Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 32
52 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Agnes Marinósdóttir Upprennandi tónlistar- kona og hönnuður. o Softlips: „Þessifæst! Heilsuhúsinu og er algjör skyldueign. Ég er ekki fyrir gloss heldur set ég þennanyfirvaralit eða varablýant og varirnar verða þrýstnar og mjúkar," segirAgnes og hlær. „Svo er hann llka náttúrulegur og ódýr." Star bronzer frá Lancöme: „Maðursetur bara plnkulltinn dropa undir augun og á kinnarnar og fær ótrúlega frisklegt útlit. Mjög gottef maðurermeð bauga eða er eitthvað sjúskaður. Algjör draumurogdugar alveg I ár. Eg nenni aldrei að eyða of miklum tima I að punta mig heldur vel ég frekar snyrtivörur sem gera mann frlsklegan á augabragði," segir Agnes hress. Lancöme-maskari: „Þessi lengir augnhárin og maðurþarfbara nokkrar strokur og þá eru augnhárin ofsalega fín og dúkkuleg. Mjög flottur bæði hversdags og fyrir gott glens." Berjavaralitur: „Þettaer ekki venjulegur varalitur heldurmeira eins og berjasaft. Gott er að setja bara pinkulltið og varirnar lita út eins og maðurhafi veriðað borða jarðarber. Mjög djúsi og náttúrlegt." Púður frá MAC: „Þetta er besta púður á Islandi, hvorki meira né minna. Frísklegt og fjörugt. Kemur líka vel útað nota það á hálsinn og á bringuna." Agnes Marinósdóttir er nemi í Iðnskólanum í Hafnarfirði þar sem hún lærir iðnhönnun. Von er á hennar fyrstu hönnun úr framleiðslu á allra næstu dögum. „Já, ég hannaði tölvuborð fyrir tveimur árum úr plexigleri og smíðaði sjálf. Ég var svo ánægð með árangurinn að mér datt í hug að jafnvel fleiri yrðu ánægðir með svona borð.Tölvuborðið kemur í mörgum litum en það er fyrirtækið Format lausnir sem framleiðir borðin." Fyrir einu ári ákváðu Agnes og vinkona hennar Olga Jenný að hittast reglulega og búa til tónlist saman.„Þetta er ótrúlega skemmtilegt áhugamál. Við spilum svona elektró gleðpopp sem ég kýs að kalla pussy-popp," segir Agnes og hlær. Bandið heitir Beautiful Caos en hefur ekki enn komið fram opinberlega.„Það er á dagskrá en vegna anna höfum við ekki getað einbeitt okkur nægilega vel að þessu skemmtilega verkefni okkar. Hn það mun gerast." Hægt er að fá tóndæmi af músík Agnesar á myspace.com/bcaous og skoða virkilega flottar myndir af skvísunni á meðan hlustað er. í ; . r . 'í J •' ' 1 1 Athafnakonan Hrönn Marinósdóttir er stjórnandi Alþjóð- legu kvikmyndahátíð- arinnar í Reykjavík sem haldin hefur ver- ið árlega frá 2004. Hátíðin hefst í næstu viku, 28. september, og n AVTVtl 1 T T 1 7" T ”1 V* O /~\ I T 4- Vv r\ vfi - Það krefst mikillar yfirsetu að skipuleggja kvikmyndahátíð líkt og þá sem gengur í garð í næstu viku. Það þarf að velja myndir, bjóða gestum, tryggja góða kynningu fyrir utan öll smáatriðin sem fylgja hverri ákvörðun. Hrönn Marinósdóttir stjórnar þessu öllu, gerir fátt annað, en gefur sér þó að sjálfsögðu tíma fyrir fjölskylduna. „Ég var í MBA-námi við Háskól- ann í Reykjavík og vann þar að mast- ersritgerð um framkvæmd alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar á íslandi og komst að því að það væri vel ger- legt að halda hátíð af þessum kalíber hér á landi," segir Hrönn aðspurð hvernig henni datt í hug að koma þessu viðamikla verkefni á koppinn. Hrönn segist vera mikil áhugamann- eskja um kvikmyndir. „Ég var komin með nóg af einsleitu úrvali bíóhús- anna hér á landi." Með puttann á púlsinum Hrönn þarf að fylgjast vel með því nýjasta í kvikmyndaheiminum hverju sinni og þá getur oft reynst gott að bregða sér af landi brott og skoða aðrar kvikmyndahátíðir. „Ég fór á kvikmyndahátíðina í Berlín sem haldin var í febrúar síðastliðn- um. Þá stóðum við fyrir móttöku á ströndinni í Cannes í maí þar sem fjöldi fjölmiðlafólks, fulltrúar ann- arra kvikmyndahátíða, kvikmynda- leikstjórar og fleiri komu til okkar í hádegismat og kynnti sér hátíðina. Við sáum líka helling af áhugaverð- um myndum sem margar hverjar enduðu í prógramminu okkar í ár." Gestir ráða vinsældum Hin alþjóðlega kvikmyndahá- tíð hefur getið sér gott orð fyrir fjöl- breytni og myndaval sem ólíklegt er að landinn mundi annars einhvern tíma sjá. Hátíðin í ár er engin und- antekning á því. Hrönn á þó erfitt með að benda