Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 42
i 62 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Veiðimál DV Gufudalsá með rúmlega 1000 bleikjur Umsjón: Jón Mýrdal (myrdal@dv.is) Allar ábendingar eru vel þegnar; veiðisögur, óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiðar. Allt sem við kemur veiðum og veiðimennsku. Annað árið í röð eru veiðitölur Gufudalsár í Austur-Barðastranda sýslu í hróplegu ósamræmi við niðursveiflu í sjóbleikjuám landsins. Veiði er lokið í Gufudaln- um þetta sumarið og veidd- ust rúmlega 1000 bleikjur auk ijórtán laxa og er það aukning frá fyrra ári, en þá var einnig aukning frá árinu á undan. Það sem er athyglisvert við veiðina í Gufudalsá er að hún byggist upp á smærri bleikju, frá hálfu til tveggja punda, en það er ein mitt sú stærð sem menn sárlega kvarta undan að vanti á silungasvæðum annars staðar á landinu. Hvað veldur því að eitt lítið landsvæði haldi sínu er álitamál, en heyrst hefur að ágætis veiði sé á sjóbleikju í öðrum ám á svipuðum slóðum. Valinkunnir veiðimenn rifja upp skemmtileg atvik frá sumrinu sem nú er senn á enda Selá blómstraði og Víðidalurinn klikk Það fer hrollur um veiðimenn þegar sumarið er búið. Það er gaman að segja ffá því að þeir veiði- menn sem einbeita sér að silungsveiði eru greinilega miklu ánægðari með sumarið en þeir sem kaupa sér dýr laxveiðileyfi. Stórar fréttir úr Selá Eiríkur St. Eiríksson, höfundur Stangveiðihand- bókarinnar, er flestum stangveiðimönnum að góðu kunnur enda er hann höfundur Stangveiðihandbók- arinnar. Eiríkur er mikill veiðimaður og hann ætl- ar að deila með okkur sínu veiðisumri. „Ég byrjaði í opnunarholli Norðuráar og þá veiddist ekki neitt. Mig minnir að það hafi komið þrír eða fjórir laxar á land á opnunardaginn. Þetta er bara of snemmt, fiskurinn er ekki byrjaður að ganga og tveggja ára fiski hefur fækkað," segir Eiríkur um upphaf veiði- sumarsins hjá sér. „Síðan fór ég í Svartá í byrjun júlí, það gekk von- um framar," heldur Eiríkur áfram. „Við settum í átta fiska og náðurn fjórum á land. Ég hef ekki veitt þarna mikið en svæðið er mjög skemmtilegt. Ég fór svo í byrjun september í Selá og það var mokveiði og mildð af fiski. Ég náði níu fiskum í þessum túr." Nýlega var Eiríkur á Nessvæði í Laxá. „Það var nú bara frekar rólegt en þar er nú bara veitt og sleppt þarna. Fiskurinn sem ég veiddi þarna var tekinn af bát og það var bara mjög gaman," segir hann. í heildina telur Eiríkur sumarið hafa verið nokk- uð gott í veiðinni: „Stóru fréttirnar á þessu sumri er gríðarlega góð veiði í Selá. Vonbrigðin voru þau að það vant- ar tveggja ára fisk. Svo er það skipbrotið í Víðidalsá, þar hækkuðu veiðileyfi mikið og veiðin er mjög slæm." September frábær Ingólfur Kolbeinsson, eig- andi veiðivöruverslunarinnar Vesturrastar, er mikill veiðimað- ur og þykir vera mjög flinkur með flugustöngina. Það þarf ekki að kynna Ingó fyrir veiði- mönnum því hann hefur stað- ið við búðarborðið í Vesturröst síðan elstu menn muna. „f heildina þá verð ég að segja að þetta sumar hafi verið mjög gott. Varðandi laxveiðina þá er hún eins og fýrri sumur sein af stað en ágúst var góður og sept- ember frábær á mörgum stöðum. Silungsveiðin var fín eins og yfir- leitt en byrjaði seinna en oft áður vegna kulda í vor," segir Ingó. Að því er Ingó segir voru skemmtilegustu túramir hjá honum í sumar veiðidagur á Þingvöllum með fjölskyldunni og veiðiferð í litla á fýrir austan þar sem ekki eru merktir veiði- staðir, ekkert veiðihús og engar skiptingar. „Það er skemmti- legast," segir hann. „Þeir sem fara í veiði eiga að meta hverja stund betur og hugsa meira um að nota góðar græjur en hugsa minna um að koma heim með marga fiska." Næsta sumar verður gott „Ég er mikill áhugamaður um vatnaveiði og hef verið mik- ið vestur á Snæfellsnesi í vötn- unum þar. Ætli þetta hafi ekld verið um svona 20 til 30 veiði- dagar sem ég komst þetta sum- arið," segir Elvar Gunnarsson sem starfar í Vesturröst. „Ég fór minna en ég ætlaði mér vegna anna héma í búð- inni," segir Elvar. „Fiskamir vom kannsld heldur minni en í