Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
„Hún hefur mikinn áhuga á nán-
ast öllu sem er að gerast í heiminum
og er vel upplýst um stöðu mála,"
segir Sara Lind. „Hún hefur breitt
hæfileikasvið, er skarpgreind og er
bæði mjög skapandi og skipulögð,
en það eru eiginleikar sem fara ekki
endilega saman hjá fólki."
Þorbjörg Helga segist meta einna
mest í fari Kristínar hversu góð-
ur hlustandi hún er og hvað hún sé
skilningsrík á stöðu hvers og eins.
„Það er mjög til eftirbreytni í
þessu samkeppnissamfélagi þar
sem allir eiga að vera eins og „meika
það",“ segir Þorbjörg Helga.
„Þótt hún geti orðið heit í um-
ræðum, þá enda þær aldrei með
leiðindum," segir Hrund. „Kristín
er mikill húmoristi og er stöðugt að
bæta sig sem manneskja."
Guðrún móðir Kristínar segir
hana alltaf hafa verið mjög fylgna
sér.
„Hún er mjög ábyrgðarfull og
umhyggjusöm dóttir og systir og er
mjög annt um að allri fjölskyldunni
líði vel. Hún er vinur vina sinna og
stendur með þeim gegnum súrt og
sætt. Kristín hefur aldrei vílað fyr-
ir sér að standa við hlið vina sinna,
hvort sem það er á gleðistundum
eða miður gleðilegum atburðum
lífsins. Hún tekur á hlutum með
festu og er með úrlausnir að leið-
arljósi, en drekkir sér ekki í tilfinn-
ingasemi. Hún er dugleg, úrræða-
góð og er góður hlustandi."
í gömlum fötum
Klœðaburður Kristínar vekur at-
hygli. Hún klceðist klassískum föt-
um og er tignarleg. Nýverið birti
tímaritið Hér & nú mynd af henni
á hcelaháum, skcergrœnum skóm,
sem konur áttu ekki orð til að lýsa
aðdáun sinni á, en fataáhugi hef-
ur ekki alla tíð verið efstur á lista
hennar þótt Birna Hreiðarsdóttir,
kennari Kristínar úr MH, minnist
þess að Kristín hafi alltafverið mjög
smekklega til fara og vel til höfð á
menntaskólaárunum.
„Þegar hún var barn vorum við
foreldrar hennar „fátækir náms-
menn" og nýttum okkur allt sem
að okkur var rétt," segir Guðrún,
mamma hennar. „Af þeim sökum
var Kristín yfirleitt í gömlum föt-
um af frændum sínum Gunnari og
Árna Páli og var hreint ekki ánægð
með það ef klæða átti hana í kjól!
Núna hefur hún gaman af að klæð-
ast fallegum fötum og má því segja
að sem betur fer höfum við foreldr-
arnir ekki fengið að ráða fatavali
hennar mjög lengi. Hún hefur sýnt
og sannað að hún er fullfær um það
sjálf!"
Hefur ekkert breyst
Þótt líf Kristínar hafi tekið
stakkaskiptum á síðustu árum og
hún sé meira og minna búsett er-
lendis og á ferð og flugi segja vinir
hennar hana aldrei vanrœkja vin-
áttuna.
„Þótt það sé aldrei hægt að fylgj-
ast með ferðaáætlunum hennar er
alltaf auðvelt að ná í hana og hún er
einhvern veginn alltaf til staðar fyr-
ir mann, hvar sem hún er og hvað
sem hún er að gera," segir Gísli
Örn. „Það er alltaf gott að vera í
kringum Kristínu. Hún er einlæg og
sjálfri sér samkvæm og gefur ekkert
annað frá sér en hlýju og væntum-
þykju. Kristín er eins og vinir gerast
bestir að mínu mati."
Kristínu Ólafsdóttur er lýst sem
blöndu af heimsborgara og nátt-
úrubarni. Mamma hennar lýsir
þeim þáttum á þennan hátt:
„Þótt Kristín hafi mjög gaman af
að ferðast til fjarlægra landa elsk-
ar hún ekkert eins og íslenska nátt-
úru. Þegar hún er heima á íslandi
á sumrin vill hún helst vera úti á
landi allan tímann. Hún hefur yndi
af því að vera með fjölskyldunni í
sveitinni, þar nýtur hún sín best."
