Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
Helgin DV
Umgekkst eldri vini
Kristín var góður námsmaður,
en þótt hún hafi alltaf verið með
hœstu einkunnir tók hún fullan
þátt í félagslífinu. Við útskrift úr
grunnskóla hlaut hún verðlaun
þýska sendiráðsins fyrir fram-
úrskarandi árangur í þýsku og
sömu verðlaun á stúdentsprófi
frá MH þremur árum síðar.
„Hún var metnaðargjörn í
framhaldsskóla og háskóla,
bæði í námi og vinnu, en
var jafnframt mjög fé-
lagslynd," segir Hrund
og Þorbjörg Helga bæt-
ir við að í grunnskóla
hafi Kristín leitað eftir
félagsskap eldri vina í
grunnskólanum.
„Ekki vegna þess að
hún væri í partístandi,
heldur var hún bara
siðferðilega þroskaðri
en flestir í efstu bekkj-
um grunnskólans."
/ Menntaskólan-
um við Hamrahlíð
var Birna Hreið-
arsdóttir lögfræð-
ingur einn kenn-
ara Kristinar
og man vel eft-
ir henni, þótt
fimmtán ár
séu liðin frá
því Kristín
sat í tímum
hjá henni.
„Nem-
endur eru
óneitanlega
misjafnlega minn-
isstæðir," seg-
ir Birna. „Krist-
ín er einn af
þeim nemend-
um sem ég man
sérstaklega vel
eftir. Hún var
afskaplega
samviskusöm,
kom í tíma
full af áhuga
íyrir við-
fangsefnun-
um og leysti
öll verkefni
vel af hendi
án þess að
virðast þurfa
að hafa mik-
ið fyrir því. Ég man að
hún sat yfirleitt frek-
ar framarlega í stof-
unni, hún var alltaf
brosmild og bauð af
sér sérstakan þokka.
Fyrir mig sem kenn-
ara var hún drauma-
nemandi, fylgdist
oa hörkudugleg
Kvikmyndaframleiöandinn Krlstln sést hér ásamt leikurunum Ingvari Sigurðssyni og Nönnu Kristlnu Magnúsdóttur og leikstjóranum Ragnari
Bragasyni á frumsýningu myndarinnar Börn sem hún framleiddi en Ragnar leikstýrði.
Þorbjörgu Helgu Vigfúsdótt-
ur og við þessar œskuvin-
konur sínar heldur Kristín ,
tryggu sambandi.
„Bekkurinn okkar fylgd-
ist að allan grunnskólann,
var skemmtilegur og þar ríkti
keppnisandi," segir Þorbjörj
Helga. „Við hlustuðum mikið a
tónlist og Kristín var mikið í dansi.
Við vinkonurnar vorum dugleg-
ar að gera símaat og áttum langar
samræður um stráka. Við vorum
ekki alveg sáttar við strangt upp-
eldi, til dæmis hvað varðaði útivist-
artíma. Okkur fannst foreldrar okk-
ar setja okkur stífasta rammann af
öllum, en núna virðum við það."
Kristín Ólafsdóttir er leikstjóri og framleiðandi, kona sem stend-
ur fyllilega fyrir sínu ein og sér. Hún er ekki aðeins „kona Björg-
ólfs Thors" eða hluti af „ríkasta pari landsins" heldur hörkudug-
leg og vinnusöm, ábyrgðarfull móðir, dóttir og systir og tryggur
vinur. Þessi glaðlynda og ákveðna kona vill ekki vera kölluð Stína
nema af fáum útvöldum, tekur sjálfa sig mátulega alvarlega en
móðurhlutverkið mjög alvarlega og er sambland af heimsborgar-
dömu og náttúrubarni. Ein besta vinkona hennar segir hana töff-
ara með eigin stíl sem þori að klæða sig í lit og vera öðruvísi. Það
er af sem áður var þegar Kristín Ólafsdóttir neitaði að fara í kjól
og gekk um í gömlum fötum af frændum sínum.
