enda ráðstefhan borguð af hinu opin- bera. Varð að hætta við strippið í miðjum kh'ðum og vísa stúlkunum út. Rebecca Gaie frá Miss Kitka’s House of Burlesque, þaðan sem stúlkurnar komu segist ekkert skilja í þessu uppnámi, sýningin hafi ver- ið smekkleg að hennar mati. Gullfiskur í fegrunaraðgerð Gullfiskur sem syndir um í lít- illi tjöm í Royal Museum of Scot- land í Ed- inborg var sendur í fegrunarað- gerð eftír að gestir safns- ins kvörtuðu undan því hve ljómr hann væri. Að sögn blaðsins The Scotsman var einhvers konar æxli á höfði fisksins og forráðamenn safnsins ákváðu að láta skera það í burtu þótt fiskinum virtist ekki vera meint af þessu. Þegar að- gerðin hófst kom í ljós að fjarlægja varð annað auga fisksins. Aðgerð- in var borguð með smápeningum þeim sem gestir safnsins em vanir að kasta í tjörnina. Heimsmetá brettum Hópur brimbrettafólks í Suður- Afríku telur sig hafa sett heims- met í þessari íþrótt. Metíð felst í mesta fjölda brimbrettafólks sem riðið hefur á sömu öldunni. Þeir sem skipulögðu metíð segja að 73 brimbrettaköppum hafi tekist að standa uppréttir í 5 sekúndur á sömu öldunni en fyrra metið var 44 manns. Heimsmetíð var gert til styrktar sundvörðum á Muiz- enberg-ströndinni nálægt Cape Town. Einn þeirra misstí nýlega annan fótinn í kjaftínn á hvítum hákarli á þessu svæði. Með þyrlu á bakinu Franz Muellner, sterkasti mað- ur Austurríkis, hefur sett nýtt met eftir að 1,8 tonna þyrla lenti á bak- inu á honum. Franz Muelln- er hélt þyrlunni á bakinu í næstum mínúm og tryggði sér þar með að komast í heims- metabók Guinness. Heimsmetstil- raun þessi var liður í heimsmeta- degi Vínarborgar um síðustu helgi en dagurinn var haldinn hátíð- legur í Prater-garðinum. Með- al annarra meta sem slegin voru má nefna mesta fjölda af stráum í kjaftínum þegar Marco Hort tókst að koma 264 stráum fyrir í sínum kjaftí en fyrra met var 259 strá. Sidney Korshak var þekktur sem „maðurinn sem vissi öll leyndarmálin“ i Hollywood. Nú áratug eftir andlát hans er að koma í ljós hversu ómetanlegur þessi skuggalegi lög- fræðingur var fyrir toppana í borginni. í nýrri bók, Supermob, eftir Gus Russo er greint frá því hvernig Sidney og mafíufélagar hans réðu öllu sem þeir vildu í kvikmyndaiðnað- inum. Gat ráðskast með stærstu stjörnurnaraðvild Sidney gat látið spilaskuldir barna hinna þekktu og ríku hverfa. Hann gat útvegað kvikmyndaveri leikara sem enn var á samningi hjá samkeppnisaðila, það var ekkert mál fyrir hann að útvega hjákonum sínum góð hlutverk. Og Sidney gat látið allar vinnu- deilur í kvikmyndaverunum hverfa. Bók Gus Russo ber undirtitíl- inn „Hvernig Sidney Korshak og glæpafélagar hans urðu hinir huldu valdamenn". Því það voru ekki bara forstjórar kvikmyndaveranna og stórstjörnur þess tíma sem Sidney og mafi'ufélagar hans ráðskuðust með að vild. Ronald Reagan átti þeim að þakka sigur sinn í kosningum til ríkisstjóra Kalifomíu. Og Reagan mundi eftír þessum „greiða" þegar hann var orðinn forsetí 1986. Reag- an lét þurrka nafn Korshaks út úr skýrslu embættis síns um skipulagða glæpastarfsemi. Stjörnur á borð við Kirk Douglas, Clark Gable, Warren Beatty og Gregory Peck elskuðu Sid- ney á meðan menn á borð við Steve McQueen, Howard Hughes og Hugh Heftíer lærðu það að ekki var hollt fyrir þá að setja sig upp á mótí hon- um. Sammy Davis jr. og augað Meðalþesssem ffamkemuríbók Gus Russo er að Sidney Korshak batt enda á ástarsamband Sammys Davis jr. og Kim Novak en á þessum tíma, sjötta áratugnum, þóttí síður en svo viðeigandi að blökkumaður héldi við hvíta konu, hvað þá stórstjörnu eins