Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Helgin DV ..;;i t.rCTa.'fail'W-J ÍSBSÍÍíSwÍsömS'® ■■Wm wwm WÆwM mm *zmkm?£B$hw' 4 ýiýýj Með kærastanum Árdis og Agnar búa saman á Akureyri. DV-Mynd Bjarni Eiriksson. Árdís Hulda Hendriksen er 24 ára öryrki sem hefur undirgengist erfiðar aðgerðir til að láta lengja sig. Árdís finnur mik- inn mun eftir að hafa hækkað um niu sentimetra og segir að í dag sé til dæmis mun auðveldara að fá á sig föt. Hún mæl- ir með að lágvaxið fólk kynni sér aðgerðina en hún mun líklega leggjast undir hnífinn i siðasta skiptið á næsta ári. VÖN ÞVÍ AÐ FÓLK GLÁPI Hulda hefur sjálf séð um að lengja eftir að beinin hafa verið söguð í sundur. Hún segir að þrátt fyrir lýsinguna sé það ekkert svo vont. DV-Mynd úr einkasafni. Ánægð með árangurinn Árdís Hulda var aðeins 136 sm áður en hún lagðist undir hnífinn en er nú orðin 145 og vonast til að ná 150 sm áður en yfir lýkur. DV-Mynd Extra. Tvær aðgerðir eftir „Ég vonast eftir að verða 150 til 152," segir Árdís Hnlda sent á aðeins eftir að gangast undir aðgerðir á lærum en lærin verða tekin hvort í sínu lagi. í við- tali við DV í fyrra lýsti Árdís Hulda aðgerðunum. Ilún segir þær ekkert sérstaklega sársaukafullar þrátt fyrir óhugnanlegar lýsingar en beinin í fótleggjum henn- ar eru söguð í sundur og pinnar settir á milli á með- an beinin vaxa aftur saman. Hún sér svo sjálf um að lengja. „Ég mun örugglega sjá sjálf um að lengja þegar lærin verða tekin fyrir. Þetta hljómar skelfilega en er að mínu mati þess virði. Svo kennir í ljós hvort ég jnirfi á hjólastól, göngugrind eða bara hækjum að halda á eftir. Þetta er mjög mikilll munur og ég á til dæmis mun auðveldara að finna á ntig föt í dag en áður." „Þetta hefur gengið vel en ég hef ekki hækk- að frá því við spjölluðum síðast," segir Árdís Hulda Hendriksen, 24 ára öryrki, en Árdís Hulda fæddist dvergur en hefur gengist undir stórar aðgerðir til að láta lengja sig. Áður en hún lagðist undir hnífinn var hún aðeins 136 sm en hefur nteð aðgeröununr öðlast níu sentimetra í viðbót og er því 145 sm á hæð í dag og alsæl. Hún er þó hvergi hætt og mun hitta lækn- inn sinn aftur í desentber og þá verður ákveðið hve- nær haldið verður áfram. í skóla eftir aðgerðir Árdís Hulda er frá Reyðarfirði en býr í dag á Akur- eyri með kærastanum sínum Agnari Péturssyni. Þar sem hún er öryrki stundar hún ekki vinnu en ver tím- anum með vinum og kærastanum auk þess sem hún passar stundum fyrir systur sína. „Ég er á miklu flakki á milli Akureyri og Reyðarfjarðar enda býr fjölskyldan mín fyrir austan og það er aldrei að vita nema maður setjist þar að í framtíðinni," segir hún og bætir við að hún ætli að skella sér í skóla þegar aögeróunum lýk- ur. „Ég veit ekld hvað ég ætla að læra en mig langar að verða verslunarkona eða leikskólakennari." IVlælir með þessu Aðspurð hvort fólk horfi jafn mikið á hana í dag og áöur en hún byrjaöi í aðgerðunum segir hún svo vera. „Ég veit ekki hvort það breytist eitthvað þegar ég verð búin í þessu en ég er orðin vön því að fólk glápi. Stundum kvíöi ég fyrir aðgerðunum en stund- um er ég spennt að klára þetta svo ég geti haldið áfrant með líf mitt," segir hún og bætir aðspurö við að hún mæli meö þessari aðgerö fyrir þá sem eru í hennar sporum. „Allavega finnst mér um að gera fyr- ir lágvaxið fólk að kynna sér þetta. Hg er mjög ánægð með að hafa tekið þessa ákvörðun og líður mun bet- ur í dag en áður." indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.