á eina mynd frekar en aðra líklega til vinsælda. „Heimild- armyndirnar um fótboltastjörnuna Zidane og Guantanamo-fangelsið munu eflaust trekkja að. Annars er ómögulegt að segja til um það því auðvitað eru það gestirnir sem ráða úrslitum um það og það er ekki alltaf svo fyrirsjáanlegt." Borgin myrkvuð! Á opnunarkvöldi hátíðarinnar, 28. september, verður slökkt á borg- arljósunum í 30 mínútur. „Þetta er hugmynd sem hefur legið í loftinu, en Andri Snær Magnason var með þeim fyrstu sem kom með hana. Hann hafði fyrst stungið upp á þessu árið 2000, en sama ár fékk stjörnu- fræðingurinn Þorsteinn Sæmunds- son þessa hugmynd. Þá gekk þetta ekki í gegn, en starfsfólki okkar tókst að sannfæra lögguna og borgina um að þetta væri málið. Allt virðist hægt ef viljinn er fyrir hendi! Allir í bíó Áhugamál Hrannar eru þó nokkur en þau hafa flest setið á hakanum að undanförnu. „Skemmtilegast finnst mér að vera með stelpunum mínum þremur og manninum mínum. Vinn- an mín er auðvitað áhugamál mitt og ég er mjög ánægð með það," segir Hrönn og bætir því við að hún ætli að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. „Möguleikarnir eru marg- ir en aðalmálið núna er auðvitað að gera þessa hátíð sem hefst í næstu viku eins vel úr garði og hugsast get- ur. Þetta verður fjör og ég hlakka mik- ið til." Nú er bara að skella sér f bíó og kynna sér þessa fjölbreyttu og áhuga- verðu dagskrá á fllmfest.is. berglind@dv.is Bandarískur félagsfræöingur að nafni Paul C. Rosenblatt hefur gefið út bók sem fjallar um rannsókn hans á því af hverju pör kjósa að deila rúmi - þrátt fyrir hrotur og sængurþjófnað makans. Baráttan í bólinu Ótal rannsóknir hafa verið gerð- ar á svefnvenjum fólks en ástæður fyrir því að pör kjósa að deila rúmi, þrátt fyrir ýmsa galla þess, eru í raun óljósar að mati dr. Rosenblatt. Próf- essorinn heldur því fram að það sé svo inngróið í menninguna að pör deili rúmi að fólk skoði það ekki gagnrýnum augum. Hann boðar þó ekki afnám hjónarúmsins í bók sinni Two in a Bed eða Tveir í rúmi, þvert á móti. Hann vill aðeins vekja athygli á þessum venjum og skoða hvort jafnvel sé hægt að aðstoða fólk þegar vandamálin skjóta upp kollinum. Hjónarúmið heldur hjóna- bandinu saman „Þetta er ekki sjálfshjálparbók heldur rannsókn á þeim algengu og oft skondnu uppákomum sem eiga sér stað í hjónarúminu." Fyrir bókina tók dr. Rosenblatt viðtöl við 42 pör, flest þeirra gift og gagnkynhneigð. Niðurstöður rannsóknar hans leiddu í ljós að helstu ástæður fólks fyrir því að kjósa að deila rúmi voru nánd og huggulegheit. Einhverjir sögðu kyn- líf vera ástæðuna en þó ekki marg- ir. Pörin sögðust spjalla mikið sam- an í hjónarúminu og að mesta næðið væri þar að finna fyrir hversdagsleg- um áhyggjum. Rosenblatt segir að sumir lítí jafnvel svo á að samskipti í hjónarúminu væri það sem héldi hjónabandinu saman. Ekki sjálfsagt að sofa saman Flestir þeir sem sátu fyrir svör- um prófessorsins sögðust hafa þurft þó nokkurn tíma til að venjast því að deila rúmi með maka sínum. Ágreiningur hafi komið upp í byrj- un um hvert hitastigið í herberg- inu ætti að vera, hvar rúmið ætti að vera og hvernig búa ætti um rúmið. Sjónvarpsgláp, lestur og át í rúminu voru einnig nefnd sem óheppilegar uppákomur og pirraði það nokkra að maki þeirra skyldi sofa nakinn. Einnig komu upp deilur um vekjara- klukkur og hvort leyfa eigi börnum eða gæludýrum að skríða upp í. Vandamál viðurkennd Eftir ákveðna byrjunarörðugleika voru pörin sammála um að ákveð- in rútína hafi farið í gang og stund- ir í hjónarúminu orðnar ómissandi þáttur í hjónabandinu. En eftir því sem fólk eldist geta þó ýmis vand- ræði komið upp sem trufla svefn hins aðilans. Konum verður til dæm- is oft mjög heitt á breytingaskeiðinu og það getur haft áhrif á svefn mak- ans. Karlmenn þurfa að fara oftar á klósettið eftir því sem þeir eldast og rápa þar af leiðandi mikið á nóttinni. Andvökunætur og veikindi geta líka spilað inn í. Dr. Rosenblatt hafnar þó ekki hjónarúminu heldur vill hann að þau vandamál sem kvikna oft í hjónaherberginu verði viðurkennd og þá getur fólk fengið ráðgjöf um hvernig sé best að leysa úr þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.