Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 43
DV Veiðimál FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 63 lftlf§i§ ''v v% : lill Hítará með 500 laxa Veiðin í Hítará á Mýrum hefur verið með besta móti í sumar þrátt fyrir að aflanum hafi verið ákaflega misskipt milli veiðihópa. Sem stendur stefnir í að heildarveiðin verði um 500 laxar sem er vel ofan við meðaltal. Aðalsvæði árinnar hefur fram til þessa gef- ið rúmlega 400 laxa og með hliðsjón af því að veiðin af efri svæðunum er líklegast um 100 laxar er ljóst að áin endar í um 500 laxa veiði. Mikið vam hefur hamlað veiði í síð- ustu viku en miklir vatnavextir urðu til þess að áin litaðist mjög og varð erfið til veiða. Vonbrigði íVíðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson er einn'af þessum reynsluboltum sem fæddust með stöng í hendi. „Seinustu ár hef ég verið mjög mikið í Víðidalsá en áin hefur valdið rosalegum vonbrigðum í sumar. Hún datt niður um rúm- lega þúsund laxa á þessu ári," segir Rögnvaldur og útskýrir að í Víði- dalsá sé eingöngu veitt á flugu frá miðjum júlí. Þáð sé að skila mun minni veiði. „Sérstaklega í Fitjá sem hefur haldið uppi um 40 pró- sentum af allri veiði í Víðidalnum. Það hefur sitt að segja þegar búið er að banna maðk í henni. Hún er iilveiðanleg með flugu vegna þess að hún rennur í gljúfrum og svo- leiðis." Rögnvaldur segir að það sem hafi verir j ákvætt í Víðidalnum sé að fremur virtist vanta eins árs fiskinn en ekki tveggja ára fisk. Því hafi verið að veiðast stórir fiskar. Og jafnvel þótt laxinn hafi ekki veiðst mikið í Víðidalsá sé alltaf nóg af vænni bleikju á laxasvæð- inu. „Svo er þetta með þennan dverglax sem er að veiðast. Það verður að drepa hann það væri al- veg skelfilegt að leyfa honum að hrygna," segir hann. Rögnvaldur fór í Laxá í Dölum snemma í sumar. „Hún sveik okk- ur eins og Víðidalurinn. Svo fór ég aðeins í Hvolsá-Staðarholtsá sem var lítið stundað svæði í sumar. Ég varþaríhálfandagogvið settum í ellefu fiska en lönduðum átta af þeim." I huga Rögnvaldar eru ákveðn- ar skýringar á því að stórlax er nú ekki jafn algengur og áður var. „Mig minnir að það hafi ver- ið um 1992 en þá byrjuðu þeir að veiða loðnu í flottroll að vori fyrir Norðurlandi: „Ég bara spyr hvað eru menn að hirða þar? Þetta eru nú reyndar bara svona hugmynd- ir. Svo horfa menn alltaf á okkur veiðimennina því við erum að drepa fiskinn. Eg held að við séum bara eitt sandkom í náttúrunni varðandi laxveiðar." Þakklátur vatnadísunum Stefán Jón Hafstein, ritstjóri flugur. is, segir veiðisumarið hjá sér hafa verið ansi gloppótt. „í laxveiðinni er greinilegt að júní- veiðar em að verða slakar með því að stórlaxinn verður æ fáliðaðri, snemm- gengir fiskar em hreinlega að detta út úr stofninum. Þessi stóm frægu vor- veiðidæmi virðast vera að hverfa. Þá var smálaxinn í ár oft og tíðum mjög seinn upp og svo var hann ótrúlega smár," segir Stefán. Að því er Stefán tel- ur er hluti skýringariimar á meiri smá- laxi það að fiskurinn fái ekki nóg að éta í hafi. „En líka sú, að ég er hræddur um að með seiðasleppingum og vanhugs- uðum „ræktunaraðgerðum" sé búið að koma á legg fiskum sem em að eðli og upppbyggingu miklu smærri og veikari en náttúrulegir stofnar lögðu til á árum áður," segir Stefán og spyr: „Hvenær byijaði það að þykja viðunandi yfir lín- una að eins árs laxar væm 3-4 pund en ekki 5-6 pund eða stærri? Þá stakk það mig enn einu sinni að sjóbleikjan virð- ist hörfa á mörgum mikilvægum veiði- stöðum víða um land. Það er ekki algilt, en greinilegt að þama er eitthvað að." I Varðandi sjálfan sig segist Stefán hafa átt margar góðar stundir í veiðinni í sumar. „Ég nýt þess að þurfa ekki á magn- veiði að