Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 38
58 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Börn eru klár. Segja það sem þeim dettur í hug sem getur oft á tíðum verið afskaplega vandræðalegt. En þau eru svo sæt að þau komast upp með það - svona oftast. Þegar blaðamaður gekk í garð á leikskólanum Tjarnarborg tóku fóstrurnar á móti honum opnum örmum. Æ, hvað lífið er gott þeg- ar fólk er gott. Þegar kom svo að þvíað spjalla við börnin komu upp smá vandræði. Lítill uppreisnarpúki vaknaði í Ásgrími sem reyndi eftir fremsta megni að koma afstað uppreisn á leikskólalóðinni. „Ekki tala við hana, ekki tala við hana" hrópaði hann og hljóp á milli allra hinna krakkanna. Þetta virkaði á suma en forvitnin varð öðrum yfirsterkari og að lokum gafÁsgrímursig fram og skráði sig tilþátttöku. Já, samfélag barna er óútreiknanlegt. Hlynur5ára Hvaö finnstþérmikilvægast?„Selir. Ég fór að sigla með frænda mfnum f Straumsfirði I sumar og sá fullt afselum. Einu sinni lét frændi minn bátinn hoppa og þá skvettist vatnyfir bátinn og ég fékksaltlmunninn. Það varekki gott. Við fundum þrjá dauða unga og við krakkarnir fengum að grafa ■ þá. Þarna er mikið afæðarfuglum og við tlndum dún í sæng. Svo fundum við llka fálkafjaðrir-skrifarþú ekki það llka?“ sagði Hlynur sem fylgdist granntmeð hvað fórá blað. Ásgrímur 5 ára Ásgrlmi finnst mikilvægast að borða. „Grjónagrautur og græn súpa eru best.“ Hlustarþú á tónlist?Já, mjög mikið. Uppáhaldslagið mitt heitir Autobahn. Það heitir eftir einhverri götu I útlöndum." Sara Isabelle 3 ára Sara á spænska mömmu og fer oft til Spánar. „Mér finnstskemmtilegast að leira.“ Ertu listakona? „Ég er bara þriggja ára,“ segirSara kimin. Söru fmnstlika gaman að fara I leikhús „Hafíð bláa erskemmtilegt.“ Dagur 5 ára „Mér fínnst mikilvægast að vera heima og leika við litla bróður.“ Hvað erhann gamall? „Hann er ekkert.“Er hannsem sagt nýfæddur? „Já og það eru allir að spyrja mig um hann.“ Sigríður Erla 3 ára Sigríður veit ekki hvað henni fínnst vera mikilvægast. En hún fór ísveit I sumar. „Eg var hrædd við kusurnar." Sigríður er nýbyrjuð I balletog fínnstþað mjög skemmtilegt. „Svo á ég sjóræningjaskip sem ég leik mérmeð þegar Helen vinkona min kemur I heimsókn Anton og Luka 5 ára Tvlburarnir óaðskiljanlegu voru mjög hressir en svöruðu sko ekki hverju sem er. „Okkur finnst mjög gaman að hlusta á tónlist. Við eigum Latabæjargeisladisk." Tviburarnir eru svo heppnir að eiga bróður sem er 9 ára:„Hann ereiginlega bara fjörgamall" segir Luka, svo glotta þeir báðir. „Sjáðu, ég get hangið á einni hendi," segir Anton. „Ég llka," bætir hinn við, mjög gott strákar. Takið þið lýsi? Já,“jarma þeir I einum kór. María Mínerva 3 ára María Mtnerva er nýflutt og var að byrja á Tjarnarborg. Henni fínnst mikilvægast að borða. „Kjöt er best."En það er annað sem Mariu fínnst merkilegt. „Ég á svona krossfísk. Rosalega flottan. Ég keypti hann I rauðri búð. Þetta ersvona hálsmen," segir hin brosmilda Marla Mlnerva. búðarrekstur og allt sem þvl fylgir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.