Forvitinn heimsborgari
Hrund, vinkona hennar, segir
Kristínu vera forvitinn heimsborg-
ara.
„Hún er forvitin um önnur lönd,
fólk og menningu og hún fær útrás
fyrir fróðleiksfýsn sína með ferða-
lögum. En hún er mikill íslend-
ingur í sér, vill helst hafa landið og
fólkið sitt sem næst sér hvar sem
Brosmild Að sögn viðmælenda biaðsins er alltafstutt Ibrosið hjá henni Kristínu.
Mynd: Arnhold Sprout
„Kristín var mjög sætur
krakki, þannig að mað-
ur lét allt eftir henni."
hún er niður komin í henni ver-
öld. Mér finnst Kristín ekkert hafa
breyst og það er sama hvar í heim-
inum ég hef hitt hana, hún er alltaf
hún sjálf."
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er
sömu skoðunar.
„Hún er náttúrubarn og borgar-
barn og þessir tveir þættir stangast
oft á í henni. Hún kemur oft heim
til íslands, bara til að fara norð-
ur eða í sumarbústað til að nálgast
kyrrðina."
Ragnar Bragason er sammála
vinkonunum og segir Kristínu allt-
af vera samkvcema sjálfri sér, hvar
sem hún er:
„Hún kemur bara til dyranna
eins og hún er klædd, hvar sem
hún er. Kristín hefur ekki sveiflu-
kennda framkomu, er mjög sterkur
persónuleiki og veit hvað hún vill.
Því mun aldrei einhver einn staður,
land eða borg, breyta henni."
„Kristín er laus við orðafroðu og
vífilengjur," segir Hrund. „Hún hef-
ur hugsjónir og henni er ekki sama
um náungann. Hún getur allt sem
hún vill og er vinum sínum hreinn
innblástur. Hún fer ekkert í grafgöt-
ur með það ef hún hefur trú á öðr-
um. Ef fólk veit ekki að Kristín er vel
gefinn, hæfileikaríkur og hlýr per-
sónuleiki, þá er hún misskilin af ís-
lensku samfélagi!"
Móðirin Kristín
Kristín og Björgólfur Thor eiga
eins og hálfs árs gamlan son, sem
þau vilja halda utan við sviðsljós
fjölmiðla.
„Það var gaman að sjá Krist-
ínu verða mömmu," segir Ragnar
Bragason. „Ég veit ekki hvort það
hefur breytt henni mikið, en allar
konur verða opnari tilfinningalega
við það að ganga með barn."
„Auðvitað breyttist Kristín við að
verða mamma!" segir Hrund vin-
kona hennar. „Það breytast allir við
að verða foreldrar. Við kynnumst
nýrri vídd í okkur sjálfum og fyr-
ir vikið gera aðrir það líka. Kristín
tekur foreldrahlutverkið alvarlega
og strákurinn er lukkunnar pamfíll
að eiga hana sem móður."
Gunnari frcenda hennar fannst
gaman að sjá Kristínu verða
mömmu.
„Það er gaman að sjá hana sem
móður. Bjöggi og Kristín eiga mjög
vel saman, þau eru andlegir jafn-
ingjar og eru bæði mikið ævintýra-
fólk. Mér hefur alltaf þótt þau eiga
sérstaklega vel saman," segir Gunn-
ar og Árni Páll bróðir hans segist
hafa vitað frá fyrstu kynnum Krist-
ínar og Björgólfs að þau yrðu par.
Við lofum mömmunni og ömm-
unni, Guðrúnu Árnadóttur, að eiga
lokaorðin í þessari Ncermynd af
Kristínu Ólafsdóttur.
„Kristín er yndisleg móðir," seg-
ir Guðrún. „Hún tekur móðurhlut-
verkið alvarlega og kastar ekki til
hendinni þar frekar en í öðrum
verkum sem hún tekur sér fyrir
hendur."
annakristine@dv.is
NÝJAR
PLÖTUR
KOMNAR ÚT!
DIANA KRALL ...
DIANA KRALL
FROM THIS MOMENT ON
12 Co °£luxe
SCISSOR SISTERS
TA DAH!
U2 - Z00 TV:
LIUE FROM SYDNEY DUD
s e n a