halda til þess að skemmta mér vel, maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Ég fæ mikið út úr því að prófa nýja staði og nýjar aðferðir í bland við það að heim- sækja gömlu miðin, kynnast nýjum veiðifélögum og rækta tengsl við gamla. Allt þetta gekk upp hjá mér í sumar svo ég er mjög þakklátur vatnadísunum fyrir allt sem þær gáfu mér. Og svo á ég enn eftir að kynnast fjölmörgum stöð- um,“ segir Stefán. En hvað bar hæst hjá Stefáni í ár? „Toppurinn í ár? Ja, skemmtileg vakt í Elliðaánum, þrælskemmtileg- ur morgunn á urriðasvæðinu í Mý- vatnssveit, heimsóknir í bleikjuám- ar fyrir austan, ný kynni af Fnjóská og laxamir sem fóm í loftköstum á eftir flugunni í Þverá... þetta endar hvergi! En mínusamir em áhyggjur af dular- fulla bleikjuhvarfinu í Soginu, ég komst ekki á Amarvatnsheiði og ekki heldur í Þingvallavam. Ég er strax byrjaður að hlakka til næsta sumars." Veiðin slöpp en sumarið gott „Ég er búinn að veiða töluvert í sumar. Ætli ég sé ekki búinn að veiða um 30 laxa og hátt í tvö- hundruð silunga," segir Kristján Páll í Veiðiportinu. Kristján telur laxveiðina í sumar hafa verið mjög svipaða og í fyrra. Hjá honum sjálfum hafi silungs- veiðin á hinn bóginn verið slæm. „Það skrifast bara á það að ég hef ekki haft tíma til að fara nógu mikið. Vorið var kalt en svo fór þetta í gang. Til dæmis fór Þing- vallavatn mjög seint af stað vegna veðurs," segir Kristján sem fór víða í sumar: „Ég fór í Miðfjarðará, Ytri- Rangá, Hólsá og í Laxá. Líka í Þing- vallavatn og náði þar sjö flottum urriðum. Veiðin í heild sinni var frekar slöpp miðað við í fyrra en jú, jú, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar." 3 20-30 laxa dagar sem Leirvogsá er svo þekkt fyrir sáust ekki og bestu dagarnir vom að skila 15-18 laxa veiði sem þó er mjög gott á aðeins tvær stangir. Þegar upp er staðið þarf að leita aftur til ársins 1987 (291 lax) til þess að finna lægri veiðitölur, en vegur Leirvogsár hefur legið upp á við nánast samfleytt frá því ári og var viðbúið að bakslag kæmi í veiðina. Bakslagið var hins vegar meira held- ur en búist var við. Ljóst er að endur- heimtur seiðasleppinga þetta árið eru mjög daprar því að óvenju fáir laxar í aflanum eru örmerktir úr seiðaslepp- ingum í fyrravor og þar má líklega finna skýringuna á minni fiskgengd í sumar. Minni veiði Aðeins veiddust um 300 laxar i Leirvogsú i sumar og verðw það að teljast mjög lélegt. Góð skarfaveiði í kringum Reykjavík Veiðimenn hafa verið að gera góða skarfaveiði í kringum Reykja- vík seinustu daga. Veður hefur hentað vel til veiði og hafa menn nýtt sér það. Ýmsar aðferðir eru notaðar í skarfaveiði en helst hafa menn sem fara út á kajak náð sér í góða veiði. Blaðamaður Veiðimál- anna skrapp í smá túr í vikunni og náði sér í skarf í blíðskaparveðri í nágrenni Reykjavíkur. Vanur veiði- maður sem fór með sagðist sjaldan hafa séð svona mikið af skarf enda náði sá hinn sami slatta í þess- ari ferð. Benda má á það að sum- ir veiðimenn hafa verið að nota tálfugla til að blekkja skarfinn til að koma nær skerjum sem veiðimenn hafast við í. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verstanir, veitingahús o.fl. Fyrir versfanin Tií s^iáití saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi ia sterkingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvaer stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús - hótel - mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl FJzta Sælgæti fískttV úrsjónum Nýtt bacalao pizza! Alltaf fyrstír með nýjungar í saltfiski Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsúhnakka rækjur þorskhnakka steínbitskinnar og bita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.