Kristín er búsett í London og í
Reykjavík og rekur kvikmyndagerð-
arfélagið Klikk Productions. Hún
hefur framleitt þrjár kvikmyndir,
nú síðast myndina Börn sem mik-
il aðsókn er að þessa dagana. Hún
fœddist í Reykjavík 6. júlí árið 1972,
eldra barn hjónanna Guðrúnar
Árnadóttur sálfrœðings og Ólafs
H. Jónssonar, viðskiptafrœðings og
handboltahetju. Yngri bróðir henn-
ar er Arnar, sem var lengi gítarleik-
ari hljómsveitarinnar Leaves.
Kristín var glatt, kraftmikið og
ákveðið barn að sögn þeirra sem til
hennar þekkja og Gunnar ILansson,
leikari og náfrœndi hennar, segir
hafa hvinið í henni efhún var ekki
ánœgð.
„Hún var hins vegar mjög hörð
af sér. Við áttum það sameigin-
legt að vera mikil eyrnabólgubörn
og það er enginn smáverkur sem
fylgir eyrnabólgu, en Kristín lét á
engu bera. Kristín var mjög sætur
krakki, þannig að maður lét allt eft-
ir henni."
Forseti eða ráðherra
Mamma Kristínar, Guðrún
Árnadóttir sálfrœðingur, segir dótt-
ur sína alla tíð hafa verið opna og
ófeimna.
ÖV NÆRMYND
„Hún hefur alltaf verið áhuga-
söm um alla skapaða hluti, forvit-
in og fróðleiksfús. Henni fannst
sérstakiega gaman að tala við sér
eldra fólk, fannst það skemmtileg-
ast af öllu, enda fræddi það hana
um ólíklegustu hluti. Hún hef-
ur alltaf borið mikla virðingu fyrir
görnlu fólki'," segir Guðrún.
Fróðleiksfýsninni Jylgdi meðal
dnnars það að Kristín vissi fátt
skemmtilegra en að láta lesa fyr-
ir sig bækur og segja sér sögur. Ein
frœnka sem passaði hana stund-
um á fyrstu æviárunum segir Krist-
ínu hafa verið snilling í að sjarmera
fólk upp úrskónum.
„Hún átti til dæmis að fara að
sofa strax eftir auglýsingar sem
fylgdu kvöldfréttunum. En þeg-
ar hún var komin í rúmið horfði
Kristín á mig með sínum stóru
bláu augum og sagði: „Mamma og
pabbi lesa alltaf fyrir mig þangað til
ég sofna." Þegar klukkan var orðin
ellefu og foreldrarnir komnir heim
var ég enn að lesa fyrir hana!"
Árni Páll Hansson kvikmynda-
gerðarmaður og Kristín eru syst-
kinabörn. Árni Páll segir, eins og
„Hún tekur móðurhlut-
verkið alvarlega og
kastar ekki tilhendinni
þar frekar en í öðrum
verkum sem hún tekur
sér fyrir hendur."
Gunnar bróðir hans, að Kristín
hafi alltafverið áberandi greind og
skörp:
„Hún hefur alltaf verið mikill
grallari, en þegar við vorum yngri
var ég alveg viss um að hún ætti
eftir að verða forseti, sendiherra
eða ráðherra."
Dansaði og gerði símaat
Fjölskyldan flutti til Þýskalands
þar sem Ólafu'r keppti pieð þýsku
handboltaliði. Kristín var fljót
að aðlagast breyttum aðstæðum,
lœrði þýskuna á undraverðan hátt
og eignaðist góða vini.
„Hún var kraftmikið og félags-
lynt barn og elskaði að vera í leik-
skóla og skóla. Hún var komin
með magaverk af spenningi mán-
uði áður en skólinn hófst," segir
mamma hennar. „Hún hefur allt-
af verið sjálfstæð og sjö ára fór hún
ein í heimsókn til vina fjölskyld-
unnar í Þýskalandi og dvaldi þar í
nokkrar vikur."
Kristín og Hrund Gunnsteins-
dóttir blaðamaður hafa þekkst alla
ævi og á æskuárunum man Hrund
eftir Kristínu sem svaka skvísu.
„Pabbar okkar voru saman
í Mulningsvélinni svokölluðu í
handbolta hjá Val og við Kristín
eigum báðar minningar. um bún-
ingsklefa karla eftir leiki."
Eftir heimkomuna fór Kristín í
Hvassaleitisskóla. Þar kynntist hún
Heiðarleg,