Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Qupperneq 56
76 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
Sjónvarp DV
•*
Á dagskrá næstu daga
Föstudagur
Skjársport - Stuðningsmarmaþátturinn
„Liðið mitt" - kl. 7
Hörðustu áhangendur enska boltans á ís-
landi í sjónvarpið. Þáttur í umsjón Böðvars
Bergssonar þar sem stuðningsmannaklúbbar
ensku liðanna á íslandi fá klukkutíma til að láta
móðan mása um ágæti síns liðs, kynna klúbbinn,
rifja upp eftirminnileg atvik, falleg mörk og hvað-
eina áhugavert sem snýr að þeirra liði. Stuðnings-
mannaklúbbar Liverpool, Manchester United, Arsenal,
Chelsea, Tottenham, Newcastle og íieiri taka þátt og fær hver klúbbur einn
þátt á um það bil 6 vikna fresti.
. •• ■ -
Sjónvarpið - Jón Ólafs. - kl. 19.40
Hjartaknúsarinn Jón Ólafsson er mættur aftur. Góðir gestir mæta í sjón-
varpssal og píanóið er aldrei langt undan. Stjórn útsendingar: Jón Egill
Bergþórsson.
Skjáreinn - Teachers - kl. 20.30
Bandarísk gamansería um skrautíega kennara. Filmore-skólinn í New
Jersey hefur fengið sinn skerf af vandamálum, eins og sinnulausum kenn-
urum, úreltum reglum og nemendum sem hafa meiri áhuga á sms-skila-
boðum en námsbókum.
Stöð tvö - Sjálfstætt fólk - kl. 20
JónÁrsæll Þórðarson heldur áfram mann-
lífsrannsóknum sínum í mest verðlaunaða
sjónvarpsþætti íslandssögunnar. Sjálfstætt
fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar
sinnum útnefndur sjónvarpsþáttur ársins á
Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú
síðast árið 2005. Jón Áxsæll Þórðarson held-
ur uppteknum hætti og leitar uppi forvitni-
legt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni
einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum
fremur að draga upp nýja og áður óþekkta
mynd af landskunnum íslendingum.
Skjársport - Þrumuskot - kl. 18
Farið er yfir leiki liðinnar helgar og öll mörkin sýnd.
Viðtöl við knattspyrnustjóra og leikmenn.
Sirkus - Innlit útlit - kl. 21
Innlit útíit hefur vetrargöngu sína. Nadia, Þórunn og
Ríó, rokk og
raunveruleikinn
Sjálfsagt hefði hávaðinn
úr sjónvarpstækinu vak-
ið þann sem svo ólík-
lega vildi tíl að hefði
verið sofandi þegar
„okkar maður" var
að keppa. Þjóðar-
stoltið þvílíkt að
anti-rokkarinn,
konan sem elskar
Ríó tríó, Peter og
Gordon og Katie
Melua, telur sjálfri
sér trú um að ís-
land eigi enga fram-
tíð nema okkar maður
sigri í keppninni. Kára-
hnjúkar? Verð á matvör-
um? Bensínmálið? Hrein-
lega gleymast í hita leiksins.
Sendir atkvæði í tugatali
með SMS-i milli þess sem
hún greiðir atkvæði á tölv-
unni. Hringir um allan bæ og
lætur eins og klukkan sé ekki
að ganga tvö að nóttu: „Ertu
búinn að kjósa?" Enn einu sinni
vorum „við" næstum því búin að
vinna.
Það fóru að renna á mig tvær
grímur á fimmtudagskvöldið
þegar Kastljósinu var varpað á
keppnina, Rock Star: Supernova.
Ég velti í alvöru fyrir mér hvort
ég þyrfti að fá stærri skammt af
hormónum. Hvernig fór ég að
því að heilaþvo mig svona? Vakti
ég virkilega nótt eftir nótt við að
hlusta á tónlist sem ég þoli ekki?
Vakti ég virkilega fram eftir til að
vita hvað Tommy Lee hefði að
segja? Gáfnafar hans verður hon-
um ekki að aldurtila, svo mikið er
víst. En þegar hann spurði í Kast-
ljósi hvort Island væri ekki nálægt
Rússlandi og fulltrúi Sjónvarps
andmælti því ekki, þá fyrst hætti
mér að standa á sama.
Svo kom kreditíistinn. Kredit-
listi ársins. Aldrei á ævinni hef ég
séð krúttlegri kreditlista:
Kastljós. Fram komu: Jóhanna
Vilhjálmsdóttir, Dilana, Sturla
Böðvarsson, TobyRand...
Litía, krúttíega ísland.
Með stutt viðtöl við ungt
fólk að hrósa Magna okkar
og gleymir ekki að setja þau
j í kreditlistann frekar en sam-
' göngumálaráðherra.
Rokkæsingurinn rann ekki
almennilega af mér fyrr en á
sunnudaginn þegar utanríkisráð-
herra þjóðarinnar mætti í Smára-
lind og færði Magna þakkir „fyr-
ir hönd íslensku þjóðarinnar".
Þakkaði honum fyrir hönd ís-
lensku þjóðarinnar fyrir að taka
þátt í söngvarakeppni? Finnst ein-
hverjum þetta í alvöru eðlilegt?
Magni stóð sig vel, var sjálfum sér
og fjölskyldu sinni til sóma. Um
það eru allir sammála. En er ekk-
ert mál brýnna fyrir ráðherra að
sinna? Sennilega ekki. Það er allt
svo fullkomið á íslandi.
Stöð 2 - Freddie (1 af22) - kl. 20.30
Nýir bandarískir framhaldsþættir með gamanleikaranum og hjarta-
knúsaranum Freddie Prinze Jr. í aðalhlutverki. í þáttunum leikur hann
ungan og kvensaman meistarakokk sem lendir í þeirri vandræðalegu
stöðu að þurfa að búa með þremur eldri konum; ömmu sinni og frænk-
um - með spaugilegum afleiðingum. Freddie og vinur hans eru kvensamir
í meira lagi og ákveða að sannreyna hvort sé betra; að vera í sambandi við
ríka stelpu eða fátæka. Þeir eru búnir að prófa þær ríku og nú er komið að
þeim sem eru - „jarðbundnari". Það gengur merkilega vel en þótt stelpan
sé fín þá kemst Freddie að nokkru miður ánægjulegu um sjálfan sig.
Þriðjudagur
Mánudagur
Sjónvarpið - Rætur guðstrúar (1:3) - kl. 20.50
Breskur heimildarmyndaflokkur í þremur þáttum þar
sem fjallað er um sögu mannkyns og tilraunir mannanna
til að skilja Guð. í þáttunum er farið um víðan völl og
reynt að varpa ljósi á mismunandi menningu og trúar-
brögð heimsbyggðarinnar.