fýrra. Ætli stærsti sem ég veiddi hafi ekki verið um 3 pund. Þetta vom margir fiskar en ekki mjög stórir." Elvar fór í Víðidalsána í júlí í fýrsta sinn. Þar var lítið að hafa. „Það var frekar súrt en engu að síður fallegur staður til að vera á. Mig langar svo til að kíkja í sjóbirting núna fljótlega en þá fer maður líklega eitthvað aust- ur. Þetta veiðisumar kom ann- ars bara nokkuð vel út miðað við kulda sem einkenndi sum- arið. Ég hef trú á því að næsta sumar verði gott. Ég stefni að sjálfsögðu í vatnaveiðina þar sem ég á frábæra tvíbytnu sem býður upp á alveg nýja mögu- leika." Aftur dottinn í veiðina Stórleikarinn Siggi Sigur- jóns er ekki bara frábær leikari heldur er hann líka mikill veiði- maður. „Ég get sagt þér það að ég var mjög mikill veiðimaður hérna á árum áður," byrjar Siggi. „Ég fór mikið á veiðar þótt ég væri kannski ekki að veiða mikið. Svo fór ég í golfið og þá kom ég veiðinni ekki lengur fyrir í stundaskránni." f fyrrasumar tók Siggi aftur til við stangveiðina. „Náði ég aftur sömu hæðum og áður. Ég fann mig aftur í þessu og veiddi bara mjög vel á minn mæli- kvarða," segir hann. Siggi fór í Veiðivötn: „Þar átti ég góðar stundir og varð alveg heillaður af staðnum. Ég fór líka í Hörðudalsá og gerði þar góða veiði. Svo skrapp ég með félög- um í Rangárnar og við veidd- um allir vel þar og í Gufudalsá á Barðaströndinni náði ég líka vel í soðið." Að eigin sögn er Siggi mest í silungsveiði. „Ég ferðaðist mikið í sumar og veiðistöng- in var mjög ofarlega í skottinu. Ég veiði mest á flugu, það hef- ur bara þróast þannig hjá mér. Ég prófaði í sumar létta stöng númer 4 og ég gæti vel hugsað mér að eignast þannig stöng í framtíðinni." Gæsaveiðin gengurvel Gæsaskyttur sem Veiðimálin höfðu samband við höfðu ver- ið að gera góða veiði seinustu daga. Skytturnar töluðu um að mikið væri komið af gæs á Suð- urlandi. Þó að næturfrostið hafi látið standa á sér þá virðist gæs- in vera að sækja bæði í korn og í nýræktina. Höfum við heyrt um gæsaskyttur af Vesturlandi sem höfðu náð um 50 gæsum í einu morgunflugi um seinustu helgi. Eins og allar gæsaskyttur vita þá er blesgæsin friðuð á þessu ári og gæta menn sín því að skjóta hana ekki. Það er mál manna að þessi vertíð verði betri heldur en ífyrra. LaxíMinnivallalæk Það vita fáir en það gengur lax á haustin í Minnivallalæk til hrygningar. Þá hefur hann far- ið upp fyrir fossinn Búða sem er stuttu neðar í Þjórsá en ármót Minnivallalækjar og Þjórsár. í fossinum er fiskvegur og síðla sumars gengur lax og sjóbirtingur í einhverjum mæli þar upp. Snemma í september fékk er- lendur veiðimaður þennan lax í Hólmakvíslum í Minnivalla- læk og er það annar laxinn sem veiðist á stöng í læknum svo vit- að sé. Hinn veiddist í ágúst 1992, svo langt er um liðið. Annars hef- ur lækurinn verið lítið stundað- ur það sem af er september, en í gær skaust veiðimaður eftir há- degi og fékk sex fiska. Oft virðast tökur aukast er haustar, væntan- lega minna um fæði þá og fiskur orðinn „agressívari" er nær dreg- ur hrygningu sem skýrir það. Að sögn leigutaka þá er enn hægt að nálgast veiðileyfi í Minnivallalæk. Hægt er að skoða þau á vefsíð- unni strengir.is Slök veiðií Leirvogsá Formiegri veiði í Leirvogsá er nú að ljúka. Ljóst er að sumarið fer ekki á spjöld sögunnar hvað veiði varð- ar en áin rétt náði 300 laxa veiði á stangirnar tvær. Þrátt fyrir umtals- verðar göngur í gegnum teljarann má segja að veiðin í sumar hafi vald- ið vonbrigðum og eru veiðitölur vel fyrir neðan meðaltal síðustu 30 ára sem er 483 laxar. Þó svo að teljarinn ofan við gömlu brú sýni að hátt í 1200 laxar hafi gengið ána þetta árið má ætla að talsverður hluti þeirrar tölu sé vænn sjóbirtingur, en talsvert hefur bor- ið á stærri birtingum í sumar. Sam- svarandi tala ff á fýrra ári var rúmlega 2000 fiskar. Það sem vekur þó athygli er að ákveðin svæði árinnar geyma mikið af laxi, en tökutregða hefur verið með ólíkindum. Það sem helst togar niður veiði- tölurnar í ár er að minna var um stór- veiði á göngutíma laxins í júlímánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.