og Novak. „Sidney bað Novak um að líta á nokkrar myndir," segir Dana Al Pacino Korshak fékk Pacino lausan frá MGM til að leika I Guðföðurnum með þvl að hóta MGM aðgerðum frá Teamsters-félaginu. Wynter eiginkona fyrrverandi starfs- félaga Sidneys í bókinni. „Sammy hafði greinilega komið myndavélum fyrir í svefnherbergi sínu og hafði skjalasafn af myndum af sér í rúm- inu með hvítum leikkonum. Novak leit á myndimar og byrjaði að rífa þær í sundur. Sidney sagði henni að spara sér ómakið, hann hefði nega- tífurnar. Síðan sagði Sidney: „Við erum að segja þér, ef hann hættír þessu ekki mun hann missa hitt augað sitt.““ En Sammy var eineygður. Fékk Al Pacino í Guðföðurinn Sidney hótaði MGM-kvikmynda- verinu aðgerðum frá Teamsters-verka- lýðsfélaginu ef MGM sleppti ekki takinu á AI Pacino svo hann gæti leikið í myndinni Guðfaðirinn. Það gekk eftír. Og Gus hefur það eftír þáttastjórn- andanum Steve Allen Ronald Reagan Launaði Korshak gamlan greiða 1986 þegar hann var forseti. * y 1 r fn r fý' Sk'f • j Sidney Korshak Þessi skuggalegi lögfræðingur og mafíufélagar hans réðu öllu sem þeir vildu I Hollywood. „Sammy hafði greini- lega komið myndavél- um fyrirí svefnherbergi sínu og hafði skjala- safn afmyndum afsér í rúminu með hvítum leikkonum. Novakleit á myndirnar og byrjaði að rífa þær í sundur" að eiginkona hans, Jayne Meadows, hafi móðgað mafíuforingja á frum- sýningu. Allen segir að morguninn eftir hafi þau hjónin fundið frampart af hestí á verönd sinni. Áhrif enn ídag Þótt Sidney hafi verið jarðað- ur fyrir áratug síðan gætí hann haft áhrif enn í dag. í blaðinu New York Daily News er fjallað um bók Gus og meðal annars þær upplýsing- ar sem þar er að finna um að Jerry Kim Novak Korshak batt enda á ástarsamband hennar og Sammys Davis jr. Brown hafi þegið fjárstuðning frá Korshak og mafíufélögum hans þeg- ar hann bauð sig fram til rílcisstjóra í Kaliform'u á áttunda áratugnum. Jerry Brown er nú í baráttu fyrir því að verða kosinn dómsmálaráðherra fylkisins og gætu þessar upplýsing- ar orðið honum fjötur um fót í kosn- ingabaráttunni. Gary Weddle gleymdi að raka sig í æsingnum eftir árásina þann 11. september Enginn rakstur fyrr en bin Laden finnst Gary Weddle kennari í bæn- um Ephrata í Washington fylgdist svo grannt með fréttunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september fýrir fimm árum að hann gleymdi að raka sig. Eftir vikutíma ákvað hann að raka sig ekki fyrr en Osama bin Laden hefði náðst eða verið drepinn. Weddle hefur ekki snert við skeggi sínu síðan en hann reiknaði með í upphafi að bin Laden myndi nást á mánuði eða svo. Weddle sem nú er 46 ára gamall er með skegg sem er fet á lengd og byrjað að grána. Weddle er kennari við grunnskólann í Ephrata og byrj- ar hverja önn á því að útskýra fýrir nemendum sínum hvernig á öllum þessum skeggvexti standi. „Ég finn enn tíl með þeim fjöl- skyldum sem misstu ástvini sína," segir Weddle í samtali við blaðið The Wenatchee World. „Ég tel ekki að þessu máli sé lokið fýrr en þeir finna þennan gaur. Ég þarf ekki að þekkja persónulega þá sem misstu fjöl- skyldumeðlim þann 11. september til að skilja hve hörmulegt það var." Donita, eiginkona Weddles, þol- ir ekki skeggið en dætrum þeirra þremur sem sækja menntaskóla í East Wenatchee er sama og kærust- um þeirra finnst þetta raunar „cool". Weddle ætlar ekki að skerða skegg sitt fyrr en bin Laden næst, jafnvel þótt hann þurfi að taka það með sér ígröfina. GaryWeddl eSkeggiðfserað vera óáreittmeðan Osama bin Laden gengur